Unga Ísland - 01.04.1937, Side 15

Unga Ísland - 01.04.1937, Side 15
.57 UNGA ÍSLAND Og þó hafði hann skelfst, þegar kalda mjöllina lagði framan í hann. Hann hafði lent í lifshættu. En er hann hafði bjargast úr henni, lofaði hann guð! Hvi gerði henn það? Hann þráði að lifa! Hann þráði að lifa þrátt fyrir allt. Quð hafði látið hann finna lífsþrána ólga er yljaði hverri taug og stældi til átaka. Nú vissi Gisli iitli loksins, hvers hann fýsti að óska sér. Hann vildi taka nýjum þjáningum, nýjum sorgum, af þvi að það var þó alltaf — lif! Dagurinn leið að kvöldi. Gísli litli gekk fram dalinn — óvenju léttur í spori. Hann nam staðar við beitarhúsin á Felli Þau voru tvö og stóðu á hæð rétt niöur við ána. Hann leit inn í innra húsið. Hurðin var í hálfa gátt. Féð raðaði sér ánægjulegt að garð- anum. Gísli litli hafði alltaf yndi af að horfa é fallegar kindur við jötu. Hann stóð því í leiðslu og starði hugfanginn og reyndi að glöggva sig á fríðasta andlitinu þar inni. Hann tók allt i einu viðbragð; færðí hurð- ina til hliðar og skaust inn í húsið. Féð hrökk hrætt frá og stappaði óþolinmóðlega móti hon- um fótunum. En hann gætti þess ekki. Hann hafði ekki augun af einni ánni. »Jú, víst er það hún GuN, mælti hann i hálf- um hljóðum. »Koluð, ullarsíð, ung skeifhyrnd með breiða svarta rák í hægra horninu. . . . . Vist er það hún . . . . Og markið . . . .« Hann hljóp á kind, sem þessi lýsing átti við og þreifaði vandlnga á eyrunum. »Jú . . . lamb- mörkuð . . . hreinmörkuð.« Hann sleppti ánni °g horfði hugsandi á hana. Þetta var kindin, sem hann leitaði að. Og hún var í fénu hans Ara á Felli! Hann hafði þó komið með kindur fram að Gili daginn áður og sagt, að það væri ekki fleira hjá sér. Hafði hann fundið ána síðan? Nei, hún hefði þá verið fannbarin eftir byl- inn. En þó var hún hér! Ætlaði Ari að stela henni? Það lá við, að blóðið í Gisla litla stirðnað við þá hugsun. En hann hratt henni eins fljótt og hún kom. Nei, nei. Það gat ekki verið. Gísla litlafannst sér alltaf hlýna, þegar Ari horfði á hann stóru góðlegu augunum. Hann gat ekki verið tor- tryggin gagnvart honum. En jrekti þá Ari ekki kindurnar sínar? Það hlaut að vera svo. Hann var bara rati! Það var þó alltaf betra en hitt! Svo fór Gisli litli að hugsa um, hvort liann ætti að fara heinr að Felli og segja Ara frá ánni. Nei, nei. Hann gat það ekki. Ari yrði ef til vill vondur, og þá mundi hann berja hann — berja hann óttalega! Gísli litli varð þó sannfærður um, að það væri mesta fjarstæða. Ari var of góður maður, til að níðast á lítilmagnanum. En Gisli litli hafði ekki þrek til, kom sér ekki að því, að tala við hann. Best að eiga sem minnst á hættu! En Jóhann mundi hæða hann — nei, lúberja hann eins og skreið — fyrir hugleysið og ónytjungsskapinn að koma ekki með ána, fyrst hann sá hana. Liklegast væri réttast að taka kindina þegj- andi úr húsinu og fara með hana heim. En þá sæist ef til vill til hans frá bænum á Felli — fjárhúsin blöstu við baðstofuglugganum. Allt var nú snúið! Gísli litli strauk hendinni vandræðalega yfir ennið. Hann mátti ekki standa þarna og færði sig þvi nær dyrunum. Hvað átti hann að gera?

x

Unga Ísland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.