Alþýðublaðið - 02.02.1924, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 02.02.1924, Blaðsíða 2
3 AL.ÞÍÐUBL.AÐIÐ Gengi „Vísis'í >Vísír< mnn þykjast elga það að Alþýðublaðinu, að það virðl hann svars við greinarkorni því, sem kom í þriðjudagsblaði hans siðast út af gengishugleiðingum Alþýðublaðsins, enda þótt í raun- inni sé tæplega upp á það art- andi, og allir hugsandi menn um þetta mál muni þegar hafa gefið honum góð svor og gild með sjálfum sér. E>rjú eru atriðin, sem >Vísir< víkur áð. Fyrst er það, að >Vísir< hafi sagt, að það væri >eðlilegt<, að íslenzka krónan félli. En hann gleymlr viljandi eða óviljandi að tilfæra ástæðuna íyrir því, — segir að eins, að hún hafi verið >sú, sem í umræddri grein Vísis er vikið að<, en í þessari >um- ræddu< greln var ekkert annað en >vaðall<. Hins vegár sýnir >Vísir< sjálfur íram á það í þess- ari grein, að íslenzk króna hefir ekkl fylgt hinni dönsku nema niður á við fyrr en nú og virð- ist það benda á, að þarna sé ekkl óumflýjanleg nauðsyn á ferðinnl, heldur getl annað kom- ið til greina en gengi dönsku krónunnar. Aðdáanlega Htilþægur er >Vís- ir<, þar sem hann vill telja sér til inntekta, að Alþýðublaðið segi, að það viröist að vísu styðja mál >Vísis<, að bankarnir hafi lækkað sterlingspundið aft- ur. Ef >VÍ8Ír< vill skilja það, að hann vlrðist ekki geta farið með annað en blekkingar, svo, sem hann fari alt af með blekkingar, þá má hann það, en það yæri alveg hliðstætt við þann skiln- ing, sem hann opinberar hér. Annað atriðið er það, að út- gerðarmenn gætu ekki hatt neinn hag af gengislækkun fs- lenzku krónunnar at þvf, að svo að segja allur fiskur frá fyrrá ári sé seldur fyrir nokkru, en hlns vegar séu útgerðarmenn nú að kaupa kol og salt til útgerð- arinnar. Útgerðarmenn virðast eftir þessu nú ekki eins hagsýnir og >Vfsir< hefir stundum haldið fram að þeir væru, ef þeir flytja lnn útlendan gjaldeyri, sem þeir fá fyrir fisk sinn, að eins til þess áð kaupa hann aítur fám dög- um sfðar hærra verði, enda er þetta blekking hjá >Vísi<. Kolln og saítið borga þeir vitanlega með útlenda gjaldeyrinum, og sönnun þess er það, að um það leyti, sem islenzka krónan féll, var lítlð sem ekkert komið tll landsins af andvirði fsfisksins, sem seldur hefir verlð f Eng- landi í hautt. eftir upplýsiogum, sem Alþýðublaðið hefir íenglð og sér ekki ástæðu til að rengja. Hins vegar eru útgerðarmenn vafalaust svo hagsýnir, að þeir vilja heldur grelða skuldlr sfnar hér, þegar þeir fá 33 kr. tyrir steriingspundið, en þegar þeir fá ekki nema 30 kr. Þíiðja atriðlð er það, er >Vís- ir< vill láta ummæll Alþýðu- blaðsins um, að braskarar h«fi leikið sér að þvi að koma fyrir andvirði útfluttrar vöru í öðrum löodum, eiga sérstaklega vlð E>ýzkaland, og nota það til þess að koma sökinni á þessu á jafn- aðarmenn þar. Fyrst er nú|það, að Alþýðublaðið átti ekki sérstak- lega við Þýzkaland. Þetta hefir átt sér stað víðast hvar, þar sem útflutningsverzlun er >frjáls<. En f annan stað er það söguleg blekk- ing, að jafnaðarmenn hefi >ráðið lögum og lofum til skamms tfma< f Þýzkalandi. Hið sanna er, að þar hafa >borgararnir<, sem >Vfsir< kallar svo, lengst af frá ófriðarlokum hsft öll yfirtökin f stjórninni og stjórnað eftir meginreglu >borgaralegs frelsis<, og ástandið þar nú eru ávext- irnir af því, en >Vísir< ætti skllið að fá eitthvað at gengis- gróða fslenzkra >borgara< f verðlaun fyrir söguþekking sfna. Að sfðustu vlll Ajþýðublaðið ráðleggja >Vísi< að vera jafn- fálátur um gengismálið frá eigin brjósti og haqn er vanur að vera, þegar alvörumál alþýðu, eins og kaupgjaldsmál og atvinnubóta mál, eru til umræðu, því að ellá má hann búast við, að gen&i hans fari þverrandi nteðal aj- menoings, þar eð vafasamt er, að burgeisunum komi það geng- ishrun elns þægilega og gengis- hrun fslenzkrsr krónu virðist geta komið þeim, þegar vel stendur á. Styðjið innlendan iðnað. Þetta er máltæki allra innlendra framleiðanda, og sem betur fer, er t>ví oftast gaumur geflnn. En samt líta margir í pyngju sina, þegar um verðmun er að ræða. En viljið þór nú ekbi, lesari góður! Hta í yðar eigin pyDgju og athuga, hvoit þór standist við að borga tvöfalt verð fyrir yðar nauðsyD- legustu fæðutegund og það út úr landinu. Mjólk kostar hór í baen- um 50 — 60 aura pr, lítir eftir gæðum. — En hvað kostar hér útlend mjólk? 1 dós, 16 ounces (453 gr.), inniheldur 1 lítir af meðalfeitri kúamjólk, miðað við, að í dósinni sóu engin önnur efni; en ef mjólkin er blönduð öðrum misjöfnum efnum, eins og oft á sór stað með dósamjólk, verður þeim mun minna af hreinDÍ kúa- mjólk í dósinni. Mjólkurdós þessi, sem inniheld- ur 1 lítir af ómeDgaðri kúamjólk (að eins inndampaðri rösklega til helminga), kostar hór í búðunum 90 aura til krónu. Nú getið þór séð, að með því að kaupa erlenda mjólk í dósum, borgið þér hana ca. helmingi dýr- ari en þér getið fengið hana hór í bænum, framleidda af íslenzkum bændum. — Heiðruðu bæjarbúar 1 fór œttuð ekki að láta sjást á yðar heimili erlenda dósamjólk, meðan innlenda mjólkin er helmingi ódýi ari. — En hana fáið þér ætíð hjá Mjólkurfólagi Reykjavíkur. Kirkjan og verka- Ijöurinn. Eirkjan þarfnast rækllegra endurbóta. (Meginefni úr ræðu eftir P. J. Borgbjejg ritstjóra á fundi >Kristi- legs félagsmála-bandalags< í Kaup- mannahöfn.) fað er ekki hlutverk mitt hér að segja frá hugarfari minu í trú- arefnum nó að skýra afstöðu flokks mins í kirkjumálunum. þó er ekki nema rétt að byrja með því að minnast fám orðum á af-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.