Unga Ísland - 01.12.1954, Blaðsíða 6

Unga Ísland - 01.12.1954, Blaðsíða 6
Frá Raufta krossénum; Rauði krossinn 30 ára Hinn 10. desember s. 1. átti Rauði kross íslands 30 ára afmæli og var þess minnzt í öllum dagblöðum höfuðstaðarins. Var Sveinn Björnsson forseti helzti hvatamað- ur að stofnun félagsins hér á landi og fyrsti formaður þess. Núverandi formaður er Þorsteinn Scheving Thorsteinsson lyfsali, sem einnig átti sæti í fyrstu stjórninni, en framkvæmdastjóri er Oddur Ólafsson yfir- læknir að Reykjalundi. Starfsemi félagsins hefur verið fjölþætt og fyrst og fremst miðast að því að efla hollustuhætti, hjúkrun sjúkra, fræða al- menning um heilbrigðismál og vera við- búin stórvandræðum. Ennfremur hefur fé- lagið tekið þátt í margs konar hjálparstarf- semi, rekið barnaheimili o. fl. o. fl. Hér verður saga Rauða krossins ekki rakin að sinni. En í sambandi við afmælið skal þess getið, sem okkur mun öllum fagn- aðarefni, að undirbúningur er hafinn að því að taka aftur upp ungliðastarfsemi í barna- skólum. Hafa fræðslumálastjóri og mennta- málaráðherra veitt heimild til þess, að viss- um stundafjölda barnaskólanna verði varið mánaðarlega í því skyni. Væntanlega táknar þetta, að ungliða- starfsemi Rauða krossins verður tekin upp nú á næstunni, enda væri þáð þjóðinni til hneisu, ef við værum eftirbátar annarra frjálsra þjóða í þessu efni. Veiztu það? — að í ungliðadeildum Rauða krossins um allan heim eru 35 milljónir félaga? — að í Bandaríkjunum eru 19 milljónir í ungliðadeildum Rauða krossins? — að í ungliðadeildum Rauða krossins í Noregi eru 14 þúsund meðlimir? Hollen/.k börn á flóöasvæðinu skoða ffjafir frá ung:liðadeil(luni í eðriun löndum. Henrí lunant og Solferno Sumarið 1859 var háð mannskæð orusta við Solferno á Norður-ítalíu, milli Frakka og Sardiníumanna annars vegar og Aust- urríkismanna hins vegar. Svisslendingurinn Henry Dunant var þarna í viðskiptaerind- um. Hann sá hversu hræðilegar þjáningar hermennirnir urðu að þola á vígvellinum, og hvað fólkið, sem þarna bjó, gat lítið gert þeim til hjálpar. Þetta hafði svo mikil áhrif á hann, að þegar heim kom til Sviss, skrifaði hann bókina „Minningar frá Sol- ferno“, þar sem hann af eldmóði miklum hvatti til stofnunar þjóðasamtaka, sem leyfðu sjálfboðaliða við hjúkrunarstörf á stríðstímum, er litið skyldi á sem algerlega hlutlausa í stríðinu. Árið eftir komu svo saman í Sviss fulltrúar frá 254löndum, sem undirskrifuðu samþykkt í samræmi við til- lögur Dunants. Þetta var upphaf Rauða krossins. — að ungliðadeildir Rauða krossins eru starfandi í 46 löndum víðs vegar um heim, og öll þessi lönd hafa sameiginlega stjórn, sem heldur fund árlega og ræðir verkefni deildanna? 2 UNGA ÍSLAND

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.