Verktækni - 01.08.1990, Qupperneq 11
JfenM®áks]ílz3/-90-
íslenska kortageröarfélagið
Þann 7. febrúar 1990 var íslenska
kortagerðarfélagið stofnað. Tildrög að
stofnun félagsins voru þau að í sept-
ember 1989 varhaldið námskeið íkorta-
gerð sem Landmælingar Islands, Sjó-
mælingar Islands og jarð- og land-
fræðiskor Háskóla Islands gengust
fyrir. Námskeiðið stóð í 5 daga og voru
þátttakendur 30. Fyrirlesarar á nám-
skeiðinu voru erlendir. Þeir Christer
Palm kennari í kortagerð við tækni-
háskólann í Stokkhólmi og John S.
Keats prófessor við landfræðideild há-
skólans í Glasgow. í lok námskeiðsins
voru ræddar hugmyndir um stofnun
félags þeirra sem vinna við kortagerð
hér á landi og áhugafólks um íslenska
kortagerð. Niðurstaðan varð sú að skip-
uð var undirbúningsnefnd sem í sátu
þeir Gylfi Már Guðbergsson prófessor
jarð- og landfræðiskorHáskólalslands,
Kristinn Helgason kortagerðarmaður
Sjómælingum Islands og Svavar Berg
Pálsson deildarstjóri Landmælingum
íslands. Nefndin gerði tillögu að lögum
fyrir félagið og undirbjó stofnfund.
Fundarboð var sent yfir 50 aðilum,
stofnunum og fyrirtækjum. Sem fyrr
segir var stofnfundurinn 7. febrúar sl.
Hann var haldinn í Odda húsi Félags-
vísindastofnunar Háskólans og mættu
um 60 manns. Kosin var stjóm og lög
fyrir félagið samþykkt. I stjórn félags-
ins voru kosin: Gylfi Már Guðbergsson
formaður, Helgi Kristinsson varafor-
maður (Verkfræðistofan Hnit hf.),
Olafur Valsson gjaldkeri (Landmæl-
ingar Islands), Arni Þór Vésteinsson
ritari (Sjómælingar Islands) og Ester
Sigurðardóttir meðstjórnandi (Islenskir
aðalverktakar). Markmið félagsins eru
m.a. að efla framþróun íslenskrar korta-
gerðar, vinna að menntunarmálum
kortagerðarmanna og efla samstarf
þeirra. Félagið mun halda fræðslufundi
og ráðstefnur um kortagerð á Islandi.
Starfsmenn við kortagerð og áhuga-
menn sem vilja taka þátt í starfi félags-
ins geta gerst félagar. Stofnanir, félög,
samtök og fyrirtæki geta orðið styrkt-
arfélagar. Þeir sem vilja gerast félagar
geta snúið sér til stjórnar eða sent inn-
tökubeiðni í pósthólf 5108, 125
Reykjavík.
Frá kynningarnefnd
Nýkjörin stjórn VFI skipaði á fundi
sínum þann 30. apríl sl. kynningar-
nefnd félagsins fyrir næsta starfsár.
Þessir voru skipaðir:
Þorsteinn Þorsteinsson, formaður
skipunartími 2 ár
Árni Björn Jónasson, skipunartími 1 ár
Árni Ámason, skipunartími 1 ár
Gissur Pálsson, skipunartími 1 ár
Daníel Helgason, skipunartími 2 ár
Friðfinnur Skaftason, skipunartími 2 ár
Samkvæmt lögum Verkfræðingafél-
agsins er viðfangsefni kynningar-
nefndar eftirfarandi: „Kynningarnefnd
skal vinna að auknu áliti verkfrœði-
legrar og vísindalegrar menntunar í
landinu og auka skilning á starfi verk-
frœðinga. Nefndin skal vinna reglulega
að kynningu á málefnum félagsins
gagnvart almenningi, stjórnvöldum og
fjölmiðlum í samráði við stjórnir fél-
agsins. Nefndin vinnur að hlutverki
sínu með því að efna tilfunda og ráð-
stefna eða með hverjum þeim hœtti,
sem viðeigandi er hverju sinni. Kynn-
ingarnefnd skal markaður ákveðinn
hluti félagsgjalda til starfsemi sinnar.
Fyrir lok hvers starfsárs skal kynning-
arnefnd gefaframkvœmdastjóra skýrslu
um starfsemi ásamt áœtlunum um
verkefni ogfjárþörf nefndarinnar fyrir
nœsta starfsár. “
Nefndin hefur haldið einn fund síðan
hún var skipuð og lagt línurnar l'yrir
starfið í vetur. Mun nefndin reyna að
halda jafn öllugu starfi og fráfarandi
nefnd og nt.a. halda áfram samloku-
fundum sern tekist hafa með ágætum.
Samlokufundirnir verða í hádeginu
annan fimmtudag í hverjum ntánuði,
september til apríl. Nefndin mun og
standa fyrir fræðslufundum með svip-
uðu sniði og verið hefur. Kappræðu-
fundir verða og á dagskránni í vetur og
einnig mun nefndin eiga aðild að ráð-
stefnum á vegum félagsins. Þá verður
reynt að þróa talsmannakerfi út frá
hugmyndum frá því í fyrra.
Nefndin þiggur öll góð ráð sem geta
orðið til þess að ná fram markmiðum
nefndarinnar eins og þau eru í lögum
félagsins.
Upplýsinga- og fræðslurit
Eftirtalin upplýsinga- og fræðslurit eru fáanleg hjá
Almannavörnum ríkisins, Laugavegi 118D, símar
25588, 82965, 26014, 685001. Þau eru ókeypis. AV-01
AV-02
J 1 Jarðskjálftavarnir (almenningsleiðbeiningar) AV-03
01 Um almannavarnir (fræðslurit fyrir almenning) AV-04
02 Hlutverk björgunar- og ruðningssveita í almannavörnum AV-05
03 Námskeið almannavarna, Kennslutækni AV-06
04 Árásar- og varnarvopn AV-07
05 Vörn gegn utanaðkomandi geislun AV-08
06 Hegðun eftir árás AV-09
07 Frumáætlun um skýlakönnun á íslandi
08 Evrópuloft á íslandi AV-10
09 ABC vabens virkninger, Vejledning i beskyttelse AV-11
af handelsskibe AV-12
10 Mælingar jarðhræringa og viöbrögö mannvirkja
við jarðskjálftum AV-13
11 Flóðalda í Vík í Mýrdal vegna Kötluhlaups AV-14
12 Áætlun um búnað og fyrirkomulag stjórnstöðvar AVRlK AV-15
Almannavarna ríkisins
▲
Landsskjálfti á Suðurlandi
Æfing - Brigh Eye '83
Snjóflóö - eðli, mat áhrif leit og björgun
Æfing - Flug '84, Reykjavíkurflugvöllur
Vettvangssjórn, skipulag, uppsetning og framkvæmd
Notkun þyrlu viö neyðar- og björgunarþjónustu
Atómvopn, eðli og áhrif
Gasgrímur, leiðbeiningar um notkun
Brottflutningur, æfing, Kjarni 4, Rangárvalla-
og Skaftafellssýslur
Stríðsgas
Fjarskiptakerfi almannavarna
Samkomulag um heildarskipulag hjálparliðs
almannavarna
Æfing - KEF '86
Earthquake in Mexico (einnig til á íslensku)
Snjóflóð, viðbrögð viö hættuástandi
11