Unga Ísland - 01.08.1933, Side 8

Unga Ísland - 01.08.1933, Side 8
116 UNGA ÍSLAND Sveitapiltur segir frá. Frainhald. ------- Nú vona eg að ykkur skiljist all- ar þessar seremoníur, piltar mínir. — Jeg vona líka að ykkur sé Ijóst, að við verðum aö bera Nonna litla, og bera hann einmitt svona, eins og við gerðum, útafliggjandi, það var hvorttveggja, að hann gat ekki geng- ið, því að svo var hann orðinn mátt- vana af blóðmissinum, og svc hitt annað, að þó að hann hefði kunnað að treysta sér til að ganga einhvern spotta, þá hefði sú reynsla áreiðvn- lega orðið til þess að örfa blóðrásina, og þá hefði eflaust farið að blæða upp á ný. — Að bera hann í fanginu svona langa leið og ógreiðfæra var ógerningur, því að hvernig átti sá, sem bar að sjá vegar síns? Heldur hefði verið tiltök að bera hann á langabaki, en það var sá galli á, að þá mundi hann hafa verið að fá að- svif alltaf öðru hvoru af því að höf- uðið hefði þá borið hærra en kropp- inn. Auk þess er vafasamt, að hann hefði þolað það hnjask og þann hrist- ing, sem því er samfara. — Og svo er enn eitt, hvernig hefði þá farið um særða handlegginn? Nei, þið sjáið það sjálfir, að við áttum einmitt að bera hann á ,,sjúkrabörum“, og svona sjúkrabörur eða þessu líkar ættu piltar að temja sér að búa til á ýms- an hátt og úr ýmsu, því að ekki er nærri ætíð allt við hendina, sem æski- legast væri“. Við spurðum hann þá dálítið ítar- legar um, hvernig farið væri að stöðva blóðrás annars staðar í líkamanum, og fengum þá að vita, að blóðrás á fæti, legg og læri má stöðva msð því að þrýsta þu'malfingrunum, helst báð- um, hvorum ofan á annan, fast á lær- ið ofarlega, rétt uppi undir lærkrika, þar má þrýsta stóru slagæðinni inn að lærbeininu, en átak þarf talsvert, og það svo, að ofætlun er hverjum ungling til lengdar. En þá er gott að grípa til hins ráðsins: leggja stinnan böggul á staðinn, þar sem fingurnir voru áður, og festa hann þar með vafi, þéttingsföstu. Blóðrás frá höfði má stöðva með því, að þrýsta á hálsæðina stóru, þrýsta henni aftur að hálsliðunum. Takið er óþægilegt, af því að svo nærri er barkanum, og auk þess marg- ir taugaþræðir þarna á sama stað, sem þola illa þrýsting. Sje sárið hátt á höfðinu, má mikið draga úr blóð- rás með því að þrýsta á stóra slag- æð, rétt fyrir framan ofanvert eyr- æðina á kjálkabarðinu“. Margt fleira vildi hann hafa sagt okkur, en nú kom bíllinn, sem hafði lofað að taka Nonna litla til læknis- ins. — Og það stóð ekki á því að hann fengi farið. Allir vildu allt gera sem þeir gátu til að hjálpa Nonna. Það varð að ráði, að láta hann liggja þversum í bílnum. á hnjám farþeg- anna, og láta handlegginn í fatlinum snúa frá fanginu á þeim, sem undir honum sátu, en aftur var reynt að styðja sem bezt undir sjúka hand- legginn, til þess að taka af mesta hrist- inginn. Eftir hér um bil 20 mínútna akst- ur komum við svo til læknisins; hann tók okkur ágætlega og hafði orð á því, að það hefði verið vel ráðið, að gera sjer aðvart, því ella mundi hann hafa verið farinn að heiman í sjúkra- vitjun sem fremur hefði mátt bíða en

x

Unga Ísland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.