Unga Ísland - 01.12.1954, Page 22

Unga Ísland - 01.12.1954, Page 22
IJtvarpið: Framhaldssaga barnanna Þórunn Elfa Magnúsdóttir skáldkona les um þessar mundir framhaldssögu í útvarp- ið, sem ætluð er börnum og unglingum. Lesturinn fer fram klukkan sex til hálf sjö á laugardagskvöldum. Til hægðarauka fyrir þá, sem ekki hafa fylgst með sögunni, eða misst meira eða minna úr henni, skal söguþráðurinn rakinn hér nokkuð. Sagan heitir Fossinn og gerist í unaðs- fagurri og friðsælli sveit snemma á öldinni okkar. Segir aðallega frá fólkinu í Fosstúni, afa og ömmu, hjónunum Maríu oð Helga og börnum þeirra, Óla, Huldu og Heiðbrá. Systkynin fá að fara í kaupstaðinn með for- eldrum sínum og þá ber margt nýstárlegt fyrir augu þeirra og eyru. Aldrei hafði þau órað fyrir að slíkt ógrynni leikfanga væri til og þau sáu í Eyrarbúð og heima hjá Halvorsen kaupmanni, í hvíta, skrautlega húsinu hans. Þau komu líka í kofann til Gunnvarar, sem spáði í kristallskúlu og kunni fjarskann allan af sögum. Þau báðu hana fyrir alla muni að koma að Fosstúni, og það gerði hún; en það kom líka annar sumargestur þangað, Sverrir Halvorsen, kaupmannssonurinn. Hann varð mikill vin- ur systkinanna og fylgdi þeim jafnt að vinnu sem leik. Hann byggði með þeim myndarlegan bæ í dalnum þeirra við ána, þar sem hinn sagnkrýndi Gullkistufoss blasti við, fagur og svipmikill. Gamlar sagnir herma, að skipreika menn hafi fólg- ið í helli bak við fossinn kistu með gulli og gersemum. . .. Skrýtla. Fyrsti fermingardrengur: „Hver var þetta, sem þú heilsaðir?“ Annar fermingardrengur: „Æ, það var einhver, sem ég þekkti, þegar ég var barn.“ 18 Hulda og Helga Hérna sjáið þið systurnar Huldu og Helgu (dætur Valtýs Stefánsonar ritstjóra Morgunblaðsins), sem munu sjá um bama- tíma útvarpsins annan í jólum. Dagskráin um jólin Jóladagskrá barnanna verður með svip- uðu sniði og undan farin ár. Á jóladaginn mun Baldur Pálmason annast barnatímann, en systurnar Helga og Hulda sjá um tím- ann annan í jólum. Báða dagana koma jólasveinar í heim- sókn, og margt fleira verður til skemmt- unar. í barnatímunum á 1. og 2. nýársdag verð- ur flutt leikriðið Litli Kláus og Stóri Kláus, en leikstjórnina annast Hildur Kalman. Vegna þess hvað leikritið er langt, verður að skipta því, og seinni hlutinn verður þá fluttur annan í nýári. Þetta leikrit var sýnt við mikla aðsókn og hrifningu í Þjóðleikhúsinu árið 1951. UNGA ÍSLAND

x

Unga Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.