Unga Ísland - 01.02.1933, Side 13
UNGA ÍSLAND
25
Það ^en^n um ]«ið sögur í bænum, að kona
hans <>g dóttir ættu heilniikið fé, sem þeim
hefði veið ánafnað, og hann hefði komið und-
an. Hann brosti aftur. „Þeim dettur þó lík-
lega ekki í hug, að ég sé sá. bjáni, að standa
tómhentur eftir“, sagði hann við sjálfan sig.
„Þeir vissu nú raunar ekki um nema lítið eitt
at núverandi eignum hans.
Hann fór nú heim í fínu, fallegu íbúðina
sína, í fallegasta húsinu í bænum.
Konan hans mætti honum. Hún var búin að
heyra fréttirnar, og vildi láta gleði sínn í ljós,
en hann hindraði það og sagði: „Við skulum
aldrei minnast á það framar, láta-það allt vera
ííleymt, og bera okkur, eins og ekkert hefði
í skorist".
„Já, Karl, við skulum revna það“, sagði hún.
„En hvar er Pálínaf' spurði bankastjórinn.
„Hún ermeð barnið inni í garðinum".
„Því fer hún ekki út á götu með það í vagn-
inum, eins og hún er vön V ‘
„Henni finnst allir stara á sig, hvar sem
hún fer“.
Marteinn, maðurPálínu og tengdasonur hjón-
anna, kom nú inn, með drenginn sinn, fimm
ára gamlan. Hann hét Karl, eftir afa sínum.
Þessi þungi, sem hafði hvílt yfir hjónunum,
hvarf nú í bili, meðan barnið hljóp upp um
hálsinn á afa sínum og nafna og faðmaði hann.
Baukastjórinn endurtók nú skipun sína við
dóttur sína og mann hennar. Hann sagðist
yilja sýna öllum, að hann gæti borið höfuðið
ems hátt og vant var. Það skvldi enginn ráða
það af útlit-i hanseða framkómu, eða fataburði,
að hann hefði neins að iðrast.
Næsta sunnudag fór bankastjórinn til kirkju.
Marteinn hafði bannað Pálínu, konu sinni, að
fara, en af gömlum barnsvana hafði hún hlýtt
föður sínum og farið m'eð honum á móti vilja
nianns síns.
Þau gengu djarfmannlega inn. eftir kirkju-
Rolfinu og alla leið inn að altari. Kirkjan var
troðfull af fólki. Það starði allt á h ann for-
viða. Því varð starsýnt á fínu fötin banka-
stjóra-fjölskyldunnar, og þeir, sem heima sátu,
fengu fljótt að frétta af þeim. Þetta var ein-
’nitt það, sem hann hafði ætlast til. Hann
vissi, nð margir mvndu dást að dirfsku hans
°g þreki, en þó yrðu þeir fleiri, sem sannfær-
aRt myndu um, að hann væri saklaus. Þeir
myndu fljótlega koma til hans aftur og verða
viðskiftavinir hans. og þá færi efnahagurinn
að rétta við aftur.
Hann lést ekki taka eftir fyrirlitningu
manna og augnagotuni. Hann taldi sér trú um,
að það væri ekki til annars en hlæja að því. Allt
var nú gott,. fyrst hann var sýknaður. Iiann
gerði ekki neitt úr því, þó að gamall maður í
nágrenninu hefði átt að segja, að hann skyldi
myrða liann. Eins og nokkrum dvtti í hug að
myrða annan fyrir svona litla upphæð- Þó að
það væri aleiga gamla mannsins, þá voru það
ekki nema. nokkur hundruð krónur, og munaði
ekki um einn kepp í sláturtíðinni.
Honum hafði að sönnu brugðið, þegar ekkja
kom til hans, og sagðist hafa tapað öllu, og
börnin sín grétu af hungri. En hann sætti sig
við það, að nóg væri til af líknarstofnunum,
til þess að bjarga þessum vesalingum.
Svona liðu nokkrar vikur. Þetta fór nú nokk-
uð í vana, því að menn gátu hvorki komið hon-
um í fangelsi, eða fengið aftur það, sem þeir
höfðu tapað. Hann hélt uppteknum hætti, og
opnaði nú skrifstofu í- miðri borginni, en allir
hlógu að þeirri fásinnu, að honum skyldi detta
í hug, að fólk vildi eiga skifti við hann framar.
Litla drengnum var nú komið fyrir í bosta
fósturskólannm; sem til var í ]iörpinu.
Um haustið fór að bera á heilsuveilu í litla
Karli. Iíann var bæði fölur og magur. Afi
hans tók ekki eftir því, að barninu hnignaði
stöðugt. Annríki Karls kom til af því, að ríkur
maður hafði komið til bæjarins; og varð hann
félagi hans við nýja lánsstofnun. Var aðkomni
maðurinn talinn fyrir, en Karl dró sig til baka.
Þá var það eitt kvöld, að Karl sagði við
dóttur sína, að hann ætlaði að heimsækja Karl
litla á fósturskólanum, Þá tók hann fyrst eft-
ir því, að barnið var orðið mjög fölt og veiklu-
legt. Hann tók líka eftir því, að hann kom ekki
til hans, eins og hann var vanur, heldur forð-
aðist hann, og leitaði sér athvarfs hjá mömmu
sinni.
„Hvað gengur að honum1?" sagði hann.
„Það er komið frain vfir háttatíma ; hann er
syfjaður' ‘.
„Ekki þarf hann að vera hræddur við mig
fvrir ]iað. Hvað Iiefir þú sagt honum?“
„Alls ekki neitt, pabbi; þú veist, að honum
hefir alltaf þótt fjarska vænt um ]iig“.
.,Já, ég hélt að svo væri“.
Framhald.