Alþýðublaðið - 02.02.1924, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 02.02.1924, Blaðsíða 3
2LLÞYÐUBLAÐIÐ 3 HJálparstðð hjúkrunarfélags- ins >Líknar< sr ®pin: Mámudaga . . . kl. n—12 f. h. Þriðjudagá ... — 5 — 6 . - Miðvikudaga . . — 3—4 ®. - Föstudaga ... — 5—6 <3. - Laugardaga . . —- 3—4 «. -- Verkamaðurlnn, blað j»fnaðar- manna á Aknreyri, er bezta fréttablaðið af norðlenzku blöðunum. Flytur góðar ritgerðir um itjórnmál og atvinnumál Kemur út einu »inni í viku. Eostar að eins kr. 6,00 um árið. Geriit áekrif- endur á atgreiðilu Alþýðublaðiin*. >Skutull<, blað Alþýðuflokksios á íssfírði, sýnir ljóslega vopnaviðskifti burgeisa pg alþýðu þar vestra. Skutull segir ;það, sem segja þarf. Ritstjóri séra Guðm. Guðmundsson frá Gufudal. Gerist áskrifendur Skutuls frá nýári á afgreiðslu Alþýðublaðsins. Maltextrakt frá ölgerð- Ínni Egill Skallagrímsson er bezt og ódýrast. Bjarnargreifarnir, Kvenhatar- inn og Sú þriðja fást í Tjarnar- götu 5 og hjá bóksölum. Föt eru hreinsuð 0g pressuð fyrir 3 krónur á Laufásveg 20 (kjallaranum). stöðu jafnaðarmannaflokksins. Jafn* aöarmannafiokkurinn telur trúar- brögðin einkamál, skiftir sér ekki af trú flokksmanna og reynir að halda trúarlegum vandamálum utan stjórnmáladeilunnar. Mór hefir frá æsku fundist, að Grundtvig hafi komist réttilega að orði, þegar hann sagði: >Ég tala aldrei um stjórnmál í piédikunarstólnum og prédika aldrei á þingi.< í samræmi við þessa skoðun hefi óg verið framsögumaður flokks mfns í kirkjumálum og jafnan haft það mark fyrir augum að stuðla að friðsamlegum aðskilnaði rikis og kirkju. Takmarkið verður að vera frjáls kirkja, frjáls söfnuður með frjálsri þjóð, og í því virðist mór að allir, sem í alvöru eru kristnir, geti komið sór saman við oss. Rikiskirkjunni hefir oftlega verið misbeitt í stjórnmálabaráttunni. Hér var einu sinni í kosnÍDga- baráttu reynt að blacda kenning- unni um meyjarfæðinguna í deil- una um Vesturheimseyjamálið. Oss tókst, sem betur fór, að af- stýra því. Ríkiskirkjan heflr frá upphafi vega verið fjarska aftur- haldssöm. Hún var lengi á móti afnámi þrælahaidsins vegna oröa biblíunnar um Sem, Kam og Jafet, því að svertingjarnir áttu að vera afkomendur bróðurins, sem bölv- að hafði verið. Meira að segja hefir hún risið upp móti íram- förum í læknislistinni, svo sem til- tölulega lítilli þjáningu við barns- fæðingar, vegna 01 ða biblíunnar um, að konan skuli með þraut fæða börn. Hún befir varið órótt- látt þjóðfólagsskipulag meb mis- beitingu orðanna: >Þvi að fátæka hafið þér ávalt hjá yður<, eina og í þeim lægi, að alt af ættu að vera til fátæklingar. Eitthvað hið Ijótasta, sem ég man eftir, er úr kosningabaráttu, sem ég var við í Hollandi áiið 1879. í stjórnmála- dagblöðunum og á götuhornum var prentað sem fyrirsögn íyrir kosn- ingarauglýsungunum: >Varðveiti5 heilaga skírn ýðar!« í Austur- ríki stjórnar kristilegur þjóðmála- flokkur, sæmilega vel ef til vill frá sjónarmiði alturhaldsins, en breiðir með kristindóms-einkunn- inni yflr stjórnmálastarfsemi, sem gengur í berhögg við frelsisbaráttu verklýðsins. Það verður að vera takmark allra alvarlega trúaðia manna og allra, sem hafa óbeit á £dg«r &ico Buirougha: Sonur Tarzant. ákafur. „Og Lundúnir myndu elska þig. Þú myndir verða fræg fyrir fegurð í sérhverri stórborg Evrópu. Heimurinn myndi lúta að fótum þinum, Meriem!“|3 „Góða nótt,“ svaraði hún og fór. Háttvirtur Morison Baynes tók vindling úr kampungi sinum, kveikti i honum, blés reyknum út i geiminn og glotti. XVIII. KAFLI. Meriem og Bwana stóðu á svölunum daginn eftir, þegar þau sáu mann koma riðandi yflr sléttuna til bæjarins. Bwana skyggði fyrir augun með hendinni og horfði á komumann; hann var hissa. Fáir framandi menn voru i Mið-Afriku. Og hann þekti alla svertingja á stóru svæði. Enginn hvitur maður kom i hundrað milna fjarlægð, svo að Bwana frétti ekki til þeirra löngu áður en þeir komu. Bwana frótti alt um háttu hans, — hvaða dýr hann drap og hve mörg, hvernig hann drap þau, þvi að Bwana leyfði ekki að nota eitur, og hvernig hann fór með pilta sina. Ýmsum Evrópumönnum hafði eftir skipun Englend- ingsins verið snúið aftur til strandarinnar vegna þess, hve illa þeir léku piltana. Og einn, er frægur var orðinn i Evróþu sem veiðimaður og’ hetja, var rekinn alveg burtu og- varaður við að koma aftur til Afriku vegna þess, að Bwana komst að þvi, að fjórtán Ijón, sem hann hreykti sér af, hafði hann drepið á eitri. Vegna þessa virtu allir góðir veiðimenn og svert- jngjar Bwana. Orð hans voru lög á stórum svæöum, þar sem engin lög höfðu áður gilt. Varla var til sá svartur leiðsögumaður, að hann hlýddi ekki fremur oi’ðum hins mikla Bwana en orðum yfirmanna sinna. Þess vegna var svo auðvelt að snúa ófúsugestum aftur; — Bwana hótaði bara að skipa piltum hans að strjúka frá honum. En þarna kom sýnilega einn, sem sloppið hafði frarn hjá. Bwana gat enga hugmynd gert sér um, hver þetta væri, Samkvæmt gestrisnisvenju mætti hann gestinum við hliðið. Hann sá, að komumaður var hár vexti, vel klæddur, um þrítugt eða meira, ljóshærður og skegglaus. Hann kom svo ltunnuglega fyrir sjónir, að Bwana þóttist vis um að geta heilsað honum með nafni, en það brást. Gesturinn var vafalaust af Norðurlöndum; — bæði svipur hans og framburður báru þess vott. Hann var óheflaður i framgöngu, en blátt áfram. Englendingnum leizt vel á hann. Hann var vanur þvi að taka við gestum sinum spurningalaust og lét framferði þeirra um að dæma þá góða eða illa félaga. „Það er fremur sjaldgæft, að hvítur maður kemur án þess, að boð séu komin á undan honum,“ sagði hann, er hann gelík upp traðirnar með gestinum. „Vinir minir, svertingjarnir, halda góðan vörð um okkur." „Það er liklega vegna þess, að ég kom sunnan að,“ svaraði komumaður, „að þú fréttir ekki komu mina. Ég hefl ekki séð þorp marga áfanga." „Þau eru engin sunnan við okkur i margra milna fjarlægð," svaraði Bvana. „Siðan Kovudoo yfirgaf þorp sitt, get óg trúað, að engin þorp sóu nær i þá átt en tvö eða þrjú hundruð milur."

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.