Unga Ísland - 01.12.1954, Side 33

Unga Ísland - 01.12.1954, Side 33
fékk Finnur forskot, því svo virtist sem Erlingur frændi hefði meitt sig við bylt- una, eftir því að dæma hvernig hann haltr- aði á eftir. Það var allmikill snjór á ísn- um, en hann var ekki sterkur, og Finni hafði verið stranglega bannað að fara út á hann. Hann mundi samt ekki eftir því þessa stundina, er hann hljóp eins og fæt- ur toguðu með frændann móðann og stynj- andi á hælum sér. Svo heyrði hann brak og bresti, og hátt vein kvað við fyrir aftan hann, en hann þorði ekki að líta við. Hann hljóp og hljóp — alveg blindaður af stóru snjóflyksunum, sem festu sig í augnhárum hans. Hann hljóp þangað til hann steyptist um koll og lá grafkyrr. Hann bjóst á hverju andartaki við að finna ískaldar greipar Erlings frænda læsast um hálsinn á sér. En það gerðist ekkert, og hann stóð upp og hljóp upp að ströndinni, sem hann sá móta fyrir kolsvartri — til hægri við hann. Hjartað hamaðist eins og það væri að springa. Hvað skyldi hafa orðið af Erlingi frænda? Jæja, hann hafði sjálfsagt dottið á ísinn og meitt sig, þegar hann rak upp þetta undarlega hljóð. ... Svo heyrði hann skyndilega rödd Erlings frænda. Finnur heyrði hann æpa upp yfir sig og halda áfram að hljóða, en brátt dró niðri í honum unz hann þagnaði. Finnur hljóp upp í flæðarmálið. Hann þorði ekki að hægja á sér, því hann bjóst sífellt við, að Erlingur frændi kæmi á eftir honum og hindraði hann í því að komast til pabba og mömmu. „Finnur!“ heyrði hann sagt fyrir aftan sig, og hann steyptist fram yfir sig, svo mjög brá honum, en svo heyrði hann, að þetta var pabbi. „Hvað ert þú að gera hérna á þessum tíma dags, drengur minn?“ Svo kom hann til pabba og grúfði sig grátandi upp að einkennisjakka hans. „Ó, pabbi! Erlingur frændi ætlaði að meiða mig, og hann hljóp á eftir mér út á ísinn. ... Hann varð svo reiður, af því að Framhald á bls. 30. --------------------------------- GleSileg jól. Farsælt nýár! BERNH. PETERSEN Hafnarhúsinu Gleöileg jól. Farsælt nýár! SVERRIR BERNHÖFT H.F. Gleðileg jól. Farsælt nýár! VERZLUNIN INGÓLFUR Grettisgötu 86 GleSileg jól. Farsælt nýár! VERZLUNIN EDINBORG Gleðileg jól. Farsælt nýár! VERZLUNIN BEZT Vesturgötu 3 Gleðileg jól. Farsælt nýár! FORDUMBOÐ syeins EGILSSONAR H.F. Gleðileg jól. Farsælt nýár! PÉTUR SNÆLAND H.F. Gleðileg jól. Farsælt nýár! Vélaverkstæði Þ. Jónsson & Co„ Borgartúni 25. GleSileg jól. Farsælt nýár! BÍLABÚÐIN, Brautarholti 22 Gleðileg jól. Farsælt nýár! VERZLUNIN BRYNJA, Laugavegi 29 UNGA ÍSLAND 29

x

Unga Ísland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.