Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1997, Blaðsíða 330
328 Árbók VFÍ/TFÍ 1996/97
þegar flöturinn blotnar. Sé ekki fyrir hendi dýpra í raufinni gúmfjaðurmagnað kítti, sem ekki
hefur losnað frá steininum, gefur auga leið að vatnið getur dregist áfram inn í eldri sprung-
una sem innar er.
Brúun með húðum með eða án borða: Þá hefur á síðustu áratugum talsvert verið gert af
því að brúa sprungur, þ.e. þétta og loka þeim eða hylja þær, með tiltölulega þykkum og
teygjanlegum málningarhúðum, stundum með góðum árangri að því er ætla má.
Þegar húðir málningar eru lítt teygjanlegar og eru jafnvel undir 0,2 til 0,3 mm á þykkt,
eins og oft er, er varla að undra þótt þær slitni í sundur við síendurteknar hreyfingar á
sprungubörmum undir húðinni. A þessu má að verulegu marki ráða bót með því að leggja
yfir sprungur nægjanleg þykkar og gúmmíkenndar málningarhúðir, sem eru jafnvel styrktar
með ílögðum ofnum trefjaborða.
Um tíma, einkum á níunda áratugnum, var nokkuð um notkun slíkra borða. Dæmi eru til
um ágæta endingu, en oft virðist sem borðalögð málningarhúð hafi losnað frá steinfletinum,
að líkindum vegna þess að ekki var farið rétt að, t.d. við undirbúning flatarins og grunnun.
Aðferð þessi hefur meira eða minna lagst af, trúlega vegna ófullnægjandi árangurs. Ókost-
irnir eru auk heldur þeir að borðarnir sjást gjarnan of mikið f húðinni, og að veruleg vinna
fer í að klippa til borðann, raða bútunum eftir sprungunni í blauta málninguna og að mála
yfír, svo að vel fari.
Þetting sprungna meö vatnsfælum
Almennt: Lengi hefur verið vitað að svonefndar vatnsfælur geta að einhverju leyti komið í
veg fyrir að vatn gangi inn í sumar sprungur í steinsteypu og múrhúð, í slagregni eða við
Vatnsfœla borin á staka sprungu.
aðra blotnun flatar, svo framarlega sem þær eru
ekki of víðar. Vatnsfælur megna þannig ekki
aðeins að hindra ísog vatns í ósprungna stein-
fleti, heldur geta þær einnig þétt gegn leka um
sprungur, sem ná í gegnum veggi eða plötur og
hindrað ísog vatns um sprunguveggina sem
slíka.
Hins vegar er útlit fyrir að rannsóknir hjá
Rb hafi verið brautryðjandi við að varpa ljósi á
raunverulega virkni og notagildi vatnsfælna í
sprungum, einkum við að verja þær gegn vatni
í slagregnsálagi við mismunandi ástand þeirra
og flatarins umhverfis þær.
Eiginleikar vatnsfælna og skilgreiningar:
Vatnsfæla er þýðing á enska hugtakinu „water
repellent", sem líta má á sem styttingu á „water
repelling impregnating agent“, sem er ná-
kvæmari lýsing. Vatnsfæla er inndreyping, sem
umbreytir vatnssæknu eða vatnsdrægu yfír-