Unga Ísland - 01.08.1933, Blaðsíða 5

Unga Ísland - 01.08.1933, Blaðsíða 5
UNGA ÍSLAND 113 Nú barst fregnin um meðal allra sem unnu þarna á stöðinni. Allir vildu sjá litlu eggja-mömmuna. öllum fannst, að eitthvað ætti að gera fyrir hana. Það mætti ekki senda vagninn af stað dag- inn eftir. Sumir höfðu það á orði, að a?ði heimskulegt hefði verið af henni að byggja sér hreiður í vagni, sem var að þjóta úr einum stað í annan. Þá kom einn með þá afsökun, að vorinu áður l.efði rauðbrystingur verpt þarna í vagni, sem stóð þar ónotaður. Yfirmað- urinn hafði þá verið hliðhollur, rekið burtu hrafna og ketti og fengið að láta vagninn bíða ónotaðan, þangað t.l ung- arnir væru f arnir að sjá fyrir sér sjálfir. Nú fannst mönnum líklegt, að þessi eggjamamma væri einmitt sú sama, sem hafði verið þar árinu áður, og kæmi nú af tryggð við staðinn og í fullu trausti um vináttu þeirra sem sáu um stöðina. Vagnstjórinn vissi ekki, hvað hann átti að gera. Hann var hræddur um, að vagnstjóri, sem vill breyta áætlun lest- ar vegna þriggja smáfuglseggja, yrði ekki lengi látinn halda stöðu sinni. Það k'erði vandræðin enn verri, að hann vissi að yfirmaður hans var mesti harðjaxl, seni fylgdi þeiri venju, að segja nei við öllu, sem ekki var lestaferðunum í hag. Eftir langar bollaleggingar sendi vaginstjórinn þó skeyti og sagði yfir- a^anni sínum frá málavöxtum. ,,Við vilj- um fá annan vagn, svo að við getum lát- þennan vagn bíða. Það þarf að gera við hann, hvort sem er“, sagði hann í skeytinu. Nú biðu allir með mikilli óþreyju eft- ir svarinu. Loksins kom það. Og það bar það með sér, að þótt yfirmaðurinn þætti harðjaxl, var hann ekki hjartalaus. — Svarið hljóðaði svo: „Látið vagninn bíða“. Fregnin barst um alla stöðina og vakti mikinn fögnuð. Það væri synd að segja, að ekki væri gert allt, sem hægt var, til þess að hjálpa eggjamömmunni, og allir komu til þess að sjá „einkavagn frúarinnar“, eins og þeir nefndu hann. Uppeldið gekk að óskum. Litlir ung- ar komu úr eggjunum og urðu fleygir og færir og yfirgáfu hreiðrið, svo að hægt var að fara að nota vagninn af tur. Móðirin og börn hennar sátu í trjánum kringum stöðina og sungu fyrir vini sína og þökkuðu þeim kærleiksverkið. III. Iiér er ný og sönn saga frá Englandi. í Lundúnaborg er stór og fallegur garður, með stórri, lygnri á og víðum völlum. Þessi garður heitir Hyde Park. Þar tóku menn eftir því, að í flokki máf- anna var einn, sem var ávallt á eftir, og var seinni að synda en hinir. Þegar bet- ur var aðgætt, kom það í ljós, að már- inn var einfættur. Enginn vissi hvernig hann hafði misst fótinn. En margir kenndu í brjósti um hann og fleygðu til hans molum. Ekki hafði fuglinn verið þarna tvær vikur, þegar hann var orðinn svo gæfur, að hann kom til manna og næstum át úr höndum þeirra. Ekki sleit hann þó félagsskap við hina máfana, en þeir virtust fremur líta með fyrirlitningu til hans, þegar þeir sáu hann vingast við fólkið. Hann skeytti því ekki, og hélt vináttu sinni bæði við menn og fugla. Margir tóku myndir af honum, sem komu svo í blöðunum. Ein þeirra er af honum, sitjandi á sínum eina fæti ofan á hatti á höfði vinar síns.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.