Alþýðublaðið - 30.01.1924, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 30.01.1924, Blaðsíða 2
a Gengisfallið. Svlkamylna. Frá því hefir áður verið sagt hér í blaðlnu, að Danir tóku í haust stórlán, um 5 mllljónir sterlingspunda, í Englandi til >gengisjöfnunar<, sem kallað er. Var stofnaður af því sjóður, sem nota átti til að bæta áhallann, þegar gengi dönsku krónunnar tæki að lækka. Það bar ekki á öðru en að öllum eða fiestöllum kæmi sam- ' an um, að hér væri fundið hið mesta þjóðráð. Raunar hafði ekki alllöngu áður einn af kunn- nstu hagfræðingum Dtna látið sér um munn fara, að það ætti að hengja þann fjármálaráðherra, sem leyfðl sér að taka lán í út- löndum, en annaðhvort hafa Danir ekki tekið mikið mark á þessu eða verið búnir að gleyma því eða enn, að þeim hefir fund- ist, að þessi ummæli ættu að eins við, ef fjármálaráðherra tæki lánið, en ekki eins og þarna var, ríki og bankar í samlögum. Nokk- uð var það, að lánið var tekið, og Danir voru glaðir og öruggir — dálitla stund. Flestra áiit var, að nú væri öllu borgið. En alt f einu skömmu síðar kemur það upp úr kafinu, að danska krónan hríðfellur. Varð þá mikið uppnám og blaðarifr- ildi um orsökina til þessa, en innm skamms höfðn þeir, sem fengið hefir verið álit fyrir fjár- málavit, komið nafni á orsökina, og þá var hún auðvitað það, sem nafnið sagði, en — þá var líka búið að eyða talsverðri fúlgu úr >gengisjöfnunar<-sjóðn- um þrátt fyrir það, þótt >eyðsla< sé bannsungin eigi að eins þar sem hér, heldur og hringinn i kring um allan hnöttinn. Það er nú fullyrt, að hrifn- ingin yfir þessum >gengisráð- stöfunum< Dana hafi fest rætnr hér, svo að íslenzkir ráðamenn hafi trygt sér einhverja hlutdeild i þessu >gengisjöfnunar<-Iáni Dana, en ekki veit sá, er þetta ritar, íullkomin deili á því enn. Það sklftir heldur ekki svo ýkjamiklu máli, Það er annað. sem er meginspurning í þessu >gengisjöfnunar<-efni öllu saman. ALÞYÐUBLAÐIÐ Svo var talið og er yfirleitt ern þrátt fyrir alt moldviðrið, sem þyrlað hefir verið upp á síðustu tímum um gengismálið, að gengi penlnga færi eftlr verzlunarjöfn- uðinum, þ. e. jatnvægi innfluttn- ings og útfiutnings. Ef meira væri fiutt inn en út, lækkaði gengi peninga þess rfkis, sem innflutninginn keypti, og á sama hátt færi á hinn bóginn. Eftir þessari kenningu er auðsætt, að eini vegurinn til að halda uppi gengi er að takmarka innflutn- ing eða auká útflutning. Þegar nú þess er gætt, að peningalán í öðrum löndum er í raun réttri ekkert annað en inn- flutningur á peningum, þá væri óskiijanlegt, hvernig menn hefðu komist út á þá braut að ætla sér að bæta gengi með því, ef sú skýring væri tllefnislans, að þessi,,gengÍ8jöfnunar“-Tcenning sé svikamylna, búin til af penlnga- mönnnm eða réttara sagt þeim, sem þeir launa til að hugsa fyrir sig. Menn vita, að yfírleitt er það té, sem gengur kaupum og söl- um tU láns, eign einstakra manna, sem arðurinn at vinnu verkalýðs- ins í heiminum hefir safnast hjá. Þessir menn lifa með hyski sfnu á vöxtunum af þessu té. Þeim er um að gera, að féð lánlst, svo að vextirnir þverri ekki. Þess eru dæmi, að þeir kosta stórfé til þe8S að koma pening- unum út til láns. í blaðinu í gær var sagt frá því, hvernig keisarastjórnin rúss- □eska skapaði með blaðamútnm almenningsálit sér f hag í Frakk- landi. Með lfknm hætti skapa penlngamenn hvarvetna sér hag- kvæmt álit á fjármálum: Menn hafa hér dýrkeypta reynslu fyrir þvf, hvernig togaraeigendur. stórkaupmenn og stórbændur halda miklum hluta þjóðarinnar f vitleysu árum saman með blöðum sínum, meðan féflettlngin á alþýðu fer íram. Út frá þeirri aðferð má skilja það, hvernig peningamenn, auðborgararýmsra landa, hafa getað með tökum á flestö lum, sem um fjármál rita, komið inn í höfuðin á fólki, að hægt væri að bjarga gengi á þvf að taka lán hjá þeim og flækja stjórnum ríkja viljugum og vitandi eða óviljugum og ó- Afgreiðsla blaðsiDS er í Alþýðuhúsinu við Ingólfsstræti. Sími 988. Auglýsingum só skilað fyrir kl. 8 að kveldinu fyrir útkomudag þang- að eða í prentsmiðjuna Bergstaða- stræti 19 eða í síðasta lagi kl. 10 útkomudaginn. Áskriftargjald 1 króna á mánuði. Auglýsingaverð 1,50 cm. eindálka. Útsölumenn eru beðnir að gera skil afgreiðslunni að minsta kosti ársfjórðungslega. Vepkamalluplnn, blað jafnaðar- manna á Aknreyri, er bezta fréttablaðið af norðlenzku blöðunum. Flytur góðar ritgerðir um itjórnmál og atvinnumál Eemur ót einu »inni i viku. Koitar að eins kr. 6,00 um árið. Gerist áikrif- endur á algreiðilu Alþýðublaðiini. vitandl út f að taka lánin fyrir ríkin, því að með því var hæg- ast að tína vextina upp úr hvers manns vasa. Hafa, eins og dæmin sýna, fjölmargar heilar þjóðir sokkið ofan í djúpt fátæktarböl við þetta, en gróðinn streymt að sama skapi í vasa einstakra auðborgára í háum vöxtum. Svo, þegar erfiðlega gengur með greiðslur, er létt verk að braská svo með gjaldeyri hinnar tál- dregnu, fátæku þjóðar, að góðan gróða megi Ilka hafa á verðfall- inu. Sá gróði er líka peningar. Með þessu, sem hefir verið dregið hér upp f stórum dráttum, er verið að reyna að vekja fólk til umhugsunar um þá hiiðina á peningamálunum, sem frá því snýr, og eítirtekt á þeim sann- indum, að það eru auðborgarar heimsins, sem mannkynið spriklar ráðaláust í klónum á, meðan úr því er sogið bióð og mergur, en ekki neinir >vondir tímar< eða himinfaUnir >örðuglelkar<, sem valda þelrri >kreppu<, sem kveinað er undan dags daglega, Eitt atriði er enn, sem ástæða er til að ræða nokkuð um >{ þessu sambandi<, og verður það 1 gert síðar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.