Unga Ísland - 01.08.1935, Blaðsíða 13
UNGA ISLAND
129
gefa Amundsen kost. á styrk til ferð-
arinnar gegn því, að hann fengi að
fara með honum.
Amundsen féllst á þetta.
Einhverju sinni bar saman fund-
um þeirra Ellsworth eldra og Am-
undsens. Segir Ellsworth þá: „Setjum
nú svo, að ég hætti við að styrkja
yður til ferðarinnar. Hvað munduð
þér þá gei*a?“ — „Sama og ég hefi
gert hingað til. Halda áfram undir-
búningnum án hjálpar yðar“, svaraði
Amundsen tafarlaust.
Viðkvæði Amundsens var allt af
þetta: Þegar mest á ríður, kemur
hjálpin. Sama sagði hann, þegar
hann lenti í hættum og örðugleikum
á flugferðum sínum. Ellsworth féll
svar þetta einkar vel. Amundsen fékk
styrkinn og Lincoln Ellsworth fór
með honum til Noregs. Þar fór allur
undirbúningur fram og var ákveðið
að leggja upp frá Spitsbergen.
Eftir að landkönnuðirnir höfðu
eytt löngum tíma til undirbúnings,
sem mest fór í að útvega skip og flug-
vélar til ferðarinnar, lögðu þeir af
stað frá Þrándheimi þ. 9. apríl 1925.
Riiser-Larsen, Dietrichson, Omdal,
Berge ljósmyndari og Green vélfræð-
ingur, fóru á vélskipi með báðar flug-
vélarnar, en Amundsen, Ellsworth,
Torkelsen liðsforingi, Horgen og
fleiri fóru á öðru skipi með Hagerup
sjóliðsforingja.
Við að lesa frásagnir Amundsens
'— þessa óbugandi manns — getur
maður skilið, að hann telur sjóferðina
til Kingsflóa á Spitsbergen kvíðvæn-
iegasta hluta leiðarinnar.
Þegar til Kingsflóa kom, var farið
að setja flugvélarnar saman og und-
irbúa flugið. Þessu lýsir Amundsen
þannig: Eftir 4. maí byrjuðum við.
Ókunnugir öllu og hvíldarlaust unn-
um við í óstöðugri veðráttu hina
stuttu daga. Er ég leit út um glugg-
ann að morgni þess 21. maí, sá ég
að burtfarardagur okkar var kom-
inn. Það var unaðslegt sumarveður
með litlum andvara frá firðinum. —
Þegar klukkan var tíu mínútur yfir
fimm, voru hreyflarnir farnir að
hitna. Nú var lagt af stað, og var
hugmyndin að reyna að halda hóp-
inn. „Velkomnir á morgun“, voru
síðustu orðin, sem Amundsen heyrði.
Flugvélarnar hurfu sem örlitlar agn-
ir í norður.
Amundsen var stjórnandi vélarinn-
ar nr. 25, en loftskeytamaður var
Riiser-Larsen og Feucht var vélstjór-
inn. Lincoln Ellsworth stýrði vélinni
nr. 24 og með honum voru Dietrich-
son loftskeytamaður og Omdal vél-
stjóri. Sex menn alls.
Hér tekur svo Ellsworth við frá-
sögninni. Tvo fyrstu tímana var flog-
ið gegnum þykka þoku og flugið
hækkað upp í 3000 feta hæð. Þá sjá
þeir regnboga, en í gegnum glufu á
þokunni sjá þeir niður á sjóinn..
En svo huldi þokan þá að nýju.
Hið eina, sem þeir sáu eftir það, var
heimskautaísinn, er breiddi úr sér
fyrir augum þeirra, þegar skyggnt
var; það var stærsta ís- og snjóbreið-
an, sem til þessa hafði verið litin af
mannlegu auga.
Hið eina, sem truflaði tilbreyting-
arleysi þessara hvítu auðna, 60 til
70 km. til allra hliða, voru sprung-
urnar í ísnum, er breiddu úr sér eins
og þéttriðið net. Flugvélarnar svifu
yfir íssprungunum með 75 mílna
hraða á klukkustund.