Unga Ísland - 01.12.1954, Side 11

Unga Ísland - 01.12.1954, Side 11
Frágangur útsagaðra muna í síðasta hefti var sagt frá ýmsum grund- vallaratriðum útsögunar. Nú skulum við hins vegar ræða dálítið um frágang allan, eftir að sjálfri útsöguninni er lokið. Það þarf að slípa viðinn vel og vandlega. Fyrst er sagarsárið slípað, bæði göt og all- ar brúnir. Til þess er notaður sandpappír og litlar þjalir, sem sérstaklega eru ætlað- ar til þess (sjá myndina). í staðinn fyrir þjalir má samt oftast nota sandpappír, sem vafinn er utan um blýant eða handprjón; eða þá sem mjóan renning, samanbrotinn eftir endilöngu — einkum í kverkum og annars staðar, þar sem erfitt er að komast að á annan hátt. Loks er svo yfirborðið sjálft slípað. Þegar þessu er lokið, þarf að taka ákvörð- un um, hvort mála eigi hlutinn, bæsa hann eða aðeins lakkbera. Ef þið ætliið að bæsa hann eða mála með vatnslitum, er bezt að vatnsbera fyrst yfirborðið. Það er gert með deigum klút. Þegar raki kemst að kross- viði, þrútnar hann og verður hrjúfur og ósléttur, einkum þar sem æðar eru í viðin- um. Þegar viðurinn hefur þornað aftur, eru þessar ójöfnur slípaðar burt með sandpapp- ír. Að þeim undirbúningi loknum má bæsa eða mála með vatnslitum, án þess að veru- leg hætta sé á, að æðar eða ójöfnur komi fram í viðinum. En ef hluturinn er lakk- borinn, þarf síður að vatnsbera hlutinn á undan. Bæs er duft, sem leyst er upp í heitu vatni. Þegar litarblandan er orðin köld, er hún borin á með pensli. Yfirleitt ætti að nota þunna (daufa) litarblöndu. Flötinn má dekkja betur með annarri yfirferð eða fleirum. Þegar liturinn er orðinn þurr, er lakk borið yfir. Þegar málað er með þunnum vatnslitum, þarf fyrst að loka örsmáum holum, sem eru í viðinum. Viðurinn er gljúpur og drekkur í sig litarlútinn, svo að liturinn nýtur sín ekki vel, nema strokið sé yfir flötinn á undan með þunnu límvatni, bland- að örlitlu af zinkhvítu (málningu). Þegar þetta er orðið þurrt, er málað yfir með vatnslitnum. En beztu litirnir eru svonefndir þekju- litir, sem oft eru seldir í glösum eða smá- krukkum. Með þekjulitum má mála hvern litinn yfir annan og breyta þannig því, sem áður var málað, — ef með þarf. Bezt er að bera lakk yfir á eftir, þá verða litimir skærari og þola betur raka. Ef fallegar æðar eru í viðinum, sem smíðað er út, er oft fallegt að láta þær njóta sín sem bezt og einungis lakkbera hlutinn. En hvað svo sem þið berið á hlutinn, þegar þið hafið sagað hann út, þá er*sú regla algild, að bera ávallt fyrst á sagar- sárið, bæði í götum og á ytri brúnum. SKRÝTLA. Kennslukonan að yfirheyra Sigga: „Hvað nefndist keisarinn í Rússlandi?" „Zar.“ „En drottningin?" „Zarinna." „En börnin þeirra?“ „Sardínur.“ UNGA ÍSLAND 7

x

Unga Ísland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.