Unga Ísland - 01.01.1939, Blaðsíða 10

Unga Ísland - 01.01.1939, Blaðsíða 10
4 UNGA ÍSLAND Prír vinir. P>ýtt, Mart. Magnússon. Framh. Augnabliki síðar voru Ulrik og Mari- etta a leið frá búóum Tataranna, með gamla manninn milli sin. illjóoiaust læddust þau frá tjöldunum og komust hindrunarlaust nokkrar mílur burt, hulin myrkri náttúrunnar. Vikutíma eftir flóttann komu þau til lítils strandbæjar. Ulrik flýtti sér nið- ur að höfninni til að atiiuga, hvort eKki væru þar norsk skip. Gieði hans verður ekki lýst, ér hann sá norska fánann blakta við hún á einu skipanna. liann fekk ákafan hjartslátt og flýtti sér um borð. Þegar hann steig á þilfarið, varð honum innanbrjósts eins og hann væri þegar kominn heim. „Loksins, loksins!“ hrópaði hann upp yíir sig af gleði. Hann hitti engan um borð, nema skipsdrenginn, sem hann nærri hafði faðmað að sér. Skipshöfnin var í landi, og hana varð Ulrik að finna. Seint og síðar fann hann skipshöfnina í einu veitingahúsinu — og allir voru meira og minna við öl. — Og svo skeði hið liræðilega. Þegar Ulrik bar upp erindi sitt, hlógu þeir bara að honum og trúðu ekki einu orði. Ha, ha, ha! Hann var bara Tatari! Þeir vildu ekki hafa slíkt rusl með sér heim! Það dugði ekkert, þótt hann gréti og bæði svo vel, sem hann gat. Norðmenn- irnir könnuðust við engan Ulrik Löve, sem hafði verið brottnuminn eða týnst. Þeir voru líka frá allt öðrum landshluta en Ulrik. Þeir voru einmitt í þann veginn að sigla heim. Ulrik var í miklum vanda staddur og mjög harmþrunginn, er hann sá þá sigla brott. Hann hafði orðið fyrir hörmulegum vonbrigðum. Hvenær myndi hann kom- ast heim til Noregs, þar sem enginn trúði honum? Hann átti um ekkert að velja. Full- ur örvæntingar hélt hann lengra suð- ur á bóginn, með Mariettu og föður hennar, og varð að afla sér brauðs meö því að sýna listir sínar á markaðs- torgum og þorpurn. Eftir þetta sjáum við Ulrik og Mari- ettu reika stað úr stað með gamla manninn. — Til að afla sér brauós, sýndu þau listir sínar. En nú var það engin þvingun. Þau fengu engin svipu- högg, þótt einhver æfing misheppnað- ist að einhverju leyti, og peningum skiptu þau bróðurlega milli sín. Þann- ig ferðuðust þau þorp úr þorpi og sýndu iistir sínar. Ulrik var orðinn verulega íimuf, og lék ýmsar listir og Marietta dansaði á línu, en gamli maðurinn gekk mn með hattinn sinn og tók á móti aurunum, sem áhorfendurnir guldu með góða skemmtun. Um nætur urðu þau að gera sér að góðu lélegustu herbergin í kránum, en þau tóku þau til þakka og voru glöð og ánægð — nú voru þau að minnsta kosti sínir eigin herrar. Marietta var ávallt góð við Ulrik og honum þótti innilega vænt um hana. Hann sagði henni frá heimili sínu og félögum. Hún hlustaði á hann með kyrrlátu brosi og sagði síðan hlýlega: „Veslings litli Ulrik“. I óvinahöndum. En hvernig hafði nú Niels og Henn- ing gengið eftir að þeir vinirnir skildu við vegamótin?

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.