Verktækni - 01.01.1985, Qupperneq 7

Verktækni - 01.01.1985, Qupperneq 7
Vísindi, tækni og samkeppnish æf ni Vilhjálmur Lúðvíksson, framkvæmdastjóri Rannsókna- ráðs ríkisins, sótti nú í haust 39. fund vísindanefndar OECl). Vilhjálmur tók saman minnispunkta um það helsta sem fram kom á fundinum, og í þessu og næstu tölublöðum mun VERKTÆKNI birta greinarstúfa Vil- hjálms um það áhugaverðasta. Oröabelgur Á fundinum var sagt frá bráðabirgðaniðurstöðum starfs- hóps, sem undanfarin 3/2 ár hef- ur gert könnun á því hvernig samkeppnishcefni landa ráðist og hver þáttur tœkni og vísinda sé í því efni. Reiknað er með loka- skýrslu um málið á næsta fundi. Verkefni þessa hóps hefur reynst mjög torleyst, en horfur eru á að niðurstöður verði mjög athyglisverðar. Erfitt er að draga þær saman í stuttu máli, en í meginatriðum eru þær eftirfar- andi: • Samkeppnisstaða landa ræðst ekki nema að takmörkuðu leyti af stöðu (kostnaði, stærð eða gæðum) hinna hefðbundnu framleiðsluþátta (fjármagns, vinnuafls, auðlinda, o. s. frv.). • Þáttur samverkunar, innbyrð- is viðskipta, samvinnu, hvatning- ar, upplýsingastreymis, skipti á reynslu o. s. frv. milli aðila innan þjóðfélagsins (fyrirtækja, stofn- ana, stjórnvalda, aðila vinnu- markaðar, o. s. frv.), hefur mun meiri áhrif en áður var talið. • Hinn mannlegi þáttur — auð- lindir sem felast í þekkingu og færni, svo og sveigjanleika til að taka breytingum á aðstæðum, sem leiða af tæknilegum og hag- rænum breytingum og vilji til að hagnýta ný tœkifœri og getu til uð stjórna breytingunum eru lykilatriði í samkeppnishæfni við núverandi aðstæður. • Á hverjum tíma eru það ákveðin kjarnasvið tœkniþekk- mgar(core technologies), sem eru lykilatriði i nýsköpun og eru gegnumgangandi fyrir framfarir á flestum sviðum efnahagslífs. Samkeppnishæfni hverrar þjóðar ræðst af því hversu vel hún getur tileinkað sér og hagnýtt þessi kjarnasvið tækniþekkingar og beitt þeim við sínar aðstæður. Allar þjóðir sem ætla sér að standa í fremstu röð verða að kunna skil á kjarnatækni hvers tíma. Tilkoma nýrra kjarnasviða leiðir af hagnýtingu nýrrar grundvallarþekkingar og upp- finninga, sem á henni byggist. Þær valda gjarnan víðtækum Vilhjúlmur Lúðviksson. byltingum á framleiðsluháttum og þar með grunngerð og sam- keppnisstöðu þjóðfélaga eða efnahagsheilda. Niðurstöður þessara athugun- ar leiða til margvíslegra ályktana varðandi stefnu í efnahags-og iðnaðarmálum, mennta- og vís- indamálum, sem of langt yrði að fara út í hér. Nægir að segja að skýrsla þessi verður mjög athygl- isverð. Hún verður lögð fram í lokagerð fyrir næsta fund CSTP. Villtjálmur Lúðvíksson. I síöasta tölublaði Verk- tækni á nýliönu ári var rætt um alvökva, (myndaöan vökva, sem er meö þeim ósköpum að vera seigjulaus. Þar hefur prentvillupúkinn blandað sér i máliö, svo aö hiö þýska nafn alvökva brenglaðist. Prentvillur mega ekki vera, þar sem torvelt er að „lesa I máliö” svo sem í stæröfræöi og orðsifjafræði. Þýska nafnið á að vera ideale Flússigkeit. Prentvillupúkinn hefur raun- ar fyrr skeytt skapi sinu á erlendum oröum hér I oröa- belg. Honum viröist lltt um þau gefiö. Hér væri ef til vill rann- sóknaverkefni I þeirri áhuga- veröu fræöigrein, sem á enskri tungu nefnist monstrology, en meistari Þórbergur kallar skrimslafræöi. í straumfræöi kvikefna er m. a. fjallaö um hegðun efnis- straums vió þau skilyrði, sem leiösla eöa farvegur setur. Orðanefnd okkar hefur undan- fariö fengist viö ýmis orö, er að þessu lúta, vegna orðasafns um fráveitur, sem byrjaö er að birta I Tímariti VFl'. Æstætt er þaö ástand nefnt, sem helst óbreytt meðan tlmi líður. Atviksoröiö æ merkir „alltaf”, sbr. „sl og æ”. Orö sömu merkingar og æstæður eru stationary á ensku, stat- ionár á þýsku og stationær á dönsku. Elsta heimild i oröa- bók Háskólans um oröið æstæöur er úr Tlmariti VFÍ frá 1951 i grein eftir Gunnar Bööv- arsson, nú prófessor i Banda- rlkjunum. Gunnar ritar þar um „æstætt ástand (stationary)”, og er það trúa min, aö oröiö sé frá honum ættaö. Oröiö æstæöur er I Orða- safni II, sem oröanefnd Raf- magnsverkfræöingadeildar VFÍ gaf út 1952. Það hefur veriö notað siðan, einna helst I sambandi viö vatnsorku og jarövarma. Æstæöur straumur er þá straumur, þar sem hraði I hverj- um punkti breytist ekki meö tlma, hvorki aö stærö né stefnu. Samsvarandi orö eru steady flow á ensku, stationáre Strömung á þýsku og stationær stromning á dönsku. Straumur getur verið æstæöur I leiöslu, þótt hraði hans breytist f straumátt (t. d. viö þaö aö leiösluþversniö fer vikkandi), en því aöeins, aö straumhraöi í hverju þversniöi leiöslunnar um sig haldist óbreyttur. Straumur, sem ekki er æstæöur, nefnist á ensku unsteady flow eða transient flow, á þýsku instationáre Strömung og á dönsku ikke- stationæar stromning eða transient stromning. Hraöi hans á hverjum staö er breyti- legur aö stærö eöa stefnu eöa hvorutveggja. Oröanefndin tel- ur hæfa, aö sllkur straumur nefnist svipull straumur. Nú getur straumur i leiðslu eöa farvegi veriö svo reglu- bundinn eöa formfastur, aö hraöi hans sé jafn frá einum punkti til annars I straumátt, bæöi að stærö og stefnu. Hann er stööugur á annan hátt en æstæöur straumur. Slíkur straumur er nefndur uniform flow á ensku, gleichförmige Strömung á þýsku og ens- formig stromning á dönsku. Viö leggjum til, aö hann sé nefndur jafnforma straumur á islensku. Straumur, sem ekki er jafn- forma, er þá straumur, þar sem hraöi er misjafn frá einum punkti til annars i straumátt. Á ensku er hann nefndur non- uniform flow, á þýsku ungleichförmige Strömung á dönsku uensformig stromning. Á Islensku getur hann heitið misforma straumur. Æstæður straumur I leiöslu meö breyti- legu þversniöi, svo sem áöur var getiö, er þá I senn æstæö- ur og misforma. Einhver mun taka eftir þvl, aö viö notum ekki oröiö stöð- ugur um fyrrgreind straumhug- tök. Oröiö stööugur hefur víöa merkingu I Islensku. Þaö getur tekiö til ástands bæöi I tlma og rúmi. Myndi þurfa viöbótar- skýringar, ef nota ætti þaö um svo sérhæfö hugtök. Og lýkur þar spjalli um furðulega strauma. Einar B. Pálsson Frá Orðanefnd byggingarverkfræðinga VERKTÆKNI *7

x

Verktækni

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verktækni
https://timarit.is/publication/900

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.