Unga Ísland - 01.12.1954, Blaðsíða 21

Unga Ísland - 01.12.1954, Blaðsíða 21
Loftskraut úr pappír Loftskraut (lengjur) úr pappír geta allir útbúið fyrir jólin. Athugið 1. mynd héma til dæmis. Þar er hring og ferhyrning smeygt hvorum innan í annan. Þeir eru tvöfaldir og fastir saman við jaðarinn X. Brjótið pappírinn (t. d. 5x10 sm. að stærð) saman í miðju. Brjót- ið hann svo aftur saman á hinn veginn og teiknið á hann hálfan ferhyrning og hálfan hring (sjá 2. mynd). Gætið þess að klippa ekki mjög nærri horninu, sem merkt er með X. — Notið tvo eða fleiri liti, en æfið ykkur fyrst vel á óvönduðum pappír. Einnig má búa til loftskraut á þennan hátt: Klippið mjóar pappírsræmur (15 sm. langar) og límið endana saman, en smeyg- ið þeim í gegnum næsta hring á undan áður en límt er. Skrýtla. Pétur litli er úti að ganga með móður sinni. Allt í einu kemur útlenzkur sjóliði á móti þeim. Pétur getur ekki orða bundist og segir: „Mamma, er þessi ekki alltof fullorðinn til að ganga í matrósafötum? “ Klipptar myndir Pappírsmyndir af krökkum sem haldast í hendur, er gaman að klippa út úr lituðum pappír og líma lengjurnar saman í hring. Pappírsrenningnr er brotinn saman eins og mynd B sýnir, með alla fleti jafn- breiða. Myndin er svo teiknuð á fremsta flötinn (sjá mynd A) og allar myndirnar klipptar út eftir henni. „Jólasveinar einn og átta,/ Úr kreppappír má búa til litla og skemmtilega jólasveina, til skrauts á jóla- tréð eða jólaborðið. Á myndunum 1—3 sést greinilega, hvem- ig farið er að því. Andlitið er teiknað sér- staklega og það límt á sinn stað. Skeggið má búa til úr baðmull eða ull. Strúthúfu gerið þið eins og sýnt er á bls. 14. Og hendur, háls, mitti og fætur er einfaldast að gera með því að binda með tvinna utan um pappírinn (sjá nánar 3. mynd). UNGA ÍSLAND 17

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.