Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1997, Blaðsíða 48
46 Félagsmál VFÍ/TFÍ
til mikils trafala í starfi Orðanefndar hve mjög skortir íslensk íðorð með skilgreiningum í
undirstöðugreinunum. Nefndin þarf því oft að fara út fyrir eiginlegt verksvið sitt og bæta við
orðum og skilgreiningum úr undirstöðugreinum í orðasafn sitt. Leitar hún tíðum aðstoðar
annarra fagmanna, einkum háskólakennara. I þessu starfi ber mjög á því hve tungutak
íslenskunnar er lítt þróað á sviði tækni og raunvísinda. Nefndin leggur mikla vinnu í að
ganga svo frá skilgreiningum að þær geti verið til fyrirmyndar í notkun tungunnar.
Nefndin leitast við að leysa verk sitt af hendi í samræmi við þá íðorðafræði (termínó-
lógíu), sem hefur þróast í öðrum löndum á undanförnum árum og í samræmi við leið-
beiningar Alþjóðlegu staðlastofnunarinnar (ISO) um það efni.
Arið 1996 störfuðu II verkfræðingar í nefndinni: Bjarni Bessason, Háskóla íslands,
Bragi Þorsteinsson, Verkfræðistofu Braga Þorsteinssonar og Eyvindar Valdintarssonar hf.,
Einar B. Pálsson verkfræðingur, Eymundur Runólfsson, Vegagerð ríkisins, Gísli Valdi-
marsson, VSB Verkfræðistofu ehf., Jens Bjarnason, Háskóla Islands og Flugleiðum, Ólafur
Jensson verkfræðingur, Páll Flygenring verkfræðingur, Ragnar Sigbjörnsson, Háskóla
Islands, Sigmundur Freysteinsson, Landsvirkjun og Sigurður Erlingsson, Háskóla Islands.
Halldór Sveinsson verkfræðingur gal ekki starfað í nefndinni á árinu.
Formaður nefndarinnar er Einar B. Pálsson. Hann hefur vinnuaðstöðu í húsi Verkfræði-
deildar og Raunvísindadeildar Háskóla Islands þar sem bókasafn deildanna er. Orðanefndin
nýtur aðstoðar málfræðings sem Islensk málnefnd leggur henni til. Það er dr. Halldór
Halldórsson prófessor. Hann situr alla fundi nefndarinnar og undirbýr einnig mál milli funda
ásamt formanni. Auk nefndarmanna komu ýmsir aðrir sérfræðingar á fundi til ráðuneytis.
Skulu hér einkum nefndir efnafræðingarnir Ingvar Árnason og Sigurjón N. Ólafsson og
lyfjafræðingarnir Axel Sigurðsson og Finnbogi R. Hálfdanarson. Allmargir gestir komu á
fundi nefndarinnar til þess að kynnast vinnutilhögun hennar, þ.á m. þáverandi forseti
Islands, Vigdís Finnbogadóttir.
Vinnuhópur Á: I honum voru Bragi Þorsteinsson, Einar B. Pálsson, Eymundur Runólfsson,
Gísli Valdimarsson, Ólafur Jensson. Páll Flygenring og Sigmundur Freysteinsson.
Fundir voru haldnir reglulega einu sinni í viku, síðdegis á þriðjudögum, nema um
hásumarið. Þeir voru haldnir í húsakynnum Landsvirkjunar að Háaleitisbraut 68. Enn sem
fyrr á Orðanefnd Landsvirkjun þökk að gjalda fyrir gestrisni.
Vinnuhópurinn hélt 34 fundi á árinu 1996. Á þeim var fjallað um hugtök er varða frá-
veitur og umhverfismál, alls um 270 hugtök. Einar B. Pálsson hefur annast undirbúning
þessa safns frá upphafi, 1982, en í ársbyrjun 1993 gekk Ólafur Jensson til liðs við hann og
hafa þeir unnið að því síðan. Verk þetta er nú langt komið. Það er orðið miklu meira en fyrst
var ætlað, m.a. vegna þess að á tímabilinu hafa Islendingar gengist undir ákvæði Evrópska
efnahagssvæðisins um umhverfismál, þ.á m. um hreinsun fráveituvatns. I þessu safni verða
um 1000 hugtök. Á árinu 1995 var byrjað að undirbúa útgáfu þess.
Vinnuhópur B: í honum voru Bjarni Bessason, Einar B. Pálsson, Jens Bjarnason, Ólafur
Jensson, Ragnar Sigbjörnsson og Sigurður Erlingsson.
Vinnuhópurinn hélt fimm fundi á árinu, oftast síðdegis á föstudögum. Vandkvæði voru á
fundahaldi vegna þess hversu tímabundnir háskólakennarar í vinnuhópnum voru. Fundirnir
voru haldnir í húsakynnum Verkfræðistofnunar Háskóla íslands.