Verktækni - 01.08.1990, Side 5

Verktækni - 01.08.1990, Side 5
 Notandi ^ ►(^Aðrir fjarskiptarniðia^< ^Notandi Notandi C. \ K h Utburðurskeyta ö<---►l\ Notandi MHS = (e. Message Handlíng Syslem) skeytaflutningskerfi MTS = (e. Message Transfer Serviee) skeytaflutningsþjónusta enda við skeytaþjónustuna eða skeyta- geymslu fara um notendamiðla. Hlut- verk þeirra er að aðstoða notendur við frágang á skeytum til sendingar og að taka við skeytum og veitir jafnframt aðgang að þeim þjónustum sem kerfið býður upp á. Sniðið notandi - notanda- miðill er ekki staðlað, en samskiptin milli tveggja notendamiðla fara eftir svo nefndum P2 samskiptareglum og milli notendamiðla og flutningsmiðla eru notaðar P3+ samskiptareglur. Skeytageymsla (MS). Skeytageymsla er nýjung í staðlinum og gegnir sama hlutverki og geymsluhólf í tölvupóst- hólfakerfum fyrir send og móttekin skeyti. Milli notendamiðils og skeyta- geymslu eru notuð samskiptaregla, sem nefnd er P7. Tengieiningar (AU). Staðallinn gerir ráð fyrir sérstökum tengieiningum (e. AU: Access Units) til samskipta við önnur fjarskiptakerfi, t.d telexnetið. Utburður skeyta (PDS). Önnur ný þjónusta í staðlinum er útprentun og útburður skeyta (e. Physical Delivery Service) Saman mynda þær einingar sem tald- ar voru upp skeytaflutningskerfi. Hvers konar notendur? Notendur almennra skeytaflutnings- kerfa má í aðalatriðum greina í tvo hópa. Annars vegar eru þeir, sem tengjast notendamiðlum almenna kerf- isins og hins vegar einkaskeytakerfi og notendur þess. I fyrri hópnum eru lítil og meðalstór fyrirtæki, en í þeim seinni stór fyrirtæki með eigið tölvu- kerfi og útstöðvar hjá einstökum starfs- mönnum. Samskipti milli almenns- og einkakerfis fara fram milli flutnings- miðlanna. Notendamiðill getur hvort sem er verið hjá notandanum eða í skeytaskiptinum, en búin hafa verið til forrit, sem gera unnt að keyra notenda- miðla á einkatölvum. Fjartengdir notendamiðlar veita meiri sveigjanleika í notkun skeytakerfa. Hvernig tengjast notendur? X.400 skeytakerfi byggja á öðrum fjar- skiptaþjónustum fyrir flutning skeyta og samskipli við notendur. Notendur tengjast skeytakerfinu um almenna símakerfið eða um X.25 gagnanetið. Aðgangur um gagnanetið er annað hvort með upphringi- eða fasttengdum samböndum. Auk ]ress geta telexnot- endur sent áskrifendum í skeytakerf- inu telex. Lokaorö Verulegar vonir eru bundnar við X.400 skeytakerfi og allt bendir til þess að þau eigi eftir öðlast miklar vinsældir enda hefur staðallinn náð þeim stöðug- leika, sem nauðsynlegur er til að almenn notkun hans geti hafist. Til marks um það er, að flestir stærri tölvu og hugbúnaðarframleiðendur, sem hafa lýst yfir stuðningi við OSl, hafa margir hverjir sett X.400 kerfi á markaðinn. Það er því ekki ólíklegt að notkun X.400 staðalsins aukist verulega á næstu árum. Þessi staðall er ekki ein- göngu ætlaður fyrir skeytaflutnings- þjónustu eins lýst hefur verið, heldur einnig sem grunnstaðall fyrir tölvu- samskipti, sem nota geymsluskilatækni í flutningi á gögnum. Fyrir utan þær þjónustur sem gert er ráð fyrir núna í X.400 getur X.400 t.d. orðið grunn- staðall fyrir flutning á gögnum í skjala- lausum viðskiptum og má í því sam- bandi nefna EDl staðalinn. Tæknifræðingar! Aætlaö er að afmælisrit vegna 30 ára afmælis félagsins komi út í nóvember. Leitað verður til félagsmanna um styrktarlínur og auglýs- ingar og eru þeir beðnir um að taka slíku vel. 5

x

Verktækni

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verktækni
https://timarit.is/publication/900

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.