Unga Ísland - 01.04.1937, Blaðsíða 13
55
UNGA ÍSLAND
— Á stóra maísakrinum fyrir austan
musterið. —
— Visaðu mér leiðina. —
Tsao Ling tríttlaði svo hart, að prest-
urinn gat varla fylgst með honum, þótt
hann gengi eins hratt og síði kyrtillinn
leyfði. Þegar hann nálgaðist akurinn,
hvarf Tsao Ling skyndilega.
— Aumingja drengurinn, — hugsaði
presturinn. — Hann áræðir ekki að fylgja
mér allaleið. —
En í sama vetfangi fékk hann annað
að hugsa. Þvi að þar — spölkorn inni
á akrinum — sá hann líkneski regnguðs-
ins gnæfa yfir kornið.
Presturinn féll á kné og laut með
andlitið alveg að jörðu. í þeirri stell-
ingu lá hann í nokkrar minútur, þar til
hann áræddi að líta upp aftur
Hvað er þetta? Hreyfðist líkneskið? —
Jú, það var ekki um að villast líkneskið
fjarlægðist.
Presturinn stóð sem steini lostinn. Og
hann vissi ekki, hvernig hann átti að
skýra þetta kynlega fyrirbrigði. Hann gat
alls ekki gert sér grein fyrir, hvernig á
þessu stóð. Var nú komið lif í dautt lík-
neskið . . .. eða. . . .
Hann hafði aldrei vitað slíkt koma
tyrir áður.
Að lokum ákvað hann að ganga inn í
kornið og athuga þetta nánar. En hversu
mikið, sem hann hraðaði sér, nálgaðist
hann líkneskið ekkert.
Og skyndilega hvarf það! það leit
helst út fyrir, að það hefði sokkið í jörðu.
Presturinn nam staðar og starði í þá
átt, sem hann hafði séð það. Skyldi það
ekki koma í ljós aftur.
Nei. —
I stað þess gerði annað vart við sig.
Hann fékk þungt högg yfir bakið, og
heyrði dreng segja reiði lega fyrir aftan
sig.
— Þjófurinn þinn! Hvað ert þú að
gera á maísakri föður míns? —
Presturinn snéri sér reiður að Lao
Wang.
— Þjófur! Ég — ég er enginn þjófur!
Ég er æðsti prestur musterisins! —
— Það getur vel verið, — svaraði
Lao Wang öruggur. — En hvað ert þú
þá að gera hér? Þú skallt nú fylgja mér
heim til föður míns. Svo getur þú sagt
honum erindi þitt. —
Presturinn andmælti og ógnaði Lao
Wang með öllum hugsanlegum ógæfu-
hótunum. En það gagnaði ekkert. Qadda-
kylfan í hendi Lao Wang leit geigvæn-
lega út, og presturinn neyddist til þess
að fylgja honum heirn að bænum. Faðir
Lao Wang varð mjög forviða, þegar
hann sá, hvern hann hafði tekið til
fanga.
Lao Wang fann hjá sér óttablandna
lotningu fyrir prestinum — hann var
raunar þjónn musterisins. Þrátt fyrir það
gat hann ekki stillt sig um að henda
gaman að aðstöðu hans — presturinn
rekinn burtu með gaddakylfu!
Presturinn skammaðist, sín og þegar
hann sá efann í andlitum áheyrendanna,
bað hann þá að koma með sér til must-
erisins.
Presturinn skýrði frá æfintýri sínu . . .
um ókunna drenginn — nafni hans hafði
hann gleymt . . . um líkneskið á akr-
inum. . . .
Lao Wang og faðir hans fóru með
honum. En þegar þeir komu í musterið,
og sáu að regnguðinn stóð á sinum stað
varð presturinn svo undarlega þögull.
Og þegar Lao Wang og faðir hans
lögðu af stað heimleiðis, var faðirinn