Unga Ísland - 01.12.1954, Síða 9

Unga Ísland - 01.12.1954, Síða 9
Hvað átti þetta að þýða? hugsaði Finnur undrandi. Ekki dytti neinum í hug að kaupa hálft spil. En nú tók Erlingur frændi líka hálft spil upp úr vasa sínum og lagði það við spilhelming gestsins, og þá litu báðir helmingarnir út eins og heilt spil. Finnur átti bágt með að stilla sig um að hlæja upphátt, því það var svo kjánalegt, að tveir fullorðnir menn skyldu vera að leika sér að einu spili, sem rifið hafði verið í tvennt. „Ég átti ekki von á, að þér kæmuð í dag,“ sagði Erlingur frændi og stakk sínum spil- helmingi í vasanum. „Nei, hann símaði fyrst til mín fyrir klukkutíma,“ svaraði gesturinn og settist á eldhússtólinn. „Hafið þér allt tilbúið? “ Þá gekk Erlingur frændi inn í dagstof- una og kom eftir litla stund með einhver skjöl, sem ókunni maðurinn skoðaði af ákefð. „Það virðist ekkert við þetta að athuga,“ tautaði hann ánægður. „Þetta er einmitt það, sem vinur okkar þarf á að halda.“ „Eruð þér með peningana?“ spurði Erl- ingur frændi, og hann virtist vera eitthvað svo móður. Maðurinn kinnkaði kolli og rétti fram þykkan seðlabunka. Erlingur frændi tók við peningunum og stakk þeim í vasann án þess að telja þá. „Ég geri ráð fyrir, að þetta sé rétt upp- hæð,“ sagði hann aðeins. „Já — fimm þúsund, eins og um var talað,“ svaraði ókunni maðurinn. ÞEIR FÓRU að tala saman í svo lágum hljóðum, að Finnur heyrði ekki orðaskil, og hann sá mikið eftir því, að hafa ekki farið beint heim frá Óla, því hann sá, að það var farið að snjóa talsvert, og auk þess var orðið aldimmt. Mamma var áreið- anlega farin að óttast um hann. Allt í einu fann hann, að hann þurfti að hnerra, og þó að hann berðist af alefli gegn því, gat hann ekki afstýrt því. Hann hnerr- aði — já, þrisvar, — og óðara voru dyrnar fram í eldhúsið opnaðar upp á gátt, og Erlingur frændi kom þjótandi inn. „Finnur! Hvað í ósköpunum ertu að gera hérna? Hvernig komstu hingað inn?“ Erlingur frændi var ljótur á svipinn. Hann var náfölur, og á enninu og efri vör- inni voru svitadropar eins og höfðu verið á pabba, þegar hann fékk botnlangabólg- una og farið var með hann í sjúkrahúsið. Ókunni maðurinn stóð í dyragættinni og var líka mjög reiðilegur á svip, — munn- urinn á honum var aðeins mjótt strik, og Finni fannst ískalt, hart augnaráð hans stingast í gegnum sig. Finnur fór að gráta, því að Erlingur frændi kleip svo fast í öxlina á honum að hann varð utan við sig af hræðslu. Hann þekkti alls ekki hann góða Erling frænda fyrir sama mann. „Hver er þessi drengur?" spurði ókunni maðurinn. Erlingur frændi sleppti Finni, og dreng- urinn hneig niður á gólfið og fór að há- gráta. „Hann er sonur nágrannahjóna minna og vina,“ svaraði Erlingur og þurrkaði sér um ennið. „Faðir hans er samstarfsmaður minn í flotanum." Ókunni maðurinn blístraði, eins og hon- um dytti eitthvað sérstakt í hug, og hann lyfti Finni upp og sagði með allt annarri, næstum vingjarnlegri rödd: „Hættu nú að gráta, vinur minn. Þú, sem ert svo stór strákur. Hvað ertu annars orð- inn gamall?“ „Ég er bráðum sjö ára,“ svaraði Finnur og létti. „Ertu svo gamall?" Maðurinn tók í hönd drengsins og leiddi hann inn í dagstofuna. „Nú skulum við rabba svolítið saman í bróðerni, drengur minn. Hérna er króna handa þér fyrir gotti! Svo þú komst til að heilsa upp á Erling frænda, ha?“ „Já, mér datt það allt í einu í hug,“ svaraði Finnur. „Erlingur frændi á oftast eitthvað gott handa mér.“ „Já, því trúi ég vel,“ sagði ókunni mað- UNGA ISLAND 5

x

Unga Ísland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.