Unga Ísland - 01.08.1933, Page 13

Unga Ísland - 01.08.1933, Page 13
UNGA ISLAND 121 Sléttan logar. Niðurl. Þegar eld ber a8, býst bóndi til varnar með heimafólk sitt, og skipar það sér á ystu varnareyðu með stóra sófla í höndum. Skimar nú hver sem betur getur eftir neistum, sem fjúki yfir eyðuna, og þjóta allir þangað, sem neisti hrekkur, eða logandi sprek. Þá berja þeir með sóflunum allt hvað af tekur, uns eldurinn er slökktur. Þykir sú aðferð gefast einna best. Það þykir ákaflega æsandi augna- blik að standa við varnareyðuna, þeg- ar ægilegur eldstraumur kemur brennandi hinum megin. Það verður rokhvasst af súg, þegar eldurinn nálg- ast, og hiti bítur mjög í andlit og hendur varnarmanna, þó að breiðar eyður séu. En skyndilega lægir eld- inn, þegar ekki er meira eldsneyti. Þó ber þáð við, að varnarmenn lúta í lægra haldi. Óviðráðanlegur eldur brýst út hinum megin við eyðuna. Þá er vörnin gefin upp á þeim stað, og hörfað yfir til næstu eyðu, og búist til varnar á ný. Það gegnir mikilli furðu, að sjást skuli nokkurt skógartré á þessum svæðum, sem eldurinn geysar yfir ár eftir ár. En reyndin er sú, að harð- gei'ð og heilbrigð tré þola hann. Þau hafa fellt laufið. tanda ber og nak- in, börkurinn sviðnar og verpist, en tréð sakar ekki. Þetta stafar af því, hve eidinn ber að jaínaði fljótt yfir. Öðru máli gegnir um gömul og deyj- andi tré. Það kviknar í þeim og standa þau eftir .á öskusvceðinu eins og blikandi kyndlar, eftir að eldurinn er farinn hjá. Fjöldinn allur frárri dýra bjargar sér á flótta. En maður- inn verður að neyta vits og kænsku í viðureign sinni við eldinn, ef hann á ekki að bíða bana. Eina ráðið er þá að „brenna á móti“, eins og það er kallað. Þegar maður sér eldinn nálgast, og ekki er undankomu auðið, kveikir hann á eldspýtu og hendir henni eins langt burt frá sér og hann getur. Það lýstur upp eldi, sem breiðist óðfluga út, eins og blek í þerripappír. Áður en eldurinn er orðinn mjög magnað- ur, verður hann að hlaupa logann inn á öskublettinn í miðjunni og troða glæðurnar. — Þessi öskueyja hans stækkar óðfluga. Þegar eldurinn kemur, getur hann verið alveg ró- legur. Honum er borgið. Þegar kveldar lægir oft goluna, sem er á þessum slóðum, og fer þá eldur- inn miklu hægara yfir. Svo segja menn, að það sé sjón, sem seint gleym- ist, að sjá slíka elda að næturlagi. Reykjarmökkurinn sem á daginn er kolsvartur og ófrýnn, verður þá roða- gylltur að neðan, og hæðir og hálsar, sem þarna eru grasi vaxin upp í topp, standa þá kögruð með eldi svo langt, sem augað eygri. Eldbylgjan líður of- an í dalina, fetar sig upp eftir brekk- unum og ljómar á brúnum hæðanna, eins og vafurlogi um æfintýraland. Áður fyrri urðu graseldar oft á vegi járnbrautanna í Rhodesiu, og var þá^venjan sú, ef ekki var sprengiefni í flutningnum, ,,að láta gamminn geysa“. Var þá gluggum lokað, hrað- inn aukinn allt hvað mátti og ekið í gegnum eldinn. En væri nú verið að flytja dynamit til gullnámanna, sem oft bar viðýþá var ekki um annað að gera en flýja svo langt, sem komist varð, og „bruna á móti“ eldinum. Oft

x

Unga Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.