Unga Ísland - 01.08.1935, Blaðsíða 14
130
UNGA ISLAND
Surgið í hreyflunum var loað eina,
sem rauf kyrðina.
Nú voru átta stundir frá því, að
lagt var af stað og áttu þeir því að
vera komnir norður á heimskautið,
eftir sex hundruð mílna flug. En
norðaustan vindurinn hafði hrakið
þá af leið. Bensínforðinn var nærri
hálfnaður. Það var því nauðsynlegt að
lenda, svo unt væri að finna út, hvar
þeir væru staddir. Á augnablikinu
virtist það því vera alveg dásamlegt
að þeir komu einmitt auga á fyrstu
vökina, er þeim virtist nógu stór fyr-
ir sjóflugvél að lenda á. Klukkan
eitt að morgni hins 22. maí byrjaði
vél Amundsens að lækka flugið, með
hringflugi, til þess að lenda.
Vél Ellsworth kom á eftir. En eft-
ir því, sem þeir lækkuðu flugið meira,
leist þeim ver á lendinguna. Sprung-
an var þakin rekís. Jakarnir voru í
öllum hugsanlegum stellingum. Sum-
ir risu upp á rönd, og ráku trjón-
urnar hver í annan með braki og
brestum. Þannig blasti hinn fyrirhug-
aði lendingarstaður við flugmönnun-
um. Það var ekki útlit fyrir að unnt
væri að komast hjá árekstri. Þannig
fór líka fyrir Ellsworth. Hann lenti
á grunnu lóni, og um leið og vélin
stöðvaðist, fundu þeir félagar að
kominn var leki að henni.
Vélinni var lent við stóran ísjaka.
En er þeir félagar eru að ganga frá
henni, rekur selur upp nefið við hlið
flugvélarinnar. Þetta var einasta lífs-
markið, sem þeir félagar urðu varir
á allri ísauðninni.
En hvar var nú Amundsen?
Þeim kom fyrst til hugar, þegar
þeir sáu hann ekki, að hann hefði
haldið áfram. „Slíkt væri Amundsen
líkt“, sagði Dietrichson. En það var
nú ekki, því að litlu síðar sáu þeir
hvar hann flaug í þriggja mílna hæð.
Hávaðinn frá vélinni bergmálaði í
íshólunum umhverfis. Þetta gat nú
ekki orðið nein afbragðs lending, en
líklega samt betri en hjá Ellsworth.
Enda reyndist svo, því vél hans var
í mjög slæmu ástandi, þegar farið
var að athuga hana: belgurinn var
mikið rifinn og hreyfillinn hálf eyði-
lagður. I fáum orðum sagt; vélin var
eitt flak.
Áhöfnin reyndi að bjarga vél Ells-
worth, enda þótt það virtist ætla að
verða árangurslaust. Fimm dögum
eftir að þeir höfðu flutt allt úr vél-
inni, lögðu þeir sig alla fram til þess
að halda henni á floti, þótt þann veg
liti út, sem það myndi ekki heppnast.
Þeir höfðu naumast ráðrúm til þess
að senda félögum sínum skeyti um
hvernig ástatt væri fyrir þeim, því
grimmefldar íshrannirnar héldu
hópunum aðskildum. Auk þessa var
Dietrichson yfirkominn af snjóblindu.
En þegar útlitið var sem verst, fór
hjól hamingjunnar að snúast þeim í
hag.
Vélarnar rak hvora að annari, svo
að nú var aðeins hálf ensk míla á
milli þeirra. Amundsen sendi þeim
loftskeyti þess efnis, að hann hefði
nú komið vél sinni í sæmilegt lag
og þeir Ellsworth skyldu yfirgefa sína
vél og koma til sín. Úr því sem kom-
ið var, var þetta einasti möguleikinn
og tóku þeir Ellsworth því þennan
kost. Þeir urðu að klöngrast yfir ís-
hrannirnar með hálffrosnum vökum
á milli, En á þessii ferðalagi var Om-