Unga Ísland - 01.08.1933, Blaðsíða 14

Unga Ísland - 01.08.1933, Blaðsíða 14
122 UNGA ÍSLAND urðu slys og manntjón að slíku, en nú er varnareyða, breið og vel hirt með- fram öllum járnbrautum í Rhodesiu. Þegar eldur hefir farið yfir, er land- ið eins og þolsvört eyðimörk. Milljón- ir skorkvikinda hafa farist og, ef til vi 11, orðið tjón á gripum og beitilönd- um. Svo ömurlegt er landið daginn eftir slíkan bruna, að þar myndi flest- um þykja ótrúlegt, að nokkurn tíma framar sæi stingandi strá. En náttúr- an er máttug. Ekki er regntíminn byrj- aður aftur næsta sinn fyrr en grasið þýtur upp. Og skyndilega vefst landið aítur í hávaxið gras og marglitt og ilmandi blómaskrúð, eins og engill lífsins hafi snert það á ný með töfra- sþrota. Sigurður Einarsson. Þessa vísu kvað Stefán G. Stefáns- son, Klettafjallaskáldið, þegar honum varð litið yfir sléttuna nýbrunna: Ás og strýta er ysja dökk, opin víti skjólin. Auga hvítu ofan úr mölclc yggldu gýtur sólin. Landnámsmaðtír Pennsylvaníuríkis í Bandaríkjunum. William Penn var enskur kvekari. Hann nam land í Pennsylvaníu og stofn- að það ríki. Þessi saga er sögð af honum: Eitt sinn var Penn að hvetia mann til að liætta að drekka. Maðurinn sneri sér að honum og sagði: ,,Ef þú getur kennt mér auðvelt ráð til þess, þá skal eg hlusta á þig“. ,,Það get eg“, svaraði kvekarinn. — „Það er eins vandalaust og að opna á sér hendina, vinur minn“. „Sannfærðu mig um það“, sagði hinn. „Og þá lofa eg þér, og legg við dreng- skap minn, að gera eins og þú segir mér“. „Gott og vel, vinur minn“, svaraði Penn. „Þegar þú finnur ílát með áfengi í hendi þinni, þá skalt þú opna hendina áður en ílátið kemur að vörum þínum, og þá drekkur þú aldrei vitið frá þér í'ramar". Þetta hafði þau áhrif á manninn, að hann hætti að drekka. William Penn sýndi hinum rauðu bræðrum mannúð, ekki síður en löndum sínum. Einkunnarorð hans var bróður- ást. Þess vegna nefndi hann höfuðborg ríkisins Philadelphiu (framborið Fíla- delfía), en það þýðir: bróðurást. Á þeim dögum reikuðu Indíánar um slétturnar, og veiddu villidýr, og fiskuðu í ánum. Þá sigldi Penn frá Englandi með þúsund félögum sínum. Þeir komu að mynni Delaware (frb. Delaúer) fljóts- ins, sigldu upp eftir því og stofnuðu borg- ina Philadelphia. — Pennsylvanía þýðir sJcógcr Penns. — Englandskonungur gaf Penn landið, eða réttara sagt, borgaði með því skuld, sem hann var í við föður Penns. — Það hefði veriö auðvelt fyrir Penn, að taka landið þegjandi til eignar; slíkt var þá alsiða. En Penn vildi breyta mannlega við Indíánana, sem áttu þar heima. Hann keypti því landið af þeim. 1 miðri borginni stendur lítið, tvílyft múrsteinshús. Hvert mannsbarn í borg- inni þekkir húsið og þykir vænt um það, af því að það var heimili William Penns. Á öðrum stað í borginni stendur stórt minnismerki. Þar var áður tréð, sem Penn og Icdíánarnir sátu undir, þegar samið var um landkaupin. Sjálft tréð eyðilagðist af eldingu fyrir löngu.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.