Verktækni - 01.08.1990, Side 7

Verktækni - 01.08.1990, Side 7
 að kalla á Þrívíddarskip- anir. Hönnun og smíö meö Prívídd Skipta má Þrívídd í þrjá hluta; teiknihluta, elem- entgreiningarhluta og framleiðsluhluta. Teiknihluti. Hönnunarkerfi á borð við AUTOCAD, sem einungis innihalda hefð- bundnar teiknikerfa- skipanir, er ekki hægt að nota til að teikna mjög flókna hluti á borð við skip, flugvélar og, vel að merkja, rennur. Slíkt kallar á sérhæfðari kerfi á borð við Þrívídd. Þegar teikna skal hlut í kerfinu er byrjað á að teikna upp þau þversnið sem hluturinn saman- stendur af. Þá er teiknað upp langsnið hlutarins (kjölurinn ef verið er að teikna skip) og þversnið- unum er síðan raðað upp á langsniðið. Loks er brúað á milli þversnið- anna. Á mynd 2 eru sýnd þau þversnið og lang- sniðið sem notuð voru í fyrstu fisktalningarrenn- una sem hönnuð var í Þrívídd. Þegar búið er að teikna rennuna er unnt Vaki hf. Saga Vaka hf. Vaki hf. á rætur sínar að rekja til ársins 1985 þegar sala á laxaseiðum frá íslandi til Noregs stóð sem hæst. Það voru nemendur við rafmagnsverkfræðiskor HI sem gerðu sér grein fyrir því að þörf var á nákvæmum talningarbúnaði til að teljaseiðin. Hugmynd að tæknilegri lausn leit dagsins ljós meðal nemendarina og á grundvelli hennar var ákveðið að stofna fyrirtæki. Það var síðan á miðju árinu 1988 sem framleiðsla og sala á Bioscanner fiskiteljar- anum hófst. Nú hafa selst nærri 200 tæki til 15 landa í fjórum heimsálfum, en um 95% af framleiðslu Vaka er lil útflutnings. Fyrirtækið er nú í vexti, en horfur eru á því að veltan á árinu 1990 verði helmingi meiri en árið áður, eða um 60 m.kr. Hjá Vaka endurbæta hönnun og framleiðslu á fisk- talningarrennu fyrir stóran fisk - Rennu 3. Helstu ástæður þess að Renna 3 varð fyrir valinu er að hún er flókin, í smíði, stór og of þung. Á hverju ári eru seldar um 150 rennur af þessari tegund og því skiptir miklu máli að rennurnar séu sem ódýrastar í framleiðslu. Á undanförnum árurn hafa verið þróaðar nokkrar rennur, fyrir fiska allt frá 3 g upp í 6 kg, hjá Vaka hf. Helsta vandamálið hefur verið að færa frumgerðir yfir í mót og einnig að útfæra óskir um breytingar á frumgerðum. Hin flókna lögun rennunnar, veldur því að mjög dýrt er að handvinna mót af henni. Með þetta allt að leiðarljósi kom upp sú hugmynd innan fyrirtækisins að leita til Háskóla Islands um samstarf við endur- bætur á hönnun og framleiðslu rennunnar. Höfðu menn þá fyrst og fremst CAD/CAM tæknina í huga. Verkefnisvinnan í lok árs 1989 var haft samband við dr. Magnús Þór Jónsson dósent við vélaverk- fræðiskor H.I. og tekin ákvörðun um sam- starf. I aprfl mánuði varð það síðan Ijóst að það yrði Helgi Hjálmarsson vélaverkfræði- nemi sem ynni verkefnið. Verkefnisvinnan hófst á því að með til- raunum á rennunni var gerð s.k. virkni- greining (e. Function Analysis) og á grund- velli hennar voru unnar upp hugmyndir um breytingar á hönnun. Helgi tók virkan þátt í þessu starfi. Þegar þessar meginlínur lágu fyrir hóf Helgi að skrifa sérhæft hönnunar- kerfi sem unnt væri að nota almennt við rennuhönnun. Loks notaði hann kerfið til að hanna rennuna, hann smíðaði mót af henni og tók þátt í tilraunum. Árangur af verkefnisvinnunni Kröfur Vaka til þessa verkefnis hafa verið uppfylltar varðandi hönnun á rennunni fyrir stóran fisk. Rennan er nú orðin helmingi styttri, aðeins um 30% af fyrri þyngd og framleiðslukostnaðurog flutningskostnaður er helmingi minni. Samstarf við H.l. hefur átt þátt í þessu og eftir situr hönnunarkerfi sem verður áfram notað við hönnun og framleiðslu á rennum. Vegna góðrar reynslu hefur Vaki hug á frekari samstarfi af svipuðum toga. Þeir aðilar sem veitt hafa aðstoð við þetta verkefni eru auk ofangreindra; Upplýsinga- þjónusta Háskóla íslands, Iðntæknistofnun, Trefjar hf., Laxalind og íslandslax. Þorsteinn 1. Víglundsson þróunarstjóri Starfsfólk Vaka hf. Frá vinstri: Hrönn Friðriksdóttir, Hólmgeir Guðmundsson, Þorsteinn I. Víglundsson, Guðbergur Rúnarsson og Hermann Kristjánsson. starla nú 5 manns að þróun, hönnun, fram- leiðslustýringu og markaðssetningu, en sjálf framleiðslan er í höndum undirverktaka. Vöruþróun hjá Vaka hf. Mikilvægt er fyrir fyrirtæki eins og Vaka sem er í harðri samkeppni við erlend fyrir- tæki, að stunda markvissa vöruþróun. Þelta er bæði þróun á nýjum vörum, aðlögun að nýjum mörkuðum og jafnframt þróun á nýjum aðferðum við framleiðslu til að bæta gæði vörunnar og minnka kostnað. í Ijósi þessa ákvað Vaki að leita allra leiða til að 7

x

Verktækni

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verktækni
https://timarit.is/publication/900

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.