Unga Ísland - 01.02.1933, Síða 9

Unga Ísland - 01.02.1933, Síða 9
UNGA ÍSLAND 21 Utilegumenn á Snæfellsnesi. I. Fyrir 1000 árum bjó sá maður, er Bárður hét, að Laugabrekku á Snæ- fellsnesi. Var hann fæddur í Noregi og hét faðir hans Dumbur og var konung- ur á Hálogalandi, en móðir hans hét Mjöll. Hann hafði alist upp hjá Dofra jötni í Dofrafjöllum og fengið dóttur hans fyrir konu, þegar hann var þrettán ára að aldri. Bárður var manna sterkastur og hafði lært ýms- ar íþróttir og jafnvel galdra af Dofra fóstra sínum. Þegar Bárður var full- tíða maður, lenti hann í deilum og vígaferlum og fór svo að lokum, að hann vildi eigi lengur vera í Noregi en bjó skip sitt og sigldi til íslands. Með honum var bróðir hans er Þorkell hét og margir menn fleiri. Síðan létu þeir í haf og höfðu harða útivist og voru hálft hundrað daga á sjónum. Þeir komu vestan að landinu og sáu þar fjall eitt mikið og lukt allt ofan með jöklum; það kölluðu þeir Snjó- fell en nesið Snjófellsnes. Skipverjar Bárðar reistu sér býli hingað og þangað á nesinu. Þorkell bróðir hans bjó að Arnarstapa, sem er skammt frá Laugabrekku. Þorkell átti tvo sonu og hét annar Sölvi, en hinn Rauðfeldur, en Bárður átti dætur margar og vænar. Helga var þeirra elst. Léku þær oft við frændur sína frá Stapa. Það var einn dag, að þau voru að leik sínum niður við sjóinn. Hafís- ar lágu við land og var þoka mikil. Rauðfeldur hratt þá Helgu Bárðar- dóttur út á sjó á ísjaka, en vindur stóð mikill af landi. Rak þá jakann út til hafíssins og komst Helga upp á ísinn. Hina sömu nótt rak ísinn undan landi og út á haf. Helga fylgdi þá ísnum, en hann rak svo ört, að innan sjö daga kom hún með ísnum til Grænlands. Er sagt, að hún hafi komist þar til Eiríks rauða í Brattahlíð. Nú er þar til að taka, að þær systur, dætur Bárðar, koma heim til Lauga- brekku og segja föður sínum, hvernig farið hafði um Helgu. Bárður varð við þetta mjög reiður og spratt þegar upp og gekk í burtu til Arnarstapa. Hann var þá heldur ófrýnn yfirlits. Þorkell var ekki heima, en piltarnir Sölvi og Rauðfeldur voru úti. Þá var annar ell- ÞaS lá betur á Sigga litla dáginn eftir. Bieði var það, að veðrið var bjart og gott, og svo var bann að hugsa um það, sem hanu pabbi hans hafði sagt. Þannio- liðu dagarnir hver af öðrum. Sigga fannst þeir alltaf vera að smá styttast. Tion- tim var hætt að leiðast að sitja hjá. Hann varð hugaðri, bjartsýnni og kátari með hverjum dcginum sem ieið. Og hann sannfærðist æ betur °g betur um ])að, að pabbi hans, hafði á réttu að standa. Það var líkast því, að hann vrori að festa rætur þarna á hjásetustöðvunum, eins og blóm- in, sem brostu móti sólunni, sunnan í hjáset- hólnum. — Þau voru áreiðanlega búin að festa rætur. — Hann þekkti orðið hvem stein, hvern hól og hvern læk. — Og allt urðu það góðir vinir, — er brostu við honum á hverjum morgni, er hann kom á hjásetustöðvamar; — er urðu honum alltaf meira og meira virði, éftir ])ví sem hann kvnntist ]>eim betur. Það urðu því ef til vill bestu vinirnir er hann kvnntist á lífsleiðmni. Jóhannes Ásgeirsson Sellands.

x

Unga Ísland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.