Alþýðublaðið - 05.02.1924, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 05.02.1924, Blaðsíða 3
ÁLÞYÐUBLAÐXÐ * komist ekki þangað ion frá öðr- um en hrirtgnum sjálium. Von er, að Ólaíur Thors sé á raóti því, að ríklð hafi eitt á hendi útflutningsveizlunina á fis' i, úr því að hann og bræður hans hafá svælt hana undir sig\ I>að sést at því, sem hér að framan greinir, að það er >Kveld~ í'dfst hringurinn, sem fleytir rjóm- ann af lækkun ísieDzku krón- unnar. Allur almenningur tapar. Þetta hafa bankarnir vitað, þegar þeir feldu krónuna í verði. Að hvers undirlagi og fyrir hvern? Hverjum dettur í hug, að þegar svo stendur á, fari öðru vfsi en farið hefir? Ekki skiftir núverandi landsstjórn sér af þessu og því síður verðandi afturhalds- stjórn, sem segir með Jóni Þor- iákssyni og Jakobi Mölier, að lækkun krónunnar sé hentug leið til kaupiækkunar. Hvað geiir það til, Jakob! þó að al- menningur stynji undir dýrtíð- inni? >Kveldúlfur« græðlr! Vegfaratidi. Tóbakseinkasalan sænska. Eftir því, sem forstjóri tóbaks- einkasölunnar sænsku P. Walien- berg höfuðsmaður, skýrlr frá, höfðu tekjur rikissjóðs af tóbaks einkasölunni sðastliðið ár i. dezember numið j8 millj. 700 þús. kr. Á þeim 8 árum, sem einkasalan hefir verið, hafa tekj- ur ríkisins af henni numið ails um 400 mllij. kr. Kirkjan og verka- lýðarinn. (Ni.) Verkamennirnir geta ekki heldur skiliö, hversu prestar hafa lítinn skilning á því, hvaö atvinnuleysi mánuðum og árum saman bælir niður mikið af andlegu lífl og siðgæði, að þeir skuli ekki sjá, hversu húsnœðisleysið meö saman- kúldun þeirri á raönnum, sem af því ieiöir, spiliir öllum skilyrðum fyrir ró, ihugun og andlegum ’ framförum. Vera má, aö nú só að koma fram hin þriðja eða fjórða kirkju- málastefna. Til eru prestar, sem stavfa vilja á fólagsmálalegum grundveili. Að evo miklu leyti Bem þessi kristilega félagsmálahreyflng keppir að kirkjulegum endurbótum, mun hún geta stuðlað að því að bera uppi nýja tímann með því móti, að ihald í gamlan og stirðn- aðan búning hafl ekki í för með sér, að innihaldið sjálít: hið kristna siðgæði, fari að for- görðum. Ef svo er, má fagna því. Kristilegri hreyflngu á að fylgja Jcristileg breytni, en hvorki má reyna að skifta kristindóminum eftir mörkum fólagsmálanna nó félagslegum hreyflngum eftir trú- arlegum skilum. Kristileg hreyflng á að sýDa kristni sína í athöfnun- um og að öðru leyti að leyfa fylgj- endum sínum að taka sór stöðu þar í hagDýtum stjórnmálum, sem hverjum einstökum finst, að hann geti bezt starfað í samræmi við trú sína og hugsjónir. Jafnaðar- stefnu-hreyflngin er eklti einvörð- ungxi samtök og stjórnmál; að baki henni stendur stoð siðbótar, siðgæðis: Hin sterka þrá verk- lýðsstóttarinnar eítir betra sam- fólagsástandi, sem veiti hinu and- lega lífl gæfusamlegri framfara- skilyrði. Kirkjuleg endurlifnun í fólags- legum anda og félagsleg endur- lifnun bæði fjárhagBlega og sið- ferðilega myndi ágætlega geta farið saman. Djúptækar endurbætur bæði í fjárhagslegum og andlegum efnum Edgar tticu Burroughn: Sonur Tarxans. garðinum, sem kvenfólkið var sérlega stolt af og dáðist að. I fyrsta skifti, sem komið var að honum, fjargviðr- aðist hann mjög og sagðist halda svo mjög upp á blómin, er flutt hefðu verið frá Evrópu og My Dear hefði tekist svo vel að rækta þarna. En voru það nú blómin i garðinum, sem drógu hann til sin, eða hjó annað alvarlegra undir? Það skyldi þó ekki vera hin döklthærða, sölbrenda Meriem? Hanson var búinn að dvelja I þrjár vikur. Hann sagði, að piltar sinir væru að ná sér eftir hrakninginn I skóg- inum, en hann hafði ekki verið eins latur 0g út leit fyrir. Ilann skifti mönnum sinum í tvo hópa og setti menn yfir þá, er hann þóttist geta treyst- Hann sagði þeim ætlun sina og hót þeim háum verðlaunum, ef þeir framkvæmdu skipanir hans nákvæmlega. Annan flokk- inn lót hann selflytja sig hægt norður eftir eftir götunni, sem lá að úlfaldaleiðinni norður yfir Sahara. Hinum skipaði hann að fara beint i vestur og’ slá tjöldum handan við á þá, sem rann á landamærum lands þess, er hinn mikli Bwana réð yfir. Hann sagði gestgjafanum, að hann léti lið sitt halda hægt norður eftir; — hann mintist ekkert á hópinn, sem vostur fór. Einu sinni sagði hann, að margir af piltum sinum' heföu strokið, því að veiðimenn frá bæn- um höfðu rekist á menn hans, sem norður héldu, og óttaðist liann, að þeir hefðu sóð, live fáir þeir voru. Þannig var málum komið, er Meriem eina nótt gat ekki sofið og fór út i garðinn. Morison liafði enn um kvöldið beðið hennar, og hún var si 0 æst, að henni kom ekkí dúr á auga. Hanson lá bak við runna og glápti upp i stjörnurnar. Hann hafði legið þannig oft áður 0g beðið. Hvers vegna beið hann og hverra? Hann heyrði stúlkuna nálgást og reis upp við olnboga. Skamt frá var hestur hans bund- inn bak við runna, Meriem gekk hægt og nálgaðist runnann, þar sem maðurinn lá. Hanson dró langan klút úr vasa sinum og kraup hljóðlega á knó. Hestur hneggjaði. Langt úti á sléttunni öskraðí ljón. Hanson var nú kominn á hækjur sinar, svo að hann gæti i snatri risið á fætur. Aftur hneggjaði hesturinn — nær. Það heyrðist, að hann nöri sér upp við runna. Hanson botnaði ekki i þvi, hvernig hestur hefði komist út úr hesthúsinu, þvi að auðheyrt var, að ' hann var kominn inn i garðinn. Maðurinn leit við. Það, sem hann sá, lagði hann flatan fast undir runnanum; — maður kom með tvo hesta i taumi. Meriem heyrði þetta, stanzaði og hlustaði. Augnabliki siðar kom Morison Baynes og teymdi tvo söðlaða hesta. Meriem leit hissa á hann. Morison br.osti kindarlega. „Ég gat ekki sofið,“ sagði hann, „og ætlaði að riða skamman spöl, en þá sá ég þig hér úti og datt i hug, hvort þú vildir fara með. lteið er hressandi. Vertu með!“ Mcriem hlö; heuni féil æíintýrið vel i geð. „Jæja,“ sagði hún. Hanson bölvaoi i hljóði. Þau teymdu hestana úr lilaði og sáu þá hest Hansons. „Nú; hér er lnstur kaupmatonsins," sagði Morison. „Hann er likljga hjá ráðsmanninum," sagði Meriem.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.