Unga Ísland - 01.12.1954, Side 15

Unga Ísland - 01.12.1954, Side 15
„Heyrðu! “ sagði „Svarti örn“. „Hvað heldurðu að Alice segi við þessu?“ Þegar mamma og Alice komu heim, var það heldur en ekki skömmustulegur Skinn- sokkur, sem varð að játa sekt sína, og Alice var óhuggandi yfir missi bangsa síns, sem aldrei framar gat gætt hennar, meðan hún svaf. Tage leið reglulegar sálarkvalir næstu daga. Hann hafði séð nýjan bangsa í búðar- glugga, en hann var óskaplega dýr, — svo dýr, að ef hann átti að kaupa hann fyrir sparipeningana sína, myndi hann ekki eiga neitt afgangs fyrir öðrum jólagjöfum. Hann átti lengi í stríði við sig, þangað til hann tók allt úr sparibyssunni og keypti bangsann handa Alice. ... Og hann, sem hafði hlakkað svo til að kaupa jólagjafir handa þeim öllum! „Pabbi,“ sagði hann kvöld nokkurt rétt fyrir jól, þegar hann kom að bjóða góða nótt, „mér þykir það leiðinlegt, og ég veit líka að ykkur þykir það leiðinlegt, en ég get engar jólagjafir gefið ykkur rnömrnu." Það komu svolitlar viprur um munninn, og hann þurrkaði burt tár með lófanum. Pabbi þrýsti honum að sér. „Jú, þú gefur okkur jólagjöf, drengurinn minn, við fáum þá gjöf að sjá þig bæta fyrir brot þitt. ... Ég veit vel, að þú gerðir það ekki af ásettu ráði, heldur í leik; en þú ollir Alice mikilli sorg. Nú hefurðu glatt hana á ný — og við mamma þín gleðjumst yfir því að sjá, að þú hefur getað gert það, þó að það hafi kostað þig talsverða fórnar- lund — og ég veit líka, að þú finnur með sjálfum þér, að þú hefur gert rétt. ... Það er sem sé fyrst og fremst í því smáa, sem mikilsvert er að gera það rétta, — þá gerir maður það líka í því stóra.“ SKRÝTLA. Móðirin: „Skammastu þín ekki, Siggi! Hvað sagðist ég ætla að gera við þig, ef ég sæi þig fara í sultukrukkuna aftur?“ Siggi: „Það er gott að þú hefur gleymt því, mamma. Ég man það ekki heldur.“ Föt á Stínu Stínu litlu hefur borizt mikið af all» konar fötum. Á jólunum ætlar hún að vera í íslenzkum bún- ingi. Allt skraut er gullsaumað, húfa, borðar, belti 3g skór. Hún fær fagurt hálsmen og armbandsúr. Kristín K. Þorgeirsdóttir, Ytra-Núpi, Vopna- firði (13 ára) sendi Stínu þessa myndarlegu jólagjöf. UNGA ISLAND 11

x

Unga Ísland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.