Unga Ísland - 01.08.1933, Side 17

Unga Ísland - 01.08.1933, Side 17
UNGA ÍSLAND 125 að taka reglulega á hoiium stóra sín- um. Nýja trefilinn varð hann að hafa um hálsinn, það var svo mikil prýði að honum utan yfir blússunni, bæði með- an hann var í henni, og eins þegar hann var farinn úr henni og búinn að leggja hana snyrtilega frá sér. Kristján var búinn að klæða sig, löngu áður en kafí- ið var tilbúið. Hann var á rölti út úr dyrum inn um þær aftur, alveg eins og eitthvað mikið stæði til. Þegar svo kaff- ið var komið á borðið, var hann ekki lengi að drekka það, og þurfti hann þó að éta vel, því að þeir, sem ætla sér að vinna mikið, mega ekki verða svangir um leið og þeir taka á verki. Hann kvaddi mömmu sína, og lagði svo af stað og stikaði stórum, en hún stóð í dyrunum og bað hann nú að vera hlýð- inn og gera það, sem hann gæti. Allt var kyrrt og hljótt á Norðurhlíð. Kristján sá enga hreyfingu þar, nema reykinn, sem strókaði sig hægt upp úr reykháfnum, og hann heyrði held- ur ekkert nema í hestunum, sem höfðu verið hýstir kvöldið áður, til þess að vera við hendina snemma um morgun- inn. Ekki leið þó á löngu, þangað tii Ólafur kom út á hlaðið, til þess að sjá um, að allt væri nú tilbúið fyrir dagsverkið. Þegar hann sá Kristján, ,,Þetta er nú dugandi drengur, sem er fyrstur til vinnunnar". Kristján steig fram á fótinn og sagði: ,,Ja, mérfinnst við hefðum átt að vera byrjaðir núna, ef það ætti eitthvað að liggja eftir oltkuri kvöld“. Nú fór heldur að fjölga fólkinu á hlaðinu, bæði af heimafólki í Norðurhlíð, sem kom geispandi út, og svo komu bæði karlmenn og konur, og krakkar frá smákotunum í kring. — Ólafur í Norðurhlíð náði í verkfæri og íötur og fékk fólkinu. Pétur, létta- drengurinn í Norðurhlíö, kom út meö hestana, til þess að brynna þeim. Krist- ján var allra minnstur. Hann gætti þess vel, að láta nokkuð á sér bera. Péiur, sem var óþarflega orðhvatur, sagði líka: ,,Nei, hvaða þumalingur er þetta nú; það er bótin, að hann er nokkuð digur“. Kristján varð öskureiður við Pétur, og þótti hann nokkuð montinn. En það skánaði í honum, þegar Ólafur sagði, nærri því í sömu svipan: ,,Það er verkstjórinn minn. Eg treysti þér til þess að gæta vel að því, fyrir mig, Kristján minn, að Pétur og drengirnir svíkist ekki um“. Kristján leit framan í Ólaf, því að hann vissi ekki, nema þetta væri gaman; auðvitað vissi hann vel, að hann var duglegur, en ekki hafði hann þó búist við þessum heiðri. „Er þér alvara, Ólafur?“ ,,Já, mér er alvara að fá þig til þess að gæta að því að þeir svíkist ekki um“. Loks voru allir kornnir, nema .iens á Hvoli, en hann var að silakeppast áfram upp í brekkunni. Kristján kall- aði til hans, og skipaði honum að reyna að komast úr sporunum, og sagði svo við Pétur: ,,Nú skaltu fara að leggja aktýgin á hestana, Pétur“. Tók svo fötuna í hendina og grefilinn á öxlina og hélt síðan af stað út i kartöflugarðinn í fararbroddi og stikaði stórum. Framh. Eldri bróðir: Heldurðu að það sé satt, mamma, að litli bróðir hafi korniö ofan af himnum? Mamma: Já. Eldri bróðir: Það var annars ekki von að englarnir gætu haft þennan hljóðabelg hjá sér.

x

Unga Ísland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.