Verktækni - 01.08.1990, Side 6

Verktækni - 01.08.1990, Side 6
 Helgi Hjálmarsson Hönnun fisktalningar- rennu hjá Vaka hf. Dæmi um hagnýtingu CAD/CAM í íslenskum iðnaöi í þessari grein verður kynnt dœmi um hagnýta notkun á CADICAM tœkninni. Hún var notuð við hönnun ogfram- leiðslu á fisktalningarrennu, sem er hluti affisktalningar- húnaði sem fyrirtœkið Vaki hf framleiðir. Verkefnið var unnið sem lokaverk- efni við vélaverkfræðiskor Háskóla Islands og í samvinnu við Vaka hf., undir leiðsögn Þorsteins I. Víglunds- sonar verkfræðings og starfsmanns Vaka hf. og dr. Magnúsar Þórs Jóns- sonar dósents frá H.í. CAD/CAM stendur fyrir „Computer Aided Design / Computer Aided Manu- facturing“, en á íslensku hefur þessi tækni verið nefnd HAT/FAT eða „hönnun með aðstoð tölvu /framleiðsla með aðstoð tölvu“. í stuttu máli má segja að það sem felst í þessari tækni sé að hanna hluti í teikni-/hönnunar- kerfi á tölvu og nota síðan hönnunar- og teiknigögnin, sem geymd eru í tölvunni, til að framleiða hlutinn með tölvustýrðum framleiðsluvélum. Það er nokkuð útbreiddur misskiln- ingur að þessi tækni henti aðeins við fjöldaframleiðslu, en CAD/CAM hent- ar allt eins vel til hönnunar og fram- leiðslu á einstökum frumgerðum hluta og er þetta verkefni dæmi um slíkt. Ennfremurhentarþessi tækni mjög vel við hönnun og framleiðslu á flóknum hlutum, sérstaklega ef mikillar ná- kvæmni er krafist. Vegna þessara kosta er CAD/CAM tæknin að ryðja sér til rúms víðsvegar um heiminn í dag og það á flestum sviðum atvinnulífsins, jafnt í stórum fyrirtækjum sem litlum. Tilgangur rennunnar Fisktalningarrennan er hluti af fisk- talningarbúnaði sem auk hennar sam- anstendur af skynjara og stýritölvu. Þessi búnaður er notaður í fiskeldi til að telja fiska sem verið er að flokka, flytja milli kerja eða flytja til slátrunar. Búnaðurinn virkar þannig að rennan er fest á enda rörs (sem liggur frá dælu eða flokkunarvél) en á enda rennunnar er skynjarinn festur. Stýritölvan ertengd við skynjarann. Þegar fiskar koma út úr rörinu, hugsanlega nokkrir í einu, sér rennan um að skilja þá að þannig að aðeins einn fiskur fari fram hjá skynjaranum í senn. Skynjarinn mynd- ar fiskinn þegar hann rennur framhjá. Myndin sýnir lögun fisksins og metur hvort um einn eða tvo fiska er að ræða (og getur jafnframt metið stærð hans með nokkurri nákvæmni). Af þessari lýsingu á tilgangi rennunnar má glöggt sjá að hlut- verk hennar eru margslungin og því verður lögun hennar að vera all flókin. Hún þarf að vera hringlaga á rörendan- um en með V-lögun á teljaraendanum. Þess má einnig geta að mismunandi lag- aðar rennur þarf fyrir mismunandi stærðir af fiski og fyrir hinar ýmsu tegundir af fiski, en með út- breiðslu fiskeldis um heiminn fjölgar þeim tegundum sem aldar eru. Þessi margbreytileiki auk hinnar flóknu lög- unnar gerir það að verkum að CAD/ CAM tæknin hentar mjög vel í þessa hönnun. Með notkun á þessari tækni hefur hönnuðurinn möguleika á að átta sig snarlega á gæðum hönnunar sinn- ar, því unnt er að virða fyrir sér lögun rennunnar á tölvuskjá, í stað þess að þurfa að smíða frumgerðina. Þar að auki býður notkun CAD/CAM uppá burðarþolsgreiningu á hönnuninni og því getur hönnuður lágmarkað efnis- notkun áður en nokkrar smíðar hefjast. Kröfur til tölvukerfis Til að ná þeim markmiðum að auka gæði og minnka kostnað við hönnun og framleiðslu á rennum er nauð- synlegt að skrifa sérhæft hönnunar- kerfi (CAD/CAM kerfi). Kröfur Vaka til slíks kerfis voru eftirfarandi: - Geta teiknað rennur upp í tölvukerf- inu og gert sér grein fyrir þrívíðri lögun þeirra á skjá. - Möguleiki á breytingum á hönnun án mikillar fyrirhafnar. - Unnt sé að búa til svokallaða NC- skrá sem skiljanleg er tölvufræsara. - Unnt sé að burðarþolsgreina rennuna með elementgreiningaraðferð (e. Fin- ite Element Method). Vélaverkfræðiskor H.í. gerði að sjálf- sögðu einnig ákveðnar kröfur til verk- efnisins og þar ber hæst að það sé hag- nýtt fyrir íslenskt atvinnulíf, að það sé byggt á traustum fræðilegum grunni og reyni á hæfni nemandans. í loka- verkefninu var unnið að því að skrifa hönnunarkerfi sem uppfyllti þessar kröfur. Kerfi þetta hefur nú verið skrifað og var gefið nafnið Þrívídd. Þrívídd er skrifað í AUTOLISP, en það er túlkur sem fylgir hönnunarkerfinu AUTOCAD. Þrívídd er því tengiforrit við AUTOCAD, þ.e.a.s. AUTOCAD er keyrt upp í tölvunni og þá er hægt Mynd 2. Langsnið rennunnar, þversniðin og staðsetning þeirra á langsniðinu. / Mynd 1. Núverandi rennafyrir stóranfisk. Eins og sjá má er hún talsvert flókin að lögun. A enda rennunnar er teljarinn 6

x

Verktækni

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verktækni
https://timarit.is/publication/900

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.