Unga Ísland - 01.02.1933, Side 16

Unga Ísland - 01.02.1933, Side 16
28 UNGA ÍSLÁND foringjaráðsins af S.-V.-landi; þar er hellirinn greinilega merktur. Veyndar ætti enginn að fara svo í ferðalag, að hann hefði ekki með sér hin ágætu landa- bréf Herforingjaráðsins. Aðra leið má og fara að hellinum. Þá er farið í bílum að Kolviðarhól eða Hveradölum og svo gengið þaðan um Lágaskarð og til suð- Skátar við minnið á Raufarhólshelli. austurs út í Eldborgarhraun. Leiðin frá Hveradölum og að hellinum er um 10 km. Báðar þessar leiðir eru bráð- skemmtilegar og ekki hvað síst hin síðar- nefnda. Þeim, sem fara þessa síðar- nefndu leið, vil ég og benda á, að til þess að þurfa ekki að ganga alveg sömu leið til baka frá hellinum, er mjög skemmti- legt að ganga lítið eitt vestar og um hin svonefndu Þrengsli, það lengir leiðina lítið, en gerir ferðalagið að mun til- breytingameira. Þá sjá menn og um leið hið fyrirhugaða vegstæði nýja þjóð- vegarins austur, því hann á að liggja í gegnum Þrengslin, fram með Raufar- hólshelli og þaðan niður í Ölfusið. Hellirinn dregur nafn sitt af hól nokkrum skammt þar frá, sem Raufar- hóll nefnist. Grasigróin lág liggur að hell- ismunnanum, og gengur hellirinn ofan í hraunið, úr norðurenda lágarinnar. Rauf- arhólshellir mun vera nokkuð á annan Km á lengd. Víðast hvar er hátt undir loft í hellinum og fagrar hvelfingar sumstaðar. Afhellar eru nokkrir en ekki töldum 'við þá. Það skemmtilegasta, sem er að sjá í helli þessum, eru íssúl- urnar, sem standa á víð og dreif um hann. Þær eru gildar og margar um mannhæðar háar og gætu verið verðir hinna huldu vætta, sem hellinn byggja. Við bárum allir ljós, og þótti okkur fag- urt og tignarlegt að sjá ljósgeislana glitra á íssúlunum. Þegar líður á sum- arið, minka súlur þessar mikið vegna hitans. Hellirinn er því miður ekki greiðfær, stórgrýti og urð þekur botninn og verð- ur því að gæta hinnar mestu varúðar þegar í hann er gengið. Einkum er nauð- syniegt að hafa góð ljós (vasaljós og kerti) og vera vel skóaður, því vei þeim, sem hætta sér á lágum götuskóm í slík- ar göngur, því þeir munu misstíga sig og fótbrjóta. Eins og áður er minnst á, heitir hraun það, sem Raufarhólshellir er í, Eld- borgarhraun. Ufn það segir Þorvaldur Thoroddsen meðal annars í bók sinni, Lýsing íslands, 2. b. bls. 129: „Ýms líkindi eru til þess, að þetta hraun sé það, sem getið er um að hafi runnið árið 1000, þegar kristni var lög- tekin á íslandi. „Þá kom maðr laup- andi, ok sagði, at jarðeldr var upp kom- inn í Ölfusi, og mundi hann laupa á bæ Þórodds goða. Þá tóku heiðnir menn til orðs: „eigi er undr í at guðin reiðist töl- um slíkum“. Þá mælti Snorri goði: „Um hvat reiddust guðin þá, er hér brann raunit, er nú stöndum vér á?“ Áður var það ætlun manna, að það hefði verið Þurárhraun, sem þá myndaðist, en hitt er líklegra, að það hafi einmitt verið Eldborgarhraun, sem þá brann“.

x

Unga Ísland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.