Unga Ísland - 01.08.1933, Page 11

Unga Ísland - 01.08.1933, Page 11
UNGA ÍSLAND 119 V e s ú v í u s. Hér er mynd af einhverju frægasta eldfjalli í heimi. Það rís yfir 1200 metra hátt í suðaustur af Neapel, hinni undurfögru borg. Fjallið á sér fræga sögu. Á dögum forn-Rómverja virtist það útbrunnið, eða hætt að gjósa. Má til dæmis um það nefna, að útileguamaður einn — Spartakus að nafni — hafðist við í 8'ígnum. Þar hafði hann gott vígi og sá vel til mannaferða. Fyrsta eldgosið, sem við höfum sagnir af, varð árið 79 eftir Krists fæðingu. Auðvitað hefir fjallið gosið óendanlega oft áður, því að það er þann veg til orðið, að eitt gosið hefir hlaðið hraun- og öskulagi ofan á ann- að, þangað til þessi himingnæfandi keila var mynduð. Það var 24. ágúst árið 79, að gos- ið varð. Er enn hægt að lesa lýsingar á gosinu, skrifaðar af sjónarvottum, Pliníusi hinum yngri og Tasítusi. — Pliníus eldri fórst af völdum gossins. Því fylgdi svo mikill kraftur, að þrjár borgir huldust hrauni og ösku á vet- fangi. Borgirnar hétu Pompeii, Her- kúlanum og Stabiæ.

x

Unga Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.