Unga Ísland - 01.08.1935, Page 7

Unga Ísland - 01.08.1935, Page 7
123 UNGA ÍSLAND Lincoln forseti með ráðuneyti sínu að undirskrifa auglýsingu um afnám þrælahalds í Banda- rikjunum. Prá vinstri: Stanton, Chase, Lincoln, Welles, Smith, Leward, Blair og Bates. .jHermaður, vantar yður vagn?“ ®purði svartur ökumaður með keyri í hendi. »Ég þarf að komast til Lincolns forseta", svaraði ég. »Ágætt“, sagði Negrinn. ,,Fáið yð- Ur sæti. Ég skal aka yður alveg heim Hvíta húsinu.“ Rétt á eftir vorum við komnir Þangað. „Heyrið þér, varðmaður", kallaði Negrinn. „Þessi ungi maður ^arf tafarlaust að tala við forset- ann.“ Þá kom til okkar yfirforingi* í full- Urn einkennisbúningi. Negrinn kallaði ^ han's: „Sheirry yfirforingi, hér em ég með ungan mann, sem þarf afarlaust að tala við forsetann." Rg stökk niður úr vagninum, og eRsaði yfirforingjanum að her- mannasið, „Ætlar þú að tala við forsetann?“ spurði hann, auðsjáanlega undrandi. „Já, ég er hér með nokkuð“, svar- aði ég, „sem ég á að afhenda honum sjálfum“. „Það er ágætt“, sagði yfirforing- inn og bauð mér inn. „Ég er Sherry ’yfirforingi í lífverði forsetans" (Ég heilsaði aftur að hermannasið). „En nú er eftir að vita“, hélt yfirforing- inn áfram, „hvort hægt er að ná tali af forsetanum svona snemma dags.“ Við fórum gegnum mörg herbergi og göng, og komum loks í ferhyrnd- an sal, þar sem á að giska 30 manns voru saman komnir. Sumir voru ein- kennisbúnir en aðrir í venjulegum fötum. Það hafa líklega verið blaða- menn. Þá langaði bersýnilega mjög að vita, í hvaða erindum ég væri kom- L

x

Unga Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.