Unga Ísland - 01.01.1938, Blaðsíða 17

Unga Ísland - 01.01.1938, Blaðsíða 17
UNGA ÍSLAND 1 ekki skyggt á. Þegar við komum niður á Skessusæti, sagðist húsmóðir mín aldrei hafa séð svona fallegt. Þetta var í fyrsta sinni, sem hún hafði komið upp á Skarðsheiði, en samt er hún búin að búa þar í grennd í 11 ár. Hún sagðist vilja, að hún mætti vera að fara þang- að á hverjum degi. Svo héldum við heim. Ferðin gekk vel. Við lögðum af stað ldukkan 10 árdegis og komum klukkan 9 um kvöldið. Á heimleiðinni námum við einu sinni staðar til að tína ber. Ég kveið fyrir, þegar ég kæmi heim, því þá átti ég að fara að sækja kýrnar. En þegar heim kom, voru kýrn- ar alveg heima undir og búnar að róta úr heysátum, sem við geymdum fyrir mann á næsta bæ. En það var lítið ver- ið að hugsa um það, bara að koma kún- um heim. Við höfðum hest að láni frá næs1;a bæ og ég átti að fara með hann. Það þótti mér verst, því að ég var svo myrkfælinn. Samt varð ég að gera það. Ég reið í spretti báðar leiðir, en samt var mér bannað það, því hestarnir voru þreyttir. En ég skeytti því engu, því myrkfælnin greip mig, svo ég þorði ekki að líta til hliðar, hvað þá heldur aftur fyrir mig. Þegar ég kom inn eft- ir, mætti ég fólkinu við hliðið, það var sjálft að koma úr skemmtiferð. Ég skil- aði þakklæti fyrir lánið og lagði af stað undir eins heim- á leið. Þegar ég kom heim lét ég hestinn of- an á engi og fór svo heim. Svo gengum yið öll til hvíldar, en þessi ferð var um- talsefni marga daga á eftir. Eyjólfur Ingjaldsson. Tvær unglingabækur. Á hverju hausti, og fram undir jól, berst mikill fjöldi barnabóka á íslenska bókamark- aðinn, — auk kennslubókanna, — og tiltölu- lega miklu meira en af öðrum bókum. Og svo er þessi bókmenntaf'okkur nú orðinn um- fangsmikill, að erfitt fer að verða að velja úr, þegar menn vilja fá það besta handa börn- um sínum og unglingum. Langflestar eru þess- ar unglingabækur þýddar af erlendum tungu- málum og eru bókmenntirnar því rnjög mis- litar og margbreytilegar, og þá eru sjálfar þýðingarnar ekki síður ærið mislitar. Þarft verk hygg’ ég því að það væri, ef ritdómarar blaðanna vildu sinna þessum bókmenntum meira en þeir gera, og reyna að leiðbeina fólki samviskusamlega um val á barnabókum, 1 svo að helst yrði keypt það, sem heilnæmast er og vandvirknislegast ritað og' þýtt á ís- lenska tungu, fyrir börn og unglinga. Ég verð aldrei svo gamall, að ég hafi ekki gaman af að hnýsast í barnabækur. Auðvitað sé ég þó ekki nema fátt eitt af því, sem kem- ur á markaðinn af slikum bókum, en mig langar til, í þetta sinn, að benda á tvær nýj- ar bækur, — þó að ég sé ekki ritdómari, — bækur, sem ég hefi verið að lesa þessa dag’- ana, mér til mikillar ánægju. Adam Gowans Whyte: Jör8in okkar og viS. íslensk þýðing eftir Valtý Guðjónsson, kennara. Formáli eftir Árna Friðriksson, mag. 107 bls., með myndum. Þessi bók er rituð á ensku og kom fyrst út 1916, sem safn af sögum, er nefndar voru „Xhe Worlds Stories“. Hlaut hún ágæta rit- dóma og vai'ð mjög vinsæl, svo að síðan hefir hún verið gefin út í nýjum útgáfum, en nokk- uð breytt að formi, og er íslenska útgáfan gerð eftir einni þeirra. Efni bókarinnar er slcipað í kafla, um það, hvernig jörðin varð til, hver var uppruni jurt- anna og' dýranna, um ættartöiu náttúrunnar, hver var fyrsti maðurinn og hver var forfað- ir alls lífsins. Er hér ákaflega mikill fróð- leilcur um stjörnurnar, uppruna og sögu sól- kerfisins, þróun lífsins á jörðu vorri og um

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.