Alþýðublaðið - 14.11.1919, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 14.11.1919, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBL AÐIÐ StyÖjið kosningu Ólajs og Þorvarðs! Kjósið Ólaf og Þorvarð. allsherjarnefndar. Einar Arnórsson ritaði nefndarálit og var framsögu- maður nefndarinnar í málinu. Nú fletti eg að gamni mínu upp Al- þingistíðindunum frá 1918 og fann þar nefndarálitið. Þar stendur þetta (Alþt. 1918. A. bls. 262): „Þótt frumvarp þetta hafl verið undirbúið af sérstakri nefnd, sem bæjarstjórn Reybjavíkur skipaði til þess að rannsaka skattamál bæj- arins, síðan rætt á fundum bæj- arstjórnar og loks gengið gegnum hreínsunareld stjórnarinnar, er því mjog ábótavant að ýmsu leyti. [Auðkent hór]. Orðfæri á því er fremur lélegt, nauðsynleg fyrir- mæli og einsæ vantar í það, og greinaröðin í því heflr jafnvel raskast, svo að í frumvarpinu er nú engin 28. gr., heldur kemur 29. gr. þegar á eftir 27. gr. . . . í athugasemdum við frv. er og villandi skýrt frá efni frv. . . .“ Svo mörg eru þau orð. Þetta kemur nú ekki vel heim við það, sem stendur í Morgun- blaðinu. En hvoru á að trúa? Hvort á að trúa Einari þing- manni Arnórssyni eða Einari stjórnmálaritsíjóra Arnórssyni? Eg verð að trúa þingmanninum betur. Eg veit, að sambvæmt stjórnarskránni eru þingmenn skyJdir að fara eingöngu eftir sannfæringu sinni, en hitt er mér ókunnugt um, hvort eigendur Morgunbiaðsins hafa lagt stjórn- málaritstjóranum nokkra slíka skyldu á herðar. lngimar Jónsson. Iirlijrgð og auður. Nýlega hitti eg einn af leyni- smölum „auðvaldsins" nálægt víg- girðingum „Thorsaranna" við Laufásveginn og Þingholtsstrætið. Náunginn hélt að eg vissi ekki að hann væri smali, og byrjaði svona eins og ósjálfrátt að tala um kosningarnar, og ieita hófanna með aðstöðu mína, og lézt eg fyrst vera mjög fávís um þau efni, og gekk hann þá strax á lagið með auðvalds-gnðspjallið og segir: „Nú er svo í pottinn búið, að lítill vandi ætti að vera að kjósa*. „Jæja, hverja vilt þú láta kjósa?“ spurði eg. „0, Svein og Jón, auðvitað Svein og Jón“. „Já, einmitt það“, segi eg, „svo þú ert þá auðvaldssinni. Þú ert þó víst ekki Sjálfstjórnarsmali?* En þetta oið „Sjálf'itjóinar- smali“ virtist ekki láta vel í eyr- um hans, því við að heyra það fékk hann ærsl mikil, roðnaði hann og tútnaði og bar ótt á, en vitið virtist ekki vera í lúutfalli við mælgina, því það sem hann sagði var þetta: „Hér á landi er nóg jafnaðar- stefna, hér er enginu verulegur munur á eignum manna. Hér er enginn ríkur og enginn fátækur. Hér þarf ekkert á jafnaðarmensku að halda*. Og þar að auki greip hann til þess gamla óyndisúnæðis, að segja, að við jafnaðarmenn ætlum að gera alla jafna. Þessa heimskulegu kenningu eru andstæðingar vorir alveg ó- trúlega þrautsætnir að bera fram, upp aítur og aftur, þót.t þeir viti eins vel og við jafnaðarmenn, að þetta er hin gífurlegasta fjarstæða og einhver sú heimskulegasta hug mynd sem hugsast getur. En þeir nota samt þessa kenningu altaf sem blekkingartilraun. Eg sýndi nú þessum smala fram á hvað þetta eilífa japl um lítinn eignamun hór á landi væri mikil fjarstæða, þar sem sumt fólk væri svo fátækt, að það yrði að láta börnin liggja á víxl í rúm- inu vegna fataleysis, en aðrir vita ekki aura sinna tal og eyða þeim í allskonar óþarfa, eins og t. d. þeir, sem eru að víggirða stór- eignir sínar með margra kílómetra löngum og margra metra háum múrveggjum, eins og verið er að gera við Þingholtsstrætið og Lauf- ásveginn. í fyrsta lagi eru þvilik- ar girðingar hinn mesti óþarfi, og þar að auki eru þær svo nauða- ljótar og smekklausar, að höfuð- stað landsins er alls ekki vansa- laust að hafa slíka tukthúsmúra innan simia takmarka, þar sem alls ekki er um hegningarhús að ræða. Þessi kuldalegu, þunglama- legu og fráhrindandi lóðartakmörk æt.tu ekki að líðast. Slík takmörk eiga að vera viðarminni og lið- legri, frekar til ánægju en and- stygðar fyrir bæjarbúa. Æili það hefði ekki verið nær að byggja yfir eitthvað af hús- næðislausu fjölskyldunum fyrir allar þær þúsundir, sem ausið hefir veiið í þessar nytjalausu víggirð- ingar. Þiátt fyrir þennan samjöfnuð vildi Sjálfst.jórnarsmalinn ekki sam- sinna, að hér væri um verulegan efnamun að ræða. En þessi smali er þó alls ekk- eit afbrigði hvað það snertir, að beija það blakalt fram, að hér á landi sé enginn efnamunur. Þrátt fyrir hin átakanlegustu dæmi er sanna það, að hér er víða svo mikil örbyrgð, að um meiri ör- byrgð getur ekki verið að ræða, en aðrir hafa aftur á móti svo miklar árstekjur, að víða munu hveijar hundrað verkamannafjöl- skyldur ekki hafa meiri árstekjur. Því er það, aö þeir menn, seUi þrátt fyrir þessi mjög svo augljósu dæmi halda því jafnt og þótt fram, að hór sé nægur jöfnuður, hljóta annaðhvort að vera svo andlega blindir og eftirtektalausir, að þeír sjái ekki mismuninn, og gengur ásigkomulag þeirra þá vitfirringu næst, eða þá að auðvaldssinnar blekkja hver annan með þessum kenningum, þangað til það er orðiE þeirra trú, og er þá' um hinn sví- virðilegasta yfirdrepsskap að ræða. Eða þá í þriðja lagi, að þeir nota þetta sem vísvitandi blekk- ingatilraunir móti betri vitund og er þá um hreina og beina lýgi að ræða. En hver sem ástæðan er, skai auðvaldinu aldrei takast að berja þessar upplognu kenningar sínar inn í hina íslenzku alþýðu, sem stynur undir ójöfnuði og vanróttí. Ókólnir. Dnglegur drengnr. Einn af söludrengjum Alþbl. seldi í gær á annað hundrað blöð. Hver verður næstur honum í dag?

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.