Unga Ísland - 01.08.1935, Síða 8
124
UNGA ÍSLAND
inn. Þeir gátu víst ekki skilið, hvern-
ig yfirforingi í lífverði forsetans gæti
fengið af sér að vísa svona tötraleg-
um dreng inn í sali Hvíta hússins.
Spurningunum rigndi yfir mig: Hvað
væri orðið af skónum mínum. Hvort
ég væri særður. Hvers vegna storkið
blóð væri á treyjunni minni og bux-
unum. Hver spurningin rak aðra.
Yfirforinginn var mjög kurteis, en
virtist ekkert sérlega ánægður, þeg-
ar ég harðneitaði að afhenda hon-
um bréfið til forsetans. Ég stóð á því
fastara en fótunum, að ég yrði sjálf-
ur að skila því í hendur forsetans,
eins og deyjandi félagi hefði falið
mér.
Ég þykist vita, að hann hafi hugs-
að eitthvað á þessa leið: „Hvernig
get ég, sem háttprúður hermaður,
leitt þennan lítilmótlega dreng fram
fyrir sjálfan forseta Bandaríkjanna?
Engar fyrirskipanir hefi ég fengið
þar að lútandi. Og hver getur réttlætt
það með því, að strákurinn hafi
krafist þess?“
Ég sá, að hann leit hvað eftir ann-
að á eina skrámuna á fötum mínum.
Hún var stærst, en stakk annars ekk-
ert verulega í stúf við hina mörgu
bletti, sem dreifðir voru um fötin öll.
Ég skal fúslega viðurkenna, að eng-
in ástæða var til þess, að yfirforingj-
anum fyndist neitt mikið til um mig.
Raddirnar glumdu og suðuðu allt í
kring, en skyndilega varð dauðaþögn.
Ég skildi ekkert í þessu, en þá hljóm-
aði rödd fyrir aftan mig, og ég mun
aldrei gleyma því, sem hún sagði:
„Hvað veldur öllum þessum há-
vaða?“
Enginn svaraði, og jafnvel ekki
Sherry yfirforingi. Ég þóttist sjá, að
röðin væri komin að mér. Ég sneri
mér snöggt við, og stóð þá augliti til
auglitis fyrir framan stærsta mann,
sem ég hefi nokkru sinni séð. Hann
horfði niður á mig. í fyrstu fannst
mér hann líkari hræðu en mennskum
manni. Handleggirnir héngu eins og
slytti á öxlunum, og lubbalegt og úf-
ið höfuðið var einkar hjákátlegt,
þegar hann teygði fram álkuna. En
augun — þau voru svo blíð og vin-
gjarnleg, að ég hikaði ekki eitt and-
artak.
„Eruð þér forseti Bandaríkjanna?“
sagði ég og fór niður í vasa minn
eftir brúna umslaginu með blóðslett-
unum.
„Já, ungi maður“, svaraði hann,
„það er ég, því miður. Hvað get ég
gert fyrir þig?“
Ég rétti honum bréfið. Nú var það
komið í hendur forsetans sjálfs. Full-
ur kvíða og eftirvæntingar nærri
heila viku hafði ég borið það í vasa
mínum, en nú var öllum áhyggjum
af mér létt. Forsetinn horfði á það
með alvörusvip. Svo leit hann upp og
brosti. „Sherry yfirforingi", sagði
hann, „látið varðmennina fara út“.
Ég ætlaði einnig að fara. Ætlunar-
verki mínu var lokið, skjölin voru
komin í réttar hendur. En er ég sneri
til útgöngu, leit hann á mig. „Bíddu“,
sagði hann með hægð.
Þegar varðmennirnir voru komnh'
út, gr'eip Lincoln hönd mína í sinn
stóra hramm og sagði: „Sonur minn,
þér er líklega ekki ljóst, hvað Þu
hefir af hendi leyst“.
„Sherry yfirforingi“, hélt hann a-
fram, „þessi ungi maður hefir f®rt
okkur skýrsluna að vestan“.
Svo veik hann orðum sínum aftur