Verktækni - 01.01.1985, Síða 3
Heildin eða
brotin
Fyrir nokkru síðan fjallaði ég
um bókina ,, The Systems Appro-
ach” í þessu blaði. Eins og þá,
sem lásu þann pistil, ef til vill rek-
ur minni til, þá boðar hún
„kerfishyggju” þ. e. að líta skuli
á hvert viðfangsefni út frá
heildarsýn og að tekið sé tillit til
allra þeirra meginatriða sem máli
skipta hverju sinni, án tillits til
þess hver þessi atriði eru. Með
því sé komið í veg fyrir hættulega
einsýni þröngra sérfræðivið-
horfa.
Víðsýn nálgun er sú aðferð sem
á við hverju sinni. Flestir þeir
sem fást við þýðingarmikil við-
fangsefni gera sér fulla grein fyrir
því að ekki tjáir að koma þeim
fyrir í básum einstakra sérfræði-
greina, sem oft hafa verið af-
markaðar á tilviljanakenndan
hátt í rás tímans. Þeir þœttir sem
eru afgerandi fyrir árangur til-
heyra oftast mörgum þekkingar-
sviðum en ekki fáum. Vilji menn
ná árangri verða þeir að beina
Jón Krlendsson
sjónum sínum að öllum þeim
þáttum sem árangri skila. Þetta
sé tekið fram yfir það léttvæga.
Allt þetta hljómar eins og upp-
talning á augljósum hlutum sem
allir gera sér grein fyrir og fara
cftir. Augljósar eru þessar stað-
fcyndir á hinn bóginn mcð sama
hætti og lausn Kolumbusar á því
hvernig á að láta egg standa upp
á endann. Einfaldleiki lausnar-
innar er lítil trygging þess að
menn komi auga á hana.
Bókin sem fjallað mun um að
þessu sinni tekur fyrir þróun
kerfissýnarinnar („Systems
view”) á mörgum mismunandi
sviðum. í henni er einkum lögð
áhersla á það með hverjum hætti
vísindi og tækni á vesturlöndum
eru komin á hálfgerðar ógöngur
vegna þeirra aðferða sem í upp-
hafi þróunarferils þeirra gáfust
vel (þ. e. analýsu eða greiningar),
sundurskiptingar (fragment-
ation), afmörkunar (eduktion-
ism), og raktar eru til eins af
feðrum nútímavísinda þ. e. Réne
Descartes. Aðferðir Descartes
hafa leitt til gífurlegs árangurs
við að skilja einstaka og afmark-
aða þætti tilverunnar. Á hinn
bóginn gefast þessar aðferðir illa
um leið og komið er að því að
athuga tilveruna sjálfa frá þeim
sjónarhólum sem einhverja veru-
lega þýðingu hafa (t. d. við efna-
hagsmál lækningar o. s. fl.).
Öll kerfi (systems) eru samsett
af fjölda eininga (components).
Samverkun (interaction) þessara
eininga felur í sér ferli sem ekki er
unnt að skynja með því að
athuga einstaka einingar. Og
þessar staðreyndir fela einmitt í
sér einn þann megin ágalla, sem
víða kemur í ljós þegar beita á
þröngum og afmörkuðum vís-
indaniðurstöðum á raunveruleg
vandamál. Þekkingin nær of
skammt. Þetta jafnvel þótt mikið
hafi verið í það lagt að afla henn-
ar.
En þetta er ekki allt. Að eygja
hið fjölþætta cðli flestra við-
fangsefna er ekki nema eitt lítið
skref í átt að úrlausn sem tekur
mið af fjölbreytileika þeirra.
Því fer fjarri að mönnum sé
það almennt lagið eða tamt að sjá
viðfangsefni sín frá mörgum
sjónarhólum og að vera lausir við
verulega slagsíðu í nálgunum sín-
um vegna eigin l'ræða. En jafnvel
þótt menn nái því stigi að geta
skynjað tilveruna gegnum sjón-
gler fjölbreyttra viðhorfa þá er
því sjaldnast að heilsa að þeir geti
hagnýtt sér þessa sýn við sjálfa
úrlausnina.
Meginástæðan fyrir þessu er
THE
TURNINGr
POINT
SCIENCE, SOCIETY
ANDTHE
msiNG cur;ruRE
%$_ FHITJOKl’APHA
'UMWGO Aiithorof THE T.VOOF ÞHYSK'S
CONTENTS
author’s note xi
ACKNOWLEDGMENTS xiii
PREFACE xvii
I. CrisisanoTransformation
l .Thc T urning of thc Tidc 1
II. TheTwoParaoigms
2.Thc Ncwtonian VX’orld-Machinc 37
3.ThcNewPhysics 63
III. TheInfi.uenceofCartesian-NewtonianThought
4 Thc Mcchanistic Vicw of Lifc 93
5.The Biomcdical Modcl 118
6.Ncwtonian Psychology 166
7.Thc Impassc of Economics 194
8 Thc Dark Sidc of Growth 248
IV. TheNewVisionofReauty
9.The Systcms Vicw of Liíe 285
lO.Wholcncssand Hcalth 333
11 Journcys Bcyond Spacc and Time 396
12 .Thc Passagc to thc Solar Age 431
NOTES 467
BIBLIOGRAPHY 482
INDEX 495
einföld. Vilji menn vanda lausmr
sínar með þeim hætti, og hafa
þær sem víðsýnastar, þá kostar
það meiri tíma og atorku en
menn hafa ráð á eða geta með
auðveldum hætti skapað. Niður-
staðan verður því oft su að þegar
menn gera sér grein fyrir því hve
flókin og umfangsmikil mörg
mál eru þá fallast þeim hendur og
viðleitni þeirra leitar oft beint í
hinn þröngsýna farveg sérhæfing-
arinnar og hefðanna. Þetta í stað
þess að reyna að taka tillit til alla
mikilvægra sjónarmiða jafnvel
þótt ekki sé unnt að gera það
nema með fremur ófullkomnum
hætti í mörgum tilvikum.
Lausnir sem grundvallast á
heildarsýn eiga því oftast heldur
er.fitt uppdráttar. Enginn vafi
leíkur á því að það væri til mikils
i
gagns ef fleiri menn gerðu sér
fulla grein fyrir þessum stað-
reyndum. Oft má sjá að eftir að
einhverrar nýrrar þekkingar hef-
ur verið aflað þá er henni beitt af
ótrúlega mikilli tiltrú og furðu lít-
illi gagnrýni. Þetta gerist þótt oft
megi auðveldlega sjá við einfalda
skoðun á þeim viðfangsefnum
sem á að leysa að þau fela í sér
þýðingarmikla þætti sem þekk-
ingin tekur ekki til og algerlega
hefur verið sleppt að athuga.
Þetta er ekki sagt til að kasta rýrð
á þá þekkingarmola sem menn
safna með ærinni fyrirhöfn á
löngum tíma heldur til þess að
sýna að oft gera menn sér ekki
grein fyrir því að fremur má líta á
þekkinguna sem örfáa drætti í
rniklu stærri mynd. Menn rugla
saman þessum dráttum og mynd-
inni sjálfri.
Þeir halda að myndin sé full-
sköpuð þegar aðeins örfáir
drættir hafa verið dregnir.
Jón Erlendsson
THE TURNING POINT
Sclence Society and the
rising Culture
Höfundur:
FRITJOF CAPRA
Útgefandi:
Fontana paperbacks
8 Grafton Street
London W1X 3LA
Bókin hefur fengist i bókaverslun
Sigfúsar Eymundssonar
'
VERKTÆKNI «3