Verktækni - 01.01.1985, Síða 11

Verktækni - 01.01.1985, Síða 11
EININGAHUS - FRAMLEIÐSLU - EFTIRLIT Meistaraábyrgð — byggingar- eftirlit Samkvæmt Byggingarreglu- gerð (maí 1979) er það hlutverk byggingarnefnda og byggingar- fulltrúa að sjá til þess að upp- drættir og hönnun nýbygginga sé í samræmi við reglugerðir, og að byggt sé samkvæmt samþykktum uppdráttum, lögum og reglum. Ábyrgð á byggingarfram- kvæmdum hafa iðnmeistarar, hver á sínu sviði, og fjalla greinar 4.2 og 4.3 i áðurnefndri reglugerð um skyldur þeirra: 4.2 Áður en framkvæmdir hefjast, skulu hlutaðeigandi meistarar rita á samþykktan uppdrátt, eða á þar til gerð eyðublöð, að þeir taki að sér umsjón með fram- kvæmdum. Með þeirri áritun tekur meistari á sig þá ábyrgð, að framkvæmdir verði í samræmi við samþykkta uppdrætti, veitt leyfi, lög og reglur, sem til greina kunna að koma. 4.3 Ef meistari hættir umsjón með framkvæmdum áður en verki er lokið, skal það tilkynnt til bygg- ingarfulltrúa. Skal þá fara fram úttekt á þeim hluta byggingar, sem lokið er, og má ekki halda áfram framkvæmdum, fyrr en annar meistari hefur áritað upp- drætti og tekið við framkvæmd- um. Fráfarandi meistari er þó ábyrgur fyrir þeim hluta verks- ins, sem hann hafði umsjón með. Jafnframt er í reglugerð (gr. 4.11) ákvæði þess efnis að (undir- strikun mín),,... byggingameist- ari skuli með minnst sólarhrings fyrirvara tilkynna byggingarfull- trúa um úttektir á eftirfarandi ^yggingarstigum: 1 • Jarðvegsgrunni, áður en byrjað er á mótauppslætti eða fyllingu á slíkan grunn. 2- Undirstöðuveggjum. 3- Lögnum í grunni, þ. m. t. rör fyrir rafmagnsheimtaug áður en hulið er yfir. 4. Raka- og vindvarnarlögum. 5. Grunni, áður en botnplata er steypt. 6. Járnalögnum. 7. Grind, bitum og þaki áður en klætt er. 8. Frágangi á ystu klæðningu þaka, bæði úr timbri og öðrum efnum. 9. Frágangi á ystu klæðningu veggja. 10. Hita- og hljóðeinangrun. 11. Vatns-, frárennslis-, hita- lögnum og einangrun þeirra. 12. Tækjum og búnaði loft- ræsti- og hitunarkerfa og stokklögnum fyrir slíkan búnað. 13. Frágang allan þ. á m. varð- andi brunavarnir, sbr. 1.1.7 í brunamálareglugerð, þegar hús er fullbúið. í næstu grein á eftir stendur: „Óheimilt er að halda áfram framkvæmdum eða hylja lagn- ir án samþykkis byggingarfull- trúa . . .” Af reglugerðinni virðist augljóst að byggingarfulltrúa er ætlað að hafa eftirlit með hönn- un og byggingarframkvæmdum, en jafnframt að framleiðslueftir- lit sé innt af hendi af öðrum. Þannig megi byggingarfulltrúi (og raunar hönnuðir líka) treysta því að stál, timbur og samsett efni svosem límtrébitar og járna- mottur, svo eitthvað sé talið, uppfylli einhverjar fyrirfram ákveðnar gæðakröfur. í Byggingarreglugerð (gr. 7.2.2) er sagt fyrir um hvernig slíku gæðaeftirliti skuli háttað: Byggnigarefnasölum er skylt að láta gæðaprófa efni, tæki og byggingarhluta, sem þeir bjóða til sölu, eða leggja fram vottorð um slíka prófun. Gæðaprófanir skulu gerðar hjá Rannsóknastofnun bygg- ingariðnaðarins (Rb), viður- kenndum stofnunum á Norðurlöndum eða öðrum prófunarstofnunum sem Rb. viðurkennir. Efni, tæki og byggingarhlut- ar sem hlotið hafa a. m. k. tveggja ára reynslu hér á landi, falla ekki undir þessi ákvæði. . Erlendis eru víða mjög strang- ar kröfur um gæðaeftirlit, og má yfirleitt treysta því að vörur sem hingað eru fluttar séu háðar gæðaeftirliti í framleiðsluland- inu. Hlutur innlendrar framleiðslu fer nú stöðugt vaxandi í vöru- framboðinu, en gæðaeftirliti er lítið sinnt. Má raunar segja að ein- göngu sements- og steypufram- leiðsla sé undir stöðugu eftirliti. Á seinni árum hefur aukning i einum þætti framleiðslu á bygg- ingarsviði einkum verið áber- andi, en það er i gerð eininga- húsa. í töflu er sýndur fjöldi framleiddra einingarhúsa á síðustu árum. Þess má geta að heildarframleiðsla íbúðarhúsa- bygginga á þessum sömu árum hefur legið á bilinu 1600—2100 íbúðir, þannig að hlutur einingar- húsa í heildarframleiðslu íbúðar- húsnæðis er á bilinu 8—13%. Siðustu þrjú árin er hlutfallið um og yfir 13%. Framleidd einingarhús á Islandi á ári1 Ár Steyptar einingar Timbur einingar Alls 1974 124 55 179 1975 103 75 178 1976 78 78 156 1977 99 98 197 1978 75 138 213 1979 64 164 228 1980 66 186 252 1981 119 194 313 1982 59 172 231 1983 52 175 227 1984 88 298 3862 1) Upplýsingar framlciðenda. 2) Áætlun í nóvember 1984. Einingahúsaframleiðsla á árun- um 1945—1970 náði stundum nokkrum tugum húsa á ári, en var oftar lítil sem engin. Framkvæmdir við einingahús hafa verulega sérstöðu ef miðað er við hefðbundnar byggingarað- ferðir, og verður hér aftar fjallað nánar um verkþætti slíkra fram- kvæmda. Ekki er þó hægt að sleppa alveg að nefna vandamál sem tengist meistaraábyrgð á ein- ingahúsum. Greinar þær úr Byggingarreglugerð sem vitnað var til í byrjun geta um ábyrgð iðnmeistara. Áður en fram- kvæmdir hefjast við grunn húsa, og þá einnig einingahúsa, skal liggja fyrir ábyrgðaryfirlýsing meistara sem síðan sér um frá- gang á grunni. Ef um einingahús er að ræða þá sér framleiðandi hússins, eða menn sem hann vísar á, iðulega um að reisa húsið. Ef meistaraskipti eru ekki tilkynnt Björn Marteinsson. byggingarfulltrúa, þá hlýtur sá meistari sem byrjaði verkið að bera ábyrgð á því til loka. Meist- arar eru nú margir farnir að átta sig á þessu, og taka því aðeins ábyrgð (með yfirlýsingu) á þeim hluta verksins sem þeir stjórna. Ef byggingarfulltrúi tryggir ekki að aðili sem sér um uppsetningu hússins útvegi meistara að verk- inu, þá er stór hluti verksins í raun án meistaraábyrgðar. Væri í því sambandi forvitnilegt að vita hvar ábyrgð á hugsanlegum mis- tökum við uppsetningu hússins liggur. Framleiðsla einingahúsa er oft rökstudd með því að þannig vinnist a. m. k. tvennt: Minni kostnaður vegna auk- innar hagræðingar, styttri byggingartima og hagkvæmari efniskaupa. Meiri gæði, þar sem fram- leiðsla fer að hluta fram við betri aðstæður heldur en bjóð- ast á hefðbundnum byggingar- stað. Það er vissulega rétt að fram- leiðsla einingahúsa gefur kost á jafnari og meiri gæðum heldur en hefðbundnari aðferðir. Þessir möguleikar eru þó langt í frá full- nýttir og framleiðslan ekki alltaf jafn góð og ætla mætti. Munu ástæður þessa ræddar nánar. Framleiðslueftirlit/ Innflutningseftirlit Framleiðslueftirlit með ein- VERKTÆKNI *11

x

Verktækni

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verktækni
https://timarit.is/publication/900

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.