Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1997, Blaðsíða 41
Skýrslur fastanefnda VFÍ 39
takendafjöldi á námskeiðum til kynna að stofnunin væri á góðri siglingu. Formaður EHÍ er
Valdimar K. Jónsson prófessor.
ENSÍM-nefnd VFÍ, TFÍ og SV: ENSÍM-nefndin sér um endurmenntunar- og símenntunar-
mál fyrir þessi félög sameiginlega og er jafnframt í forsvari gagnvart Endurmenntunar-
stofnun. I kjölfar endurnýjaðrar þátttöku í menntamálanefnd tók Jón Vilhjálmsson, formaður
ENSÍM, við sæti VFÍ í stjórn EHÍ af formanni MVFÍ.
Sammennt: Aðalfundur Sammenntar var haldinn í desember en síðasta starfsár var jafn-
framt fyrsta ár Leonardó-starfsmenntaáætlunarinnar.
Sammennt annast Evrópu- og alþjóðasamskipti á sviði vísinda- og menntamála m.a. á
vegum Landsskrifstofu Leonardó og Kynningarmiðstöðvar Evrópurannsókna. Nefndin
hefur unnið að greiningu á menntunarþörfum atvinnulífsins m.a. með kortlagningu á færni-
kröfum starfa ófaglærðra, þörf iðnaðarins fyrir þekkingu, umfang símenntunar í atvinnu-
lífinu og með almennri lýsingu á starfsmenntun á Islandi.
Formaður MVFÍ er fulltrúi VFI í Sammennt. Formaður Sammenntar er Sigmundur Guð-
bjarnason prófessor. Ársskýrsla Sammenntar liggur frammi á skrifstofu VFI.
Islandsnefnd FEANI: Tæknifræðingafélagið hefur gegnt formennsku í nefndinni síðustu tvö
árin. I nóvember sl. tók VFI við formennskunni og verður Guðleifur M. Kristmundsson for-
maður til haustsins 1998. Aðrir í nel'ndinni eru Eiríkur Þorbjörnsson, Jóhannes Benediktsson
og Páll Á. Jónsson fyrir TFÍ og Oddur B. Björnsson og Sigurður Brynjólfsson fyrir VFI.
Oddur tók auk þess við af Jóni Vilhjálmssyni sem formaður eftirlitsnefndar FEANI á Islandi.
Ársfundur FEANI var haldinn á Mallorca í september 1996. Eiríkur Þorbjörnsson sótti
fundinn og er vísað til skýrslu hans.
VT-nefnd um framtíð tæknimenntunar: Nefndin var skipuð af menntamálaráðherra í
september 1995 og átti að starfa í eitt ár. í henni áttu sæti Björn Kristinsson, HÍ, Guðbrandur
Steinþórsson, TÍ, Guðleifur M. Kristmundsson, VFÍ, Páll Á. Jónsson, TFÍ, og Þorsteinn
Helgason sem jafnframt var formaður. Nefndin átti að kanna fyrirkomulag og framkvæmd
kennslu í verkfræði og tæknifræði á háskólastigi og gera tillögur um samræmingu og sam-
vinnu stofnana á þessu sviði með aukna skilvirkni og hagræðingu fyrir augum.
Frá aprílbyrjun og fram í september fundaði nefndin ekkert vegna ágreinings milli full-
trúa HI í nefndinni og annarra nefndarmanna. Fulltrúar TÍ, TFÍ og VFÍ skiluðu meirihluta-
áliti til formanns nefndarinnar í janúar 1997, sem viðauka við skýrslu formanns, en for-
maðurinn hafði í lok febrúar enn ekki skilað skýrslu sinni til ráðuneytisins.
Því miður varð lítill árangur af störfum nefndarinnar þar sem snemma varð ljóst að full-
trúi HÍ í nefndinni sýndi lítinn samstarfsvilja og stóð beinlínis f vegi fyrir því að starf nefnd-
arinnar gæti skilað árangri. Að öðru leyti vísast í skýrslu formanns nefndarinnar.
Fjárhagsáætlun Menntamálanefndar 1995: Menntamálanefnd óskar eftir að fá aðgang að
rekstrarfé til þeirra verkefna sem nefndin annast fyrir félagið, samkvæmt eftirfarandi
viðmiðunartölum: Erlent samstarf kr. 150.000, fundir og gagnaöflun kr. 50.000 og aðkeypl
vinna kr. 50.000. Áætluð fjárþörf er því alls kr. 250.000.