Unga Ísland - 01.12.1954, Page 5

Unga Ísland - 01.12.1954, Page 5
Skúli Þorsteinsson: M cuninnincf Hljóð við rokkinn oft hún amma sat eða verpti skó og bætti fat. Ég sem lítill drengur læddist þá Ijúfrar ömmu til með barnsins þrá. Amma viltu sögu segja mér, sæll ég hlusta í rökkrinu hjá þér. Alltaf er mér hlýtt við ömmu kné, ótal fagrar myndir þá ég sé. Nálgast óðum jólin, barnið blítt, brosir amma og segir undur þýtt: Ljóssins hátíð lýsir, öllum kær, lífið verður betra, fegurð grær. Sveinninn fagri, guð sem okkur gaf, geisla sendi yfir lönd og haf. Vísir tíðum er til mikils mjór, mundu það og reyndu að verða stór. Gæt þess stöðugt, blessað barnið mitt, boða jólin frið í hjarta þitt? Þú skalt hlusta alltaf eins og nú, ævin mun þá björt og störfin trú. Myndir helgar bezt mér birtust þá, Betlehems á völlum hirða sá, þegar kalda í jötu lagt var lágt lítið barn,,, en treyst á Drottins mátt. Marga sögu sagði amma mér, sögnin fagra um jólin kærust er. Þegar einhver lífsins brestur brú, bezta’ ég sæki þangað von og trú. Jólin koma bæði í kot og höll, Kristur gleður litlu börnin öll. Jólin varða og verma ævislóð, veita gull í minninganna sjóð. UNGA ÍSLAND 4. TBL. 43. ÁRG. 1954 EFNISYFIRLIT: Jólaminning' — eftir Skúla Þorsteinsson (kvæði) ................................ 1 Frá Rauða krossinum — R.K.l. 30 ára. — Henri Dunant og Solferno. — Veiztu það? 2 Þegar myrkrið færist yfir (saga) .......... 3 Frágangur útsagaðra muna .................. 7 Tunglið, tunglið taktu mig — ný íslenzk kvikmynd ............................... 8 Líffærafræði (skrýtinn stíll) ............. 9 Lítil jólasaga............................ 10 Föt á Stínu — á jólunum .................. 11 Verðlaunagetraun ......................... 12 Mynd frá sparifjársöfnun barna ........... 12 Blómakarfa ............................... 13 Kanntu rétt krosssaumsspor? .............. 13 Jólapokar ................................ 14 Hænsnapétur (saga) ....................... 15 Loftskraut úr pappír ..................... 17 Klipptar myndir .......................... 17 „Jólasveinar einn og átta“ ............... 17 Útvarps-opnan. — Framhaldssaaga barnanna. — Hulda ogHelga. — Dagskráin um jólin 18-19 Blaðagrind ............................... 20 Bréfaviðskipti óskast .................... 20 Hús úr pappa ............................. 22 Frímerkjaklúbburinn. •—- Verðlaunasam- keppni (úrslit). — Jólamerki............23 Heimatilbúin kerti ....................... 24 Dægradvöl. — Felumynd. — Hvar búa þau? — Hvaða dýr? — Gátur. — Séð gegnum lófann. — Kanntu að ríma? ............. 25 Töfraveski ............................... 27 Ska-ýtlur á bls............... 7, 11, 14, 17, 24 UNGA ISLAND kemur út annan hvern mán- uð. — Eig.: Rauði kross Islands. — Ritstjórar og útgefendur: Jón Pálsson og Geir Gunnarsson. — Áskriftargjald til áramóta — 4 hefti — kr. 20.00. — Panta má áskrift í sima 80551. Prentsmiðja Guðm. Jóhannssonar. UNGA ÍSLAND 1

x

Unga Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.