Unga Ísland - 01.02.1933, Qupperneq 15
UNGA ÍSLAND
27
Stærsti hraunhellir á Suðurlandi.
Raufarhólshellir í Ölfusi.
Myncl úr Raufarhólshelli, tekin af,Jóni Víðis,
er fór í hellinn ásamt starfsfólki Vegamála-
skrifstofunnar í fyrravor. Mynd þessi birt-
ist í Fálkanum L júlí 1932, ásamt stuttri
frásögn. —
Einhver einkennilegustu og skemmti-
legustu fyrirbrigðin í náttúru íslands
eru hraunhellarnir; þessir dimmu und-
irjarðarsalir, sem æfintýri og þjóðsög-
llr oft á tíðum eru knýttar við.
Allir kannast við stærstu hella lands-
ifls, Surtshelli og Víðgelmi, en það eru
otrúlega fáir sunnlendingar, sem kann-
ast við, eða hafa komið í stærsta hell-
Jnn hér sunnanlands: Raufarhólshelli í
Ölfusi.
I fyrravor fórum við nokkrir skátar
héðan úr Reykjavík, um eina helgi til
að skoða Raufarhólshelli og langar mig
til að fræða aðra um hellinn og hvernig
best er að komast þangað.
Raufarhólshellir er í Eldborgarhrauni
skammt frá bænum Vindheimum í Ölf-
usi. Ef farið er í bílum frá Reykjavík,
er því bezt að fara sem leið liggur aust-
ur í Ölfus og að þessum bæ, því þaðan
er aðeins hálftíma gangur í hellinn.
Vissara er að spyrja vel til vegar á Vind-
heimum, því hellirinn er ekki auðfundinn
fyrir ókunnuga. Þeir, sem vanir eru að
ferðast eftir landabréfum, munu þó geta
fundið hellinn tilsagnarlaust, ef þeir
hafa með sér hinn nýja uppdrátt Her-