Unga Ísland - 01.01.1938, Blaðsíða 15

Unga Ísland - 01.01.1938, Blaðsíða 15
VNGA ÍSLAND 9 drenginn, sem ætti heima í Reykjavík. En Ólafur á Hamri sagðist, í hennar sporum, mundu ekki telja það eftir sér, að fara til Reykjavíkur og sjá þetta eina barnabarn sitt. Nóga hefði hún pen- ingana. Þá var henni nóg boðið: — Jæja, Guð hjálpi þér, Ólafur minn, að tala svona; það er nú, held ég, úti mín makt, sagði hún. Þegar Sigga litla kom fram í eldhús- ið, eftir að gestirnir fóru, varð hún ekki lítið hissa á því, að sjá stór tár renna niður kinnarnar á Gunnsu frænku, þar sem hún stóð við uppþvotta balann. — Sigga vissi strax, að Gunnsu mundi þykja það svona leiðinlegt, að hafa svona stóra kúlu á hálsinum. Hún gekk þess vegna til hennar og sagði í sínum blíðasta málrómi: — Gunnsa mín, þetta gerir ekkert til; þú ert alveg jafngóð fyrir þessu. En Gunnsa bara saug upp í nefið og annaðhvort heyrði ekki eða vildi ekki heyra. En svo sagði hún þó: — Æ, stelpa, farðu og láttu mig í friði; ég er, hvort eð er, vönust því, að ekkert sé um mig skeytt. Svo var þá þessi dagur bráðum á enda. En um kvöldið, þegar Sigga átti að fara að lesa bænirnar sínar, hvíslaði hún að mömrnu sinni: — Mamma, vegna hvers er svona stór kúla á henni Gunnsu frænku? ■— Uss, hvað ertu að bulla, barn; blessuð, láttu ekki nokkurn mann heyra þessa vitleysu. — Jú, en mamma, segðu mér það. — Hérna, sko, undir hökunni á henni. ‘ ÞaS er« bara barkakýlið á mann- eskjunni. Það hafa allir svoleiðis. Láttu ekki svona; farðu að lesa bænirnar þín- ar og sofa. Gerðu athuganir og skrásettu þær. Eg hefi sannfært mig um það, að börn og unglingar gera minna en skyldi að því að bera á sér vasabækur og blý- ant og skrifa þar hjá sér til minnis ým- islegt, er fyrir kemur í daglegu lífi. í upphafi hinnar almennu ritaldar, þ. e. í byrjun 20. aldarinnar, er skrift- in átti að heita orðin almenningseign, kepptist hver drengur um að eignast vasabók og blýant, og „á þeim góðu og gömlu dögum“ voru þær áreiðanlega notaðar út í ystu æsar. Nú er grunur minn sá, að áhuginn fyrir vasabókinni og blýantinum sé í rénun, og er það illa farið. Með útgáfu Almanaks skólabarna hugðist ég m. a. að hlúa að og glæða athyglisgáfuna með því að birta í því ýmsar töflur, þar sem eigendunum var ætlað rita inn á athuganir, er þeir gerðu í sambandi við íþróttaiðkanir, fróðleik um jurtir og dýr o. fl. þess háttar. Ég veit að þetta hefir verið vel séð af mörg- um, og einmitt þess vegna verður hald- ið áfram útgáfu almanaksins. Sá, sem ungur temur sér að skrásetja í stuttu og skýru máli það nýstárleg- asta og markverðasta, er fyrir augun ber, fær ómetanlega æfingu og leikni, sem hinn fer á mis við, er nennir því ekki. Sigga varð að hlýða, enda þótt þetta væri ekki á nokkurn hátt fullnægjandi svar. — Svo lagðist mild haustnótt með rökkri sínu yfir haf og hauður, þögul og dular- full, eins og hið ókomna. Frh.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.