Unga Ísland - 01.12.1954, Blaðsíða 16

Unga Ísland - 01.12.1954, Blaðsíða 16
FYRSTI DAGURINN, ÞEGAR SKÓLABÖRNIN SÓTTU SPARIFJÁRBÆKUR SfNAR. Þessi mynd er tekin í afgreiðslu- sal Landsbankans í Reykjavík fyrsta daginn, sem sparifjárbæk- urnar með 10 króna innstæðunni voru afhentar skólabörnunum. Eins og sagt hefur verið frá hér áður áttu öll skólabörn landsins að fá slíka innstæðubók. — Mikið líf og f jör var í bankanum þennan dag, þegar 850 börn sóttu bæk- urnar sínar. Þá voru oft margar hendur á lofti! VERÐLAUNAGETRAUN Meðal hinna f jölmörgu vina Unga íslands eru margir kaupsýslumenn og athafna- menn þjóðarinnar. Nokkrir þeirra senda í þessu hefti jóla- og nýárskveðjur til les- endanna. Nú biður Unga ísland ykkur um að svara tveimur eftirfarandi spurningum: 1. Hvað heldur þú að það séu margar heillaóskir í þessu hefti frá fyrirtækjum í Reykjavík? 2. Hvað margar frá fyrirtækjum í Hafnarfirði? Þrenn verðlaun verða veitt. Fyrstu verð- laun eru 50 krónur, önnur verðlaun 25 krónur og þriðju verðlaun 15 krónur. Ef mörg rétt svör berast, verður dregið um verðlaunin. Svörin þurfa að hafa bor- izt fyrir 25. janúar og mega vera í sama umslagi og lausn krossgátunnar. Lausn á síðustu krossgátu. Þessi börn hlutu verðlaun fyrir rétta lausn á síðustu krossgátu: 1. Rúnar Á. Pétursson (12 ára), Hellu- vaði, Rang. 2. Ólöf Bárðardóttir, Berjaneskoti, Rang. 3. Halldór Kr. Jóhannesson (11 ára), Lönguhlíð, Svarfaðardal. Lausnin er þessi: Lárétt: 1. sá, 3. ári, 5. lá, 7. allan, 10. frú, 12. dá, 14. gnýr, 16. glatt, 17, asi, 18. að. Lóðrétt: 1. sál, 2. ár, 4. ill, 6. álf, 7. alda, 8. arg, 9. núna, 11. friða, 13. át, 15. ýsa, 16. gá. SKRÝTLA. í kennslustund. Kennarinn: „Óli, hvað ertu að lesa?“ Óli: „Það veit ég ekki.‘ Kennarinn: „Nú, það er skrýtið, þú varst að lesa upphátt." Óli: „Já. en ég hlustaði ekki á það.“ 12 SJNGA ISLAND

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.