Unga Ísland - 01.12.1954, Side 24

Unga Ísland - 01.12.1954, Side 24
Blaðagrind Hér er skemmtilegt verkefni fyrir drengi að glíma við í jólafríinu, en til þess að þeir geti gert því skil, þurfa þeir bæði að eiga laufsög og útskurðarjárn (flatjám) eða vasahníf. Því miður er ekki unnt — stærðarinnar vegna — að sýna hér hina einstöku hluta í heilu lagi. En það ætti ekki að koma að sök, því þið getið fyrst teiknað annan helminginn upp á gagnsæjan pappír, snúið svo blaðinu við og teiknið sama helminginn fast við hliðina á þeim fyrri. Miðlínan er sýnd með bókstafnum M. — Pappír má gera gagnsæjan með því að bera steinolíu eða saumavélaolíu á hann með tusku. Samsetningargöt eru miðuð við 4 mm. þykkt efni. Af hliðunum A (með drekahausnum) þarf 2 stk., og af fleygnum E þarf 6 stk., en annars aðeins eitt af hverju. Skurðarmyndin (við hliðina á dreka- mynztrinu A) sýnir hvernig grindin er sett saman. Athugið hana vel. Hliðarnar A hallast út frá miðstykkinu C. Þess vegna þurfa hliðarkantarnir á botn- inum B að vera með fláa, sbr. svörtu mynd- ina, sem örin x bendir á. Mjóa stykkið D liggur undir botninum — þvert yfir grindina — í götunum, sem merkt eru með D í stykkjunum A og C. Öll göt fyrir fleygana sex eru merkt með E. Ef þið athugið merkingarnar vel, þá er auðvelt að setja grindina saman. Farið ná- kvæmlega eftir teikningunum, bæði þegar þið teiknið á krossviðinn og sagið út. Skuggarnir, bæði við drekakjaftana, sem bíta í sporðinn, og víðar, tákna, að þar þarf að skera í viðinn. Fyrst er gerð grunn rista, lóðrétt eftir strikunum, og síðan er sniðskorið að botni ristunnar. — Æfið ykk- ur fyrst á krossviðarbút, áður en þið farið að skera í grindina sjálfa. Þegar þið hafið skorið í viðinn þar sem við á, og slípað grindina með sand- pappír, getið þið litað hann eða lakkborið. — í greininni, „Frágangur útsagaðra muna", er talað um litun krossviðar o. fl., og vísast til hennar um endanlegan frá- gang grindarinnar. B réfaviðskipti óskast (Ókeypis birting á nafni, heimilisfangi, aldri og áhugamálum, ef óskað er.) Magnús V. Jónsson, Seljanesi, Reykhóla- sveit, pr. Reykhólar, A.-Barð. Málfríður Erna Sigurðardóttir, Nýlendu, A.-Eyjafjöllum, Rang., við pilt eða stúlku 13—14 ára. Halldór Pálsson, Grund, Reykhólasveit, A.-Barð. Guðbjörg K. Hjörleifsdóttir, Háu-Þverá, Fljótshlíð, Rang., við pilt eða stúlku 14— 16 ára. ASKRIFENDUR UNGA ISLANDS ! Munið að senda árgjaldið sem allra fyrst til UNGA ÍSLANDS, Reykjavík. — Notið póstávísun, það er ódýrast. 20 UNGA ÍSLAND

x

Unga Ísland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.