Unga Ísland - 01.08.1935, Blaðsíða 4

Unga Ísland - 01.08.1935, Blaðsíða 4
Í20 ÚNGA ÍSLANÍ) Ungur sendiboði. (Saga úr þrælastrí'Sinu. Eftir Luis Newcome). Bandaríkin i N.-Ameríku eru, eins og nafn- ið bendir til, mörg ríki i sambandi. Hvert ríki stjórnar sínum sérmálum, en sambandsstjórn- in er í Washington. Þrælahald hafði lengi við- gengist í Suðurríkjunum og var þar leyft með lögum, en bannað í Norðurríkjunum. Arið 1860 var Abraham Lincoln kosinn forseti Bandarikjanna. Hann var mikill mannvinur og andstæður þrælahaldi. Sáu Suðurríkin, að þau yrðu í minnihluta á sambandsþinginu, og ótt- uðust, að þrælahald yrði afnumið. Varð þetta til þess, að Suður-Karólína sagði sig úr lögum við Bandarikin 20. des. 1860, og síðan gripu til sama ráðs II af þeim 15 ríkjum, sem þræla- hald leyfðu. Lincoln taldi, að ekkert ríki gæti sagt sig úr sambandinu án samþykkis sam- bandsþingsins. Gripu Suðurríkin þá til vopna 12. apríl 1861. Hófst þar með borgarastyrj- öld, þrælastríðið, sem lauk með fullnaðarsigri Norðurríkjanna 26. april 1865, og afnámi þrælahalds í Bandaríkjunum. Sagan hér á eftir segir frá 14 ára gömlum dreng, sem þrátt fyrir lágan aldur komst í her Norðurríkjanna í byrjun stríðsins. Hann reit á gamals aldri endurminningar sínar frá stríðs- árunum, og er þetta einn kaflinn. Þegar borgarastyrjöldin hófst, var ég hjá foreldrum mínum í Boston. Ég var söngelskur og söng á helgum í kirkjuhni. Auk þess hafði ég lært að berja bumbu, og lært það vel. Kennari minn var enginn annar en Mr. Patrick Gilmour, færasti maður í borginni á tónlistar sviðinu. Þá var bumbusláttur mjög notaður í hernum í staðinn fyrir lúðraþyt. Mjer var auðvelt að komast að sem bumbu- slagari í herdeild einni, er var á leið til vígstöðvanna, og stóð ekki á öðru en samþykki foreldra minna. Webb hershöfðingi, sem hafði heyrt bumbu- slátt minn, kom þá heim til foreidra minna, og kom því til leiðar, að ég fékk að fara. Og þar við bættist, að hann keypti handa mér spánnýjan einkennisbúning og bauð mér 13 doll- ara í laun á mánuði. Þá var á fáum völ, sem kunnu að berja bumbu, svo að hershöfðinginn fal mér að kenna 24 mönnum þessa list. Ég gleymi aldrei stærilæti mínu hinn sólríka morgun, er við gengum fylktu liði gegnum götur borgarinnar, áleiðis til járnbrautarstöðvarinnar. Fólkið hrópaði til okkar og veifaði með fánum, en ég barði bumbuna af miklu kappi. Við fórum í lestinni til Monroe-vígis í Virginíu, en skömmu síðar vorum við sendir lengra vestur á bóginn. Þar áttum við að stunda heræfingar og gæta herfanga frá Suðurríkjunum. Þótti mér dásamiegt að hlusta á sögur um orustur, sem þeir höfðu lent í. Einn morgun, rétt eftir að skipt var um verði, var ég á leið inn á svæði í herbúðunum, þar sem hers- höfðinginn hafði aðsetur. Allt í einu kvað við skothvellur frá skóginum. Ég skildi þegar, að óvinir væru þur. Það var svo algengt að þeir gerðu áhlaup yfir landamærin. Augnabliki síðar sá ég hóp manna í einkennis- búningi óvinanna. Klæði þeirra voru samlit jörðinni. Þeir þustu gegnum skóginn á eftir einum manni úr liði stjórnarinnar. Hann lagðist fram a i

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.