Unga Ísland - 01.12.1954, Síða 20

Unga Ísland - 01.12.1954, Síða 20
hvar skeiðin væri; og hún varð meira að segja lieiftarlega reið og hótaði mér lög- reglunni, svo að ég varð að lokum ósköp, skelfing hrædd. Ég hélt bara áfram að segja, að ég hefði ekki séð hana og ekki tekið hana. En ég fann það vel, að bæði frúin og allt vinnufólkið hélt áfram að hafa mig grunaða. Ég varð óframfærin og mannfælin og þorði varla að líta framan í neinn, sem ávarpaði mig. Þannig liðu víst nokkrir mánuðir, og ég hafði verið í heimsókn hjá móðursystur minni einn sunnudag, þegar ég átti frí, en ég hafði ekkert minnst á teskeiðina við hana, því ég vissi, að hún myndi taka sér það svo hræðilega nærri. Það voru komnir gestir til Krákuborgar, það var systir frúarinnar og frænka; þær voru ákaflega ríkar, sögðu hinar stúlkum- ar, og þær voru líka alltaf með mikið af skartgripum á sér. Einn daginn höfðu þau öll farið í öku- ferð, börnin höfðu einnig farið með; ég var látin vera að reita arfa á meðan í mat- jurtagarðinum, sem var bak við skrúð- garðinn. En þegar þau komu heim, saknaði ung- frúin, frænka frúarinnar, gullhálsmens með inngreyptum demanti. Hún sagðist hafa tekið það af sér, meðan hún hafði kjóla- skipti, og svo hefði hún gleymt að setja það á öruggan stað, og nú væri það horfið. Það varð óskaplegt uppistand, eins og þú getur nærri, og þegar leitað hafði verið að því lengi vel, féll auðvitað grunurinn á mig. Frúin sagði við mig, að hún hefði sýnt mér miskunn, þegar um teskeiðina var að ræða, en nú yrði ég að meðganga, annars mætti ég eiga von á öllu illu. Ó, það voru skelfilegir dagar, sem ég upplifði þá. Stúlkumar kölluðu mig þjóf, og ein þeirra sagði, að hún hefði séð mig standa við opna gluggann, þar sem háls- menið hafði legið. Það var reyndar alveg satt, því þegar ég kom frá því að borða hádegismat, stóð ég stundarkorn og einblíndi á dásamlegu kjól- ana úr dýrustu efnum, sem hengu á herða- trjám inni í herberginu. Ég hafði aldrei séð svo óumræðilega fallega kjóla fyrr, og mér fannst ekkert athugavert við það, þótt ég leyfði mér að horfa á þá lítið eitt. Og ég sagði líka frá því, hvers vegna ég hefði staðið þarna, en að ég hefði ekki tekið eftir neinni gullhálsfesti. Ó, mikið kvöldu þau mig og píndu. Fötin mín og gamli fatapokinn voru rannsökuð vandlega, en þegar ekkert fannst, fullyrti frúin, að ég hefði auðvitað grafið festina niður á sama stað og ég hefði falið te- skeiðina. Ég varð loks alveg yfirbuguð af örvænt- ingu og grét í sífellu, og þegar liðnir voru nokkrir dagar á þennan hátt, játaði ég að hafa stolið bæði skeiðinni og festinni, bara til þess að fá frið; ég hugsaði, að þá myndu þau sjálfsagt senda mig heim til frænku — og ég vissi, að hún myndi trúa mér. En þá tók sízt betra við, því þá vildu þau láta mig upplýsa, hvar ég hefði falið þýfið; þá mundi ég eftir mógröfunum og sagði, að ég hefði kastað gripunum í þær. Þá loksins var ég látin í friði, en þannig, að það talaði enginn við mig, og allir horfðu á mig eins og ég væri andstyggilegt úrhrak. Frúin sagði einungis við mig, að nú myndi hún skrifa bamavemdarráði, og svo yrði mér áreiðanlega komið fyrir á hæli fyrir vandræðaböm. Ég var orðin alveg sinnu- laus eftir allt, sem á undan var gengið; stundum datt mér í hug að kasta mér í ein- hverja mógröfina, en ég hætti við það, þeg- ar mér varð hugsað til frænku og hvað það myndi hryggja hana. Svo var ég allt í einu send á uppeldis- hæli. Það ar slæmur dagur. Móðursystir kom til að kveðja mig; ó, hvað við grétum báð- ar, — en þegar ég hvíslaði því að henni, að ég hefði engu stolið, klappaði hún mér á kinnina og horfði svo raunamædd á mig, að ég sá, að hún trúði mér ekki, — það þótti mér sárast af öllu. Framhald á bls. 31. 16 UNGA ÍSLAND

x

Unga Ísland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.