Unga Ísland - 01.04.1937, Síða 9
51
UNGA ÍSLAND
má ekkert skólabarn fara að hátta“.
Hans: .,Þetta var gott að íheyra; eg
er 10 ára, nú má eg vera á fótum til
kl. hálf níu. Mamma vill alltaf að eg
hátti kl. 8, en þá get eg ekki sofnað
strax“.
Hjúkrunark.: ,,Segðu mömmu þinni
bara frá þessari reglu, þá lofar hún
þér líklega að vera lengur á fótum.
En meðal annara orða, þið hafið von-
andi opinn glugga í svefnherbergjum
ykkar. Það er nefnilega miög mikils-
vert fyrir heilsuna, að loftið í her-
bergjunum sem þið sofið í, endurný-
ist. Þið andið frá ykkur lofttegund,
sem nefnist kolsýra. en kolsýran er
skaðleg ef þið andið henni aftur of-
an í lungun, en það er hætta á að svo
verði, ef þið eruð lengi í herbergi,
sem enga loftræstingu hefir. Opnir
gluggar eru ekki hættulegir, síður
en svo. Þið ofkælist ekki þó þið sofið
fyrir nnnum gluggum, sé þess gætt,
að ekki sé dragsúgur í herberginu.
En hvað getið þið sagt mér um, hvern-
ig bið eigið að klæðast?“
Gréta: „Maður á að klæða sig eft-
ir veðráttunni”.
Hjúkrunark..: ,,Já. það er jafn
slæmt að klæða sig of mikið, eins og
að klæða sig of lítið. Séuð þið of
mikið dúðuð. rýrnar hæfileiki húðar-
innar til að halda jafnvægi á líkams-
hitanum. Svo þeim sem of mikið er
klæddur, er fullt eins hætt við ofkæl-
ingu og hinum, sem er léttara búinn.
Þið eigið að klæða ykkur þannig, að
vkkur sé notalega heitt. Á vetrum,
þegar kalt er í veðri, er hlýrra að
vera í ullarbol en silkiskyrtu. Ullin
sýgur líka í sig svitann ef ykkur verð-
ur of heitt. Fötin eiga að vera nægi-
lega víð, svo loftlag sé milli líkamans
og fatsins, það er hlýrra. Þið verðið
að gæta þess að vera ekki vot í fætur
og aldrei megið þið sitja inni í gúmmí-
stígvélum".
Hans: ,,Mig langar að spyrja um,
hvort eg megi koma í skólann, þegar
eg er kvefaður“.
Hjúkrunark.: ,,Ef þú ert hitalaus og
þér finnst þú vera frískur, gerir það
þér ekkert til, þó þú fárir í skólann
með smávegis kvef. En þú verður að
taka tillit til skólasystkina þinna. Þeir
hinir sömu sýklar, sem valda kvefi
hjá þér, geta kannske orsakað diúpt
lungnakvef eða jafnvel lungnabólgu
hjá einhverjum félaga biuna, sem
veilli er. Þess vegna verður þú að muna
að halda fyrir munninn, þegar þú
hóstar eða hnerrar og ekki kyssa aðra
né taka í hönd þeirra eða handfjattla
hluti, sem aðrir þurfa að nota á eftir.
En nú heyri eg að kennarinn er að
koma og ætla eg því að kveðia vkkur
börnin góð. Vona eg að þið munið
eftir því, sem við höfuð talað um, og
farið eftir því, af fremsta megni.
Verið þið blessuð.
Eldspýtnaþraut.
Taktu 3 spýtur burtu, svo að að-
eins verði eftir 5 reitir, allir jafnstór-
ir.
Svar í næsta blaði.
Munið!
Gjalddagi blaðsins var fyrsti apríl sl.