Verktækni - 01.08.1990, Side 14

Verktækni - 01.08.1990, Side 14
:¥©síka$ákiM^79a t »^Vn HÍK ® HÁSKÓLI TÆKNISKÓLI BANDALAG HIÐ ÍSLENSKA VERKFRÆÐINGA- TÆKNIFRÆDINGA- ÍSLANDS ISLANDS HÁSKÓLAMANNA KENNARAFÉLAG FÉLAG ÍSLANDS FÉLAG ÍSLANDS Námskeiö Endurmenntunarnefndar á haustmisseri 1990 Frá árinu 1983 hefur Verkfræðingafélag íslands og Tækni- fræðingafélag íslands starfaö með Háskóla íslands o.fl. að end- urmenntun háskólamanna. Hafa formaður menntamálanefndar VFÍ og fræðslunefndar TÍ jafnan setið í Endurmenntunarnefnd HÍ, sem er yfirstjórn starfseminnar. Til aö auka enn tengslin við starfandi verk- og tæknifræöinga hefur Sigrún Pálsdóttir verk- fræðingur hjá Fjarhitun hf. tekið aö sér yfirumsjón með nám- skeiöum fyrir þá. Nú síðla sumars þegar þetta er ritað liggur ekki fyrir endanleg dagskrá haustmisseris. Hér á eftir fer lýsing á námskeiðum sem verða í september, auk lista yfir námskeið sem fyrírhuguð eru síðar á misserinu og er sá listi ekki tæmandi. Þeir sem óska eftir aö fá sent yfirlit yfir námskeiðin geta haft samband við skrifstofu Endurmenntunarnefndar. Námskeiö á tæknisviði TímabUið: september - byrjun október Mat á umhverfisáhrifum framkvæmda („Environmental Impact Assesment -EIA“) Þátttakendur: Stjórnendur, skipuleggjendur og eftirlitsaðilar framkvæmda, sem þurfa aö meta umhverfisleg áhrif tiltekinna framkvæmda. Markmið námskeiðsins er að kynna aðferðir við mat á umhverf- islegum áhrifum framkvæmda. Sérstök áhersla er lögð á svo nefnda EIA aðferð, sem er aðferð við að greina framkvæmdir og afleiðingar þeirra fyrir umhverfið bæði manngert og náttúru- legt. Tilgangur hennar er að fyrir liggi mat sem stjórnvöld geti vísað til og byggt ákvarðanir sínar á. Þetta mat er þverfaglegt og notað í flestum löndum heims þ.á.m. á þremur Noröurland- anna og einnig erfyrirhugaö að nota hana í milliríkjasamningum innan EBE. Leiðbeinandi: James A. Roberts PhD. Hann er þekktur fyrir störf sín á þessu sviði. Hann er landfræöingur og skipulagshönnuður, sem um árabil hefur rekiö sjálfstæða ráðgjöf í heimalandi sínu Bandaríkjunum og erlendis og unnið að fjölda umhverfisúttekta. Undanfarið hefur hann unnið fyrir Skipulag ríkisins í Svíþjóð (Boverket), þar sem hann hefur unnið tillögur um það hvernig taka skuli upp mat á umhverfisáhrifum þegar á skiþulagsstigi framkvæmda. Hann mun í september aðstoða yfirvöld skipu- lagsmála á íslandi við svipaö verkefni. Honum til aðstoðar á námskeiðinu veröur Jónas Elíasson prófessor. Tími: 12.-14. september, kl. 9:00-16:00. verö kr. 12.000,- Brunatæknileg áhættustjórnun („Risk management") Þátttakendur: Ætlað arkitektum, verk- og tæknifræöingum, tæknimönnum tryggingarfélaga og slökkviliða og öðrum sem fjalla um og taka ákvarðanir um brunavarnir bygginga s.s. eig- endum og forráöamönnum stórfyrirtækja. Efni: Með brunatæknileg áhættustjórnun er átt við þaö þegar stjórnendur fyrirtækja láta meta brunaáhættu fyrirtækisins út frá þeim varnaðarráöstöfunum sem tiltækar eru. Metin er hag- kvæmni ráðstafananna fyrir fyrirtækið. Áhættumatið er yfirleitt unnið í samvinnu viö tæknimenn s.s. arkitekta, verkfræðinga eða tæknifræöinga og er námskeiðið ætlaö þessum aöiljum. Gert er ráð fyrir að þeir hafi eitthvað unnið viö brunamál áður. Meðal efnis verður: Brunafræði. Val á brunavörnum út frá áhættu- og kostnaöargreiningu (brandteknisk risikovurdering) fyrir mismunandi byggingar og starfsemi. Kostir og gallar mis- munandi lausna. Reynsla af notkun vatnsúða (sprinkler), viðvör- unar- og reyklosunarkerfum er varðar aukið öryggi gegn eldi. Lýsing á viðhaldi þeirra, rekstrarkostnaði og prófunum. Kynnt tölvureiknilíkön fyrir þróun elds í byggingum. Leiðbeinendur: Fyrirlesarar verða frá Dansk Brandsværns Komité og fara fyrirlestrarnir fram á ensku. Umsjón: Guðmundur Gunnarsson, verkfræðingur hjá Bruna- málastofnun. Tími: 27.-28. september. Verð kr. 17.500.-. Hönnun glerbygginga Þátttakendur: Allir hönnuðir bygginga; arkitektar, tæknifræð- ingar, verkfræðingar og umsjónaraðilar glerbygginga. Markmið: Reyna að sýna hvaö hægt er að gera með gler- byggingum í dag; hvað þarf að varast og hvaða kröfur þarf að gera til slíkra bygginga á norðurslóðum. Efni: Fjallað verður um arkitektúr glerbygginga og sýnt dæmi um slíkar byggingar. Um leið veröur þróunarsaga glerbygginga rakin. Sagt veröur frá glerbyggingum hérlendis sem og er- lendis. Þá verður fjallaö ítarlega um kröfur sem gera þarf til glerbygginga bæði hvaö varðar ýmsan frágang en einnig inni „klíma“. Stuðst veröur við reynslu og tilraunir norskra aðila en einnig veröur dreþiö á nokkur atriði er varöa glerbyggingar hér- lendis. Þá verða kynntar lausnir frá tveimur stórum framleiðend- um, Schuco og Gluggasmiðjunni, sem selja efni og lausnir fyrir glerbyggingar og fleira. Samhliða námskeiöinu verður sýning á vörum þessara tveggja aðila. Tími: 20. september. Frá byggingarverkfræðiskor: löustraumfræöi Verkfræöideild býður nemendum á 3. og 4. ári upp á ýmis sér- námskeið sem hugsuð eru sem undirstaöa sérhæfingar við- komandi nemenda. Þessi námskeið eiga erindi til starfandi verkfræöinga og sérfræðinga með tilsvarandi sérfræðilega og eölisfræðilega grunnmenntun sem vilja sérhæfa sig á viðkom- andi sviði. Þátttakendur: Nauösynleg undirstaða: 08.41.31 Straumfræði I, eða hliðstæöa. Efni: Iðustraumfræöin er grundvöllur að útreikningum á útbreiðslu mengunar í lofti og vatni. Hún lýsir hvernig tregða, hiti og íblöndunarefni breiðast út í iðustraumi og hvernig nálgunar- aðferðum er beitt til að fá verkfræöilegt mat á útbreiðslunni þegar grunnlíkingarnar eru stærðfræðilega óleysanlegar. Komið er inná eiginleika iöustrauma, blöndun í andrúmsloftinu (loft- mengun), blöndun straumgeisla (frá skrúfum og dælum) og blöndun með hitauppstreymi (skorsteinar og skólpútrásir). Tími: Námskeiðið verður meö málstofusniði. Hópurinn hittist einu sinni í viku kl. 15-18 í 10 vikur frá og meö 39. viku. Tímarnir veröa á föstum vikudegi sem verður auglýstur þegar stunda- skrá Verkfræðideildar liggur fyrir. Nemendur undirbúa sig fyrir hvern tíma samkvæmt skipulagi sem kynnt veröur þegar þátt- taka er Ijós og halda fyrirlestur um efni sitt fyrir hóþinn. Hver nemandi velur tvær tilraunir sem gerðar verða í tilraunastofu. Verö: Þátttökugjald verður kr. 5.000.-. Skráning til 15. seþt. Teiknikerfi - Autocad, grunnnámskeiö Markmið: Auka hæfni til að velja vélbúnað fyrir tölvuvædda hönnun. Gera þátttakendur færa um aö nota Autocad sem teiknikerfi. Auka skilning á kostum og ókostum teiknikerfa. Efni: Tölvuvædd hönnun : Vélbúnaöur. Hugbúnaður. Teikniað- ferðir. Hönnunarkerfi. Autocad verkefni : Uppsetning. Teikni- aðgerðir. Breytingar. Málsetning. Skástrikun. Blokkavinnsla. Leiðbeinendur: Magnús Þór Jónsson, dósent HÍ. Gunnar Kjart- ansson, verkfræðingur íslenska járnblendifélaginu.. Tími: 8.-10. október, 9:00 - 17:00. Hönnunarkerfi - Autocad, framhaldsnámskeiö Markmið: Stuðla aö réttu vali á hugbúnaði fyrir tölvuvædda hönnun. Auka skilning á uppbyggingu tölvuvæddra hönnunar- kerfa. Auka færni til að nota Autocad sem hönnunarkerfi. Efni: Tölvuvædd hönnun: Hönnunarkerfi. Gagnaskipan. Gagna- grunnar. Grafísk framsetning. Greining. Framleiðsla. Autocad verkefni: Setja upp valmyndir. Autolisp -teikniaögeröir, -listavinnsla, -gagnagrunnur, -reikniaögerðir. Leiöbeinendur: Magnús Þór Jónsson dósent HÍ, Gunnar Kjart- ansson verkfræðingur íslenska járnblendifélaginu, Jónas G. 14

x

Verktækni

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verktækni
https://timarit.is/publication/900

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.