Unga Ísland - 01.08.1933, Side 12

Unga Ísland - 01.08.1933, Side 12
120 UNGA ÍSLAND Nýlega hafa þær verið grafnar upp. Sýnir það sig, að þar hefir margt verið líkt því sem nú er, og fegurðar- smekkur og menning á háu stigi. Þessi voðalega náttúrubylting, sem bráðdrap þúsundir manna og gjör- eyddi borgunum, hefir orðið til þess að hjálpa nútíðarmönnum til að læra að þekkia og skilja líf og háttu Forn- Rómverja. Þegar búið var að grafa ofan að húsunum, sást allt næstum því eins cg það var fyrir gosið. Herbergi, mál- verk á veggjum og öll húsgögn. Þar sem menn voru, hefir hraunið gló- andi, lagst að þeim á alla vegu. Síðan hefir líkamina smám saman leyst í sundur, og eru þar holur, eða auð rúm í hrauninu. Bráðnum málmi hefir ver- ið rennt í þær sumar, og þegar hann er storknaður, og búið er að brjóta grjótið utan af honum, er hann eins og líkneski og lifandi eftirmynd þess manns, sem þarna hefir farist fyrir nálega 2000 árum, og sést kvalasvip- urinn greinilega á andlitinu. Þessu gosi hefir verið öðru vísi háttað en flestum öðrum. Það hefir verið stórvirkara og hraðvirkara en flest önnur. En það var vegna þess, að fjallið rifnaði og féll nokkuð af því yfir borgirnar. — Það eitt gerir manni skiljanlegt, hvernig þessi und- ur skeðu. Önnur Vesúvíus-gos hafa orðið ár- in 203, 472 og 512. Árið 1116 var fjállið orðið skógi- klætt upp á brúnir, og var gígurinn jafnvel vaxirin kjarri, en árið 1631 var þessi fagri gróður snögglega eyði- lagður af gosi. Á 18. og 19. öld urðu yfir fimmtíu gos, og 1906 fórust þar margir menn í voðalegu eldgosi, Um það leyti lækkaði fjallið svo hundruð- um feta skipti, og gjörbreyttist þá útlit þess. Árið 1844 var rannsóknar- stöð stofnuð við rætur fjallsins, og er nú allt athugað, svo sem verða má. Mjög eru hlíðar fjallsins frjósam- ar, eins og eldbrunninn jarðvegur er oft. Þar vex vínviður ágætlega, og er voðinn fljótur að gleymast. Gróður og byggðir færast jafnan upp hlíðarn- ar í spor hinnar miklu eyðileggingar. Tíí íslands. E<) þrái þig, þú móðir mín, þú mold, er ósnert grær; þig fjall, er enginn fótur tróð, þig foss, er dulur hlær, þig alda hafs, er hefir greitt þitt hár inn frjálsi hlær. Inð getið mig þeim fögnuð fyllt, er fáum sálum gefst; því það er í mér eittlivað villt, er æðsta frelsis krefst; við fjallið á ég eitthvað skylt, er upp í blámann hefst. Þú hvika borg, í þinni þröng eg þrái ’inn Ijúfa frið, er fyllist eg við fossa söng, og finn í hafsins nið, er brenna vorkvöld björt og löng og brosir heimur við. Þú leynda afl, þú landsins sál', eg leita á fundinn þinn, því hjá þér eins og barn við brjóst eg besta svölun finn. Eg halla mér að hrauni og teig, sem huldrar móður kinn. Páll Guðmundsson.

x

Unga Ísland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.