Unga Ísland - 01.12.1954, Page 26

Unga Ísland - 01.12.1954, Page 26
Hús úr pappa Hér er teikning af húsi, sem auðvelt er að búa til úr þunnum pappa. En það verð- ur að stækka þessa teikningu. Stærðin, sem hér er gefin upp, er hentug á húsi, sem nota mætti fyrir aurabauk handa þeim, sem eru að safna fyrir spari- merkjum í skólunum. Gaflar og hliðar hússins eru í einu lagi. Brot eru gerð eftir slitróttu línunni lóð- réttu. Lím er borið á aukann xl og hann límdur að innanverðu við gaflinn, sem er hægra megin (xl). Aukarnir f jórir undir húsinu eru brotnir eftir láréttu grunnlínunni (fyrir ofan x), og límdir á pappaplötu G (grunninn). Venjulega eru þeir límdir þannig við, að þeir séu fyrir innan veggina. En auðveld- ara er þó fyrir viðvaninga að líma þá nið- ur utan við húsið (sjá litlu myndina G.) í gegnum þakið (Þ) þarf að skera á sex stöðum, eftir stuttu strikunum, sem þar eru. Þegar þakið er látið á húsið, eiga tapp- arnir (T) á hliðum og göflum að koma í gegnum rifurnar. Ef efnið er þykkt, þurfa rifurnar að vera breiðari, (sjá litlu mynd- ina í punktahringnum). Rifa, til þess að stinga aurum í gegnum, er gerð í þakmæninn, (sjá reitinn með skástrikunum). Teiknið og litið hurð og glugga áður en þið setjið húsið saman. Ef þið viljið gera hús með álímdu þaki, eru teiknaðir aukar ofan á veggina og gafl- ana (eins og aukana x). Þeir eru svo brotn- ir inn í húsið, lím borið á og þakið límt við. Með meiri æfingu getið þið gert hús með öðru lagi, en látið gafla og hliðar vera sam- fasta. V/f/mA 7 S.m 33 UNGA ISLAND Ý Vz ~~*~2 Vx-4

x

Unga Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.